Mikill viðbúnaður er nú hjá lögreglu í Stokkhólmi vegna bankarána sem framin voru í morgun. Ostermalmstorgi hefur verið lokað, en útibú Nordea við Norrmalstorg og Handelsbankans í næsta nágrenni voru rænd. Þá var afgreiðsla með gjaldeyri einnig rænd, að því er sænska ríkisútvarpið greinir frá.
Engar upplýsingar hafa komið fram um hversu miklum peningum ræningjarnir náðu en þeir voru að minnsta kosti þrír, beittu ógnunum, vopnaðir skotvopni og exi, þegar þeir réðust til atlögu. Þeirra er nú leitað.
Lögreglan í Svíþjóð vinnur að rannsókn málsins. Á vettvangi hafa fundist hlutir sem mögulega geta verið sprengjur.
Auglýsing