Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði

Í kynningu sem Ljósleiðarinn sendi Alþingi segir að Míla muni þurfa að auka markaðshlutdeild, hækka verð eða draga úr kostnaði til að standa undir arðsemiskröfu væntra nýrra eigenda. Ljósleiðarinn vill að Fjarskiptastofa fá heimild til að rýna kaupin.

Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðararans.
Auglýsing

Ljós­leið­ar­inn, sem áður hét Gagna­veita Reykja­vík­ur, segir í skjali sem fyr­ir­tækið hefur sett fram til Alþingis að sam­keppn­is­að­ili fyr­ir­tæk­is­ins á fjar­skipta­mark­aði, Míla, muni þurfa að breyta starf­semi sinni tals­vert til að ná væntri ávöxt­un­ar­kröfu nýrra eig­enda sinna, franska fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Ardi­an.

Í glæru­kynn­ingu sem Ljós­leið­ar­inn, sem er í eigu Orku­veitu Reykja­vík­ur, fór með fyrir Alþingi segir að Míla komi til með það þurfa að standa undir ávöxt­un­ar­kröf­unni með því að auka mark­aðs­hlut­deild sína enn frekar, hækka verð á þjón­ustu sinni, skera niður rekstr­ar­kostnað sinn, draga úr fjár­fest­ing­um, eða gera þetta allt í senn.

Skjáskot úr glærusýningu Ljósleiðarans.

Skjalið sendi Ljós­leið­ar­inn til Alþingis vegna stjórn­ar­frum­varps um breyt­ingu á lögum um fjar­skipti, lögum um Fjar­skipta­stofu og lögum um fjár­fest­ingu erlendra aðila í atvinnu­rekstri, sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir vís­inda-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra mælti fyrir 13. des­em­ber.

Frum­varpið er sagt lagt fram vegna orð­inna og fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á eign­ar­haldi fjar­skipta­inn­viða á Íslandi og felur meðal ann­ars í sér heim­ildir fyrir ráð­herra til þess að stöðva eða aft­ur­kalla við­skipti ef þau geti „ógnað öryggi lands­ins“ eða gengið gegn alls­herj­ar­reglu og almanna­ör­yggi.

Ákvarð­anir Mílu snerti alla mark­aði

Í umsögn sem Ljós­leið­ar­inn hefur sömu­leiðis sent til Alþingis segir að fjar­skipta­net og kerf­is­leg upp­bygg­ing fjar­skipta­neta Mílu hafi mikil áhrif á sam­keppn­is­mark­aði fjar­skipta.

„Fjar­skipta­stofa hefur skil­greint Mílu sem fjar­skipta­fyr­ir­tæki í mark­aðs­ráð­andi stöðu á helstu fjar­skipta­mörk­uð­um. Hátt­semi og hegðun Mílu á sam­keppn­is­mörk­uðum snertir bæði sam­keppn­is­mál og öryggi fjar­skipta. Með öllu er óljóst hvaða áherslur nýir eig­endur leggja í starf­semi og rekstri Mílu til næstu ára og ára­tuga. Sama hverjar þær verða munu þær hafa mikil áhrif á alla fjar­skipta­mark­aði og þar með ein­stak­linga, fyr­ir­tæki og opin­bera aðila,“ segir í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins.

Þar eru einnig færð fram rök fyrir því að byggja upp fleiri en eitt grunn­net fjar­skipta hér landi, sem séu tækni­lega, stjórn­un­ar­lega og rekstr­ar­lega aðskil­in.

Auglýsing

„Með tveimur eða fleiri almennum fjar­skipta­netum geta ríkið og opin­berar stofn­anir tryggt þjón­ustu með því að hafa aðgang að tveimur eða fleiri aðskildum fjar­skipta­netum og þannig minnkað líkur á útfalli og rofi á þjón­ustu. Þá skap­ast tæki­færi fyrir ríkið til þess að bjóða út þjón­ustur á grund­velli laga og reglna um opin­ber inn­kaup, nýta fjár­muni betur og á sama tíma stuðla að auk­inni sam­keppn­i,“ segir í umsögn Ljós­leið­arar­ans.

Vilja að Fjar­skipta­stofa fái heim­ild til að rýna söl­una á Mílu

Af hálfu Ljós­leið­ar­ans er mikil áhersla lögð á að Fjar­skipta­stofa fái heim­ild, sem ekki er að finna í frum­varp­inu eins og það lítur út í dag, til þess að meta áhrif við­skipt­anna með Mílu á fjar­skipta­markað og „leggja á, við­halda eða aft­ur­kalla kvaðir sem í gildi eru á við­kom­andi mark­aði, eftir því sem Fjar­skipta­stofa telur til­efni til,“ eins og það er orðað í umsögn Ljós­leið­ar­ans.

Fyr­ir­tækið segir að það sé „um­hugs­un­ar­efni“ að eins og staðan sé í dag hafi Fjar­skipta­stofa engar laga­heim­ildir haft til þess að skoða og meta áhrif kaupanna á Mílu á fjar­skipta­mark­aði á Íslandi, vill að úr því verði bætt og hvetur umhverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins, sem fjallar um málið þessa dag­ana, til þess að gera það.

Í glæru­sýn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins er spurt hvort Fjar­skipta­stofa sé „áhorf­andi“ er kemur að mik­il­væg­ustu við­skipt­unum á íslenskum fjar­skipta­mark­aði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent