Miðaverð á „bardaga aldarinnar“ milli boxarana Floyd Mayweather og Manny Pacquiao hefur hrunið undanfarna daga, úr ríflega 13 þúsund Bandaríkjadölum niður í rúmlega sex þúsund. Það þýðir að lausir miðar ganga nú kaupum og sölum á 850 þúsund krónur, en þegar miðasalan opnaði kostuðu miðarnir rúmlega 1,7 milljónir króna.
Ástæðan er einföld, að sögn Forbes. Verðið var einfaldlega of hátt í byrjun og fáir voru tilbúnir að borga uppsett verð í upphafi.
Um miðjan dag í gær voru ennþá 945 sæti laus á bardagann, en hann fer fram í kvöld. Fastlega má gera ráð fyrir að fullt verði á bardagann, en svo virðist sem ansi margir sem verða staddir Las Vegas í kvöld, séu að freista þess að ná miðum fyrir slikk í MGM Grand Garden Arena.
Mikil eftirvænting ríkir fyrir bardaga þessara tveggja goðsagna í boxheiminum. Búist er við jöfnum bardaga, en veðbankar eru frekar á því á Mayweather muni hafa sigur. Gert er ráð fyrir að tekjur vegna bardagans, beint og óbeint, muni fara yfir 200 milljónir Bandaríkjadala, að sögn Forbes, eða sem nemur um 27 milljörðum króna.
https://www.youtube.com/watch?v=yx_RIAHR_Ao