Mikil skuldsetning heimila á ábyrgð stjórnvalda og vaxtasveiflur líka

Þingmaður Samfylkingar segir að stjórnvöld beri ábyrgð á mikilli viðbótarskuldsetningu almennings og þurfi nú að undirbúa mótvægisaðgerðir. Þingmaður Viðreisnar segir óeðlilegt að íslensk heimili þurfi að vera í virkri áhættustýringu með húsnæðislán sín.

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Kristrún Frosta­dóttir og Sig­mar Guð­munds­son þing­menn Sam­fylk­ingar og Við­reisnar gerðu bæði vænt­an­lega stýri­vaxta­hækkun Seðla­bank­ans og áhrifin sem hún mun hafa á hús­næð­is­lán lands­manna að umtals­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Kristrún sagði frá því að þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar ásamt full­trúum minni­hlut­ans í fjár­laga­nefnd myndi í dag leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir til þess að milda höggið á heim­ilin í land­inu sem við blasi vegna mik­illar verð­bólgu og vaxta­hækk­ana.

„Líta þarf til beins fjár­hags­stuðn­ings vegna snarpra breyt­inga á hús­næð­is­kostn­aði en einnig gera heim­il­unum kleift að dreifa auknum kostn­aði yfir lengra tíma­bil. For­dæmin eru nú þegar til staðar erlend­is,“ sagði Kristrún og bætti því við að færa mætti sterk rök fyrir því núver­andi staða í efna­hags­mál­um, bæði hvað varðar verð­bólgu og hús­næð­is­verðs­hækk­anir væri „til­komin vegna hag­stjórn­ar­mistaka af hálfu stjórn­valda í heims­far­aldr­in­um, sem gripu of seint til sér­tækra aðgerða og úthýstu ákvörð­unum um dreif­ingu fjár­magns til banka­kerf­is­ins og Seðla­bank­ans.“

„Eigna­verð hefur rokið upp, þrýst á verð­bólgu og nú þarf að snúa olíu­skip­inu við,“ sagði Kristrún og bætti við því við að stjórn­völd hefðu ítrekað á und­an­förnum mán­uðum ítrekað vitnað til „lágra vaxta vegna vel heppn­aðra efna­hagsúr­ræða“ og bæru „ábyrgð á því að hafa hvatt fólk til auk­innar skuld­setn­ingar á ein­stökum tímum í sögu vaxta á Ísland­i.“

„Í raun má segja að heim­ilin í land­inu hafi skuld­sett sig um 450 millj­arða króna fyrir hvatn­ingu stjórn­valda,“ sagði Kristrún og bætti því við að þessi við­bót­ar­skuld­setn­ing hefði gert heim­ilin í land­inu ber­skjölduð fyrir hertu aðhalds­stigi í pen­inga­stjórnun sem nú blasi við.

„Mik­il­vægt er að rík­is­stjórnin verði ekki of sein að bregð­ast við þessum seinni fasa af efna­hags­á­hrifum kór­ónu­krepp­unnar þar sem vand­inn er fyrst og fremst verð­bólga og ójafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um. Þessar mót­væg­is­að­gerðir þurfa að vera klárar þegar og ef kallið kem­ur,“ sagði Kristrún.

Heim­ili eigi ekki að þurfa að vera með grein­ing­ar­deildir

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Sig­mar sagði grein­endur á mark­aði sam­mála um að vaxta­hækkun Seðla­bank­ans á morgun yrði umtals­verð og það myndi hafa mikil áhrif á heim­ilin í land­inu.

„Staðan er ein­fald­lega sú að vaxta­hækk­anir á Íslandi á til­tölu­lega stuttu tíma­bili eru að þurrka út meira en útborguð mán­að­ar­laun yfir árið hjá mann­eskju með með­al­tekjur og algengt hús­næð­is­lána­form. Þetta á við um þús­undir heim­ila,“ sagði þing­mað­ur­inn og bætti við að þau skila­boð sem Bjarni Bene­dikts­son hefði fært fram í sér­stökum umræðum um efna­hags­mál í þing­inu í gær hefðu verið þau að það væri orðið auð­veld­ara fyrir fólk að end­ur­fjár­magna hús­næð­is­lánin sín.

Auglýsing

„Hvers konar kerfi er það sem krefst þess af venju­legum fjöl­skyldum að þær nán­ast þurfi að halda úti sinni eigin grein­ing­ar­deild eins og bank­arnir til að lág­marka tjón í vaxtaum­hverfi krónu­hag­kerf­is­ins? Er það sann­gjarnt að heim­ilin í land­inu þurfi að vera með virka áhættu­stýr­ingu árið um kring til að verja sína verð­mæt­ustu eign?“ spurði Sig­mar og gaf síðan lítið fyrir þau orð fjár­mála­ráð­herra að hann teldi raun­hæft að vaxtaum­hverfið á Íslandi gæti orðið svipað og í nágranna­lönd­un­um.

„Þessi sami fjár­mála­ráð­herra hefur stýrt efna­hags­málum þjóð­ar­innar sam­fellt frá árinu 2013. Flokkur hans hefur stýrt efna­hags­málum þjóð­ar­innar nán­ast allan lýð­veld­is­tím­ann. Með sama áfram­haldi, með sama hraða og sömu vaxta­þróun og sama gjald­miðil og und­an­farna ára­tugi má gera ráð fyrir að draumur ráð­herr­ans verði orð­inn að veru­leika löngu eftir að við öll verðum komin undir græna torfu. Heim­ilin í land­inu þola ekki þá bið,“ sagði Sig­mar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent