Í nóvember 2013 mótmæltu þúsundir á sjálfstæðistorginu Maidan í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Ein ástæðan var að Viktor Janukovits forseti hafði rift samkomulagi varðandi Evrópusambandið og snúið sér að Rússlandi og Pútín í staðinn. Þegar mótmælin hófust var kvikmyndaleikstjórinn Sergei Loznitsa staddur í Kænugarði. Loznitsa ,sem býr í Berlín, fæddist árið 1964 í Hvíta-Rússlandi en ólst upp í Kænugarði þar sem hann nam stærðfræði og japönsku. 1997 lauk hann námi í kvikmyndaleikstjórn í Moskvu og hefur leikstýrt fjórtán margverðlaunuðum heimildamyndum og tveimur leiknum kvikmyndum sem m.a. voru sýndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Nýjasta mynd hans Maidan ,var frumsýnd þar í vor og vekur nú víða athygli og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar . Á kvikmyndahátíðinni CinEast í Luxemborg var Loznitsa nýlega heiðraður sem „einn af mikilvægustu listamönnum okkar tíma.“
Heimildamyndin var tekin upp á 90 dögum og sýnir mótmæli og uppreisn almennings gegn spilltum stjórnvöldum.
Heimildamyndin var tekin upp á 90 dögum og sýnir mótmæli og uppreisn almennings gegn spilltum stjórnvöldum. Það er enginn sögumaður, aðeins nokkrir textar sem mynda kaflaskipti.Við heyrum ræður og tónlist en sjáum sjaldan flytjendur. Stöðugri myndavél er beint að fólkinu og sýnir þróun og framvindu byltingarinnar. Margbreytilegt líf og litir innan rammans minna stundum á málverk eldri meistara.
Eftir að um klukkutími er búinn af myndinni birtast sjúkrabílar og stemningin sortnar. Hjálmar og gasgrímur, mótmælendur í röðum færa götusteina að fremstu víglínu. Sprengjur, táragas og hóstandi manneskjur. Maidan er sterkur vitnisburður um mótmælin en um leið tímalaus mynd með átakanlegum lokasenum þar sem hundrað manns hafa fallið, hundruð eru týnd og mörg hundruð særðir.
Kjarninn ræddi nýverið við Loznitsa.
Breytingarnar höfðu sterk áhrif á mig
Af hverju gerðir þú mynd um Maidan?
„Ég var í Kænugarði í nóvember 2013 að undirbúa leikna mynd um Babi Jar fjöldamorðin sem áttu sér stað í seinni heimstyrjöldinni. Ég fann að þetta væri áríðandi og að ég þyrfti að mynda það, svo ég fór heim og lagði önnur verkefni til hliðar. Þegar ég snéri aftur til Kænugarði í desember gerði ég mér grein fyrir því að Janukovits var ekki lengur forseti Úkraínu. Hann hafði tapað allri virðingu fólksins. Það var ljóst að þessi stjórn myndi falla fljótlega og engir kraftar gætu haldið forsetanum við völd. Jafnvel þótt ég hafi alist upp í Kænugarði og þekki borgina vel höfðu þessar breytingar sem ég sá mjög sterk áhrif á mig.“
Sergei Loznitza tók myndina upp á 90 dögum.
Var erfitt að finna framleiðenda að myndinni með svona stuttum fyrirvara?
„Yfirleitt þegar ég fer til framleiðenda er ég alveg viss um hvernig myndin mun líta út. Þarna vissi ég ekki hvernig þetta gæti þróast eða hvort ég væri yfirleitt með mynd. Það tekur tíma að fá svar frá framleiðendum og í okkar tilfelli var enginn tími til að bíða. Fram að 23. mars í ár var myndin fjármögnuð af mér og litlu fyrirtæki okkar í Hollandi. Síðan fengum við stuðning frá Hollensku Kvikmyndastofnuninni. Frá þeim sjónarhóli séð er þetta „no-budget“ mynd.“
Hvernig bylting var þetta ?
„Í fyrsta lagi var þetta and-nýlendubylting. Rússland er auðvitað nýlenduherrann, þetta var einhvers konar „andleg bylting“ gegn rússneskum yfirráðum. Það sést einnig á stríðinu í austur Úkraínu. Það hófst vegna þáttöku Rússlands. Í öðru lagi var þetta and-sovésk bylting. Við gerðum enga byltingu gegn Sovétríkjunum. Það varð bara hrun í landinu en engin pólitísk bylting. Við höfum aldrei gert upp við Sovétríkin eins og Þjóðverjar gerðu í Nürnberg-réttarhöldunum. Kommúnistaflokkurinn er enn til og löglegur í Úkraínu. Á meðan á Maidan mótmælunum stóð voru mörg minnismerki um Lenin eyðilögð.
Í þriðja lagi var þetta hugmyndaleg bylting. Á Sovétímanum vildi fólk heldur láta aðra um að taka ákvarðanir, Stalin til dæmis. Nú gerir fólk sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að stjórna eigin lífi. Út frá þessu sjónarhorni þá er evrópskur hugsunarháttur að færa sig í austur.“
„Fólkið hafði upplifað hræðilega hluti saman og þú sást það í andlitum þeirra. Sjálfsaginn og vinnuharkan voru mjög áhrifarík þegar haft er í huga að það var enginn að skipuleggja neitt. Hlutinn þegar hinir syrgjandi kveðja þá látnu er auðvitað mjög mikilvægur. Ég sleppti því viljandi að mynda það, sýni bara fólkið sem fylgist með," segir Loznitsa um mynd sína.
Sjálfstæðistorgið Maidan í Kænugarði
„Hátíðarstemmningin á fyrstu dögum Maidan-mótmælanna var mjög heillandi og styrkjandi, næstum eins og að liggja í móðurkviði. Ég hef aldrei áður séð eða upplifað þannig samstöðu og vináttu .Það var ótrúlegt að sjá fjöldann vinna saman. Allir virtust uppteknir við að gæta Maidantorgsins, hjálpa til í eldhúsunum, veita læknisaðstoð, koma fram á sviðinu og skipuleggja starf sjálfboðaliðanna. Það voru líka ótrúlega margir sem gáfu og elduðu mat, allir fengu að borða sama í hvaða liði þeir voru. Ég held að engin bylting hafi verið jafn vel nærð og þessi.
„Allir virtust uppteknir við að gæta Maidantorgsins, hjálpa til í eldhúsunum, veita læknisaðstoð, koma fram á sviðinu og skipuleggja starf sjálfboðaliðanna. Það voru líka ótrúlega margir sem gáfu og elduðu mat, allir fengu að borða sama í hvaða liði þeir voru," segir Loznitsa.
Fyrstu vikurnar á Madiantorgi var auðvitað hætta en þar var líka mikill húmor og hlátur. Þessi sérstaka úkraínska kímnigáfa hefur hjálpað þjóðinni við að komast í gegnum erfiða tíma. Að hlægja að heimskum og spilltum stjórnmálamönnum í stað þess að hata þá. Þarna blómstraði sköpunarkrafturinn. Hópur áhugasöngvara og skálda fluttu stundum fremur einfaldar en ótrúlega einlægar ballöður á sviðinu við Maidan.“
Myndin hefst á mannfjölda sem syngur þjóðsönginn og þú sýnir það tvisvar. Af hverju?
„Af því að það er hlaðið merkingu. Þetta er mjög áhrifarík sena. Hún snertir áhorfandann og vekur sterkar tilfinningar. Ég bað tökumanninn um að fylla rammann af fólki, mannhafinu. Það er erfitt að ímynda sér þúsundir rússa sem taka samtímis ofan halda hönd að hjarta og syngja þjóðsönginn. Þannig séð er Úkraína ólík Rússlandi. Fólk var stöðugt syngjandi á Maidan. Það vakti furðu mína. Ég get ekki ímyndað mér að þetta gerðist í Moskvu. Ég veit reyndar ekki með þjóðsönginn en þar eru þjóðlögin að deyja út. Eitthvað mjög mikilvægt er að hverfa, það sem var mjög sérstakt við þjóðina, fyrir fólkið.
Þetta hefur varðveist í Úkraínu. Það eru svo mörg skáld þarna sem lesa ljóðin sín, þeir gera það af ástríðu og allir eru tilbúnir að syngja með. „Cherovna Ruta“ (vinsælt úkraínskt lag) kom ekki mjög vel út í upptökunum svo við þurftum að gera nýja útgáfu við hljóðvinnsluna í Vilnius. Við leituðum til Úkraínska sendiráðsins þar og starfsfólkið hóf svona líka fallegan söng fyrir kokur öll saman. Nei þetta er ekki Rússland, heldur annað.“
Af hverju var myndavélin alltaf föst?
„Áður en ég geri mynd bý ég til vinnureglur sem ég fylgi. Þessar reglur stjórna myndbyggingunni, flæði og lengd. Myndin átti að fjalla um fólkið, því þurfti ég á stöðugri myndavél að halda til að sýna það. Ég gat ekki sagt þessa sögu á annan hátt. Ef þú fylgir einni persónu þá verður hún og einkalíf hans miðpunktur. Þú þarft að stíga nokkur skref afturábak. Þegar ég setti upp myndavélina gætti ég þess að enginn ein persóna tæki yfir rammann.Það er til stórkostlegt dæmi úr rússneskri kvikmyndasögu með fólksfjölda í uppreisn, „Verkfallið“ eftir Eisenstein. Hann var fyrirmynd mín. Síðan fylgdi ég bara atburðarrásinni. Þannig byggði ég myndina. Hver ný sena sýnir nýtt stig í þróun sögunnar. Þannig séð er þetta söguleg mynd.
Takmark mitt er að fara með áhorfandann á Maidan og láta hann upplifa 90 daga byltingu. Ég vildi fjarlægjast og láta áhorfenda mæta atburðunum augliti til auglits. Ég notaði því langar tökur til að draga fólk inn í frásögnina án þular eða skýringa.“
Sjálfboðaliðar í Kænugarði að útbúa mat fyrir mótmælendur.
Er einhver hluti í myndinni sem skiptir þig meira máli en aðrir?
„Það er lykilsena eftir skotárásirnar, þegar skytturnar eru farnar frá Maidantorgi. Þú sérð stóra hópa fólks að hreinsa til, byggja varnargarða, bera bíldekk og vatn. Þetta hafði djúp áhrif á mig. Fólkið hafði upplifað hræðilega hluti saman og þú sást það í andlitum þeirra. Sjálfsaginn og vinnuharkan voru mjög áhrifarík þegar haft er í huga að það var enginn að skipuleggja neitt. Hlutinn þegar hinir syrgjandi kveðja þá látnu er auðvitað mjög mikilvægur. Ég sleppti því viljandi að mynda það, sýni bara fólkið sem fylgist með.“
Eftir að skyttur Janukovits höfðu myrt yfir hundrað manns flúði forsetinn landið ásamt fjölskyldumeðlimum. Viku seinna yfirtóku þungvopnaðir grímuklæddir menn þingið í Simferopol og mynduðu leppstjórn Rússlands. Sumir þeirra skyttur, sem nýlega höfðu myrt mótmælendur í Kænugarði, á flótta undan réttlætinu. Síðan hertók Vladimir Pútín Krímskaga og kynnti undir vopnaðum uppreisnum í Donbas héraði í austur Úkraínu.
Neitaði að tala rússnesku
Við frumsýningu myndarinnar í Cannes í vor neitaðir þú að tala við rússneska fjölmiðla. Af hverju?
„Allt sem sagt er um Úkraínu í opinberum rússneskum fjölmiðlum er lygi og ég vil ekki taka þátt í því. Það er upplýsingarstríð í gangi og fjölmiðlar eru notaðir sem vopn. Og með góðum árangri skilst mér. Opinberir rússneskir fjölmiðlar misnota ótta fólks og mála atburðina í Úkraínu eins dökka og þeir mögulega geta. Eitt dæmi er að rússneskir fjölmiðlar tala um Úkraínsk stjórnvöld sem Juntu.
Junta var yfirleitt notað yfir það sem gerðist í löndum Suður Ameríku. Eða yfir það sem gerðist í Grikklandi á sjöunda og áttunda áratugnum. Orðið vísar í valdarán og á alls ekki við. Það virkar sem hugmyndafræðileg klisja. Fólk þekkir orðið frá Sovét-tímanum. Rússar tala um fasista í Úkraínu. Tæknilega séð var fasismi aðeins til á Ítalíu. Ef maður opnar Soviet Encyclopedia, sem var aðal uppsláttarrit þess tíma, má lesa skýringu á fasisma. Þar eru sex skýringar. Að minsta kosti fimm þeirra (ofsóknir á frjálsum félagasamtökum, ofsóknir gegn minnihlutahópum osfr.) eru það sem stjórn Pútíns er að gera! Rússar geta stýrt umræðu og áróðri á mjög áhrifaríkan hátt. Þeir nota orð úr sovéskri fortíð og rangfæra þau upp á stöðuna í dag.“
Leikstjórinn segir að byltingin hafi verið þríþætt. Í fyrsta lagi and-nýlendubylting gagnvart Rússlandi, í öðru lagi and-sóvésk bylting gagnvart sögunni og í þriðja lagi hugmyndafræðileg bylting.
En hvað er að gerast í Úkraínu í dag?
„Í fyrsta lagi kem ég frá Kænugarði, öllum sem lifðu í Sovétríkjunum stendur þetta nærri því það eru nokkrir mikilvægir hlutir. Þessir árekstrar hugsunarhátta, eða meðvitundar. Þetta er stríð sem fjallar um rétt þræla til að verða þrælar aftur. Þetta fólk sem ver drauminn um Sovétríkin, það dreymir í raun og veru um að verða þrælar aftur. Til að einhver frændi leysi vandamál þeirra. Lenin eða Vova frændi. Það fjallar um þetta.“
Á kvimyndahátíðinni í Cannes mótmæltir þú handtöku kollega þíns kvikmyndaleikstjórans Oleg Sentsov frá Úkraínu sem var handtekinn í mai í Simferopol af rússnesku leyniþjónustunni FSB?
„Honum er haldið í fangelsi mánuðum saman á algerlega ógrunduðum ásökunum. Hann var pyntaður og hótað kynferðisofbeldi og laminn til játninga. Síðan var hann falinn í tær vikur þar til verstu örin hurfu. Hann er hugrakkur maður og nú hafa þeir brotið tennur hans og framlengt fangelsisvist hans í Moskvu. Ég tel það afar mikilvægt að tala um Oleg Sentsov það er eina leiðin til að stuðla að frelsi hans og annara.
Þeir sem handtóku hann og aðra eru , eins og Stalíntímanum, að búa til absúrd ákærur sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera.“
En verður myndin þín þá einhvern tíma sýnd í Rússlandi?
„Já, ég mun bráðum setja hana á netið. Ég lít á hana sem fræðslumynd. Fólk þarf að sjá þetta.Hvað sem öllu líður hefur hún hlotið góðar móttökur. Af yfir hundrað myndum sem voru sýndar í Cannes lenti hún fyrsta sæti gagnrýnenda sem kom mér reyndar á óvart. Á sýningum myndarinnar hefur fólk klappað og einnig hrópað Slava Ukraina! Heiður til Úkraínu. Það er mjög áhrifaríkt að upplifa það.
Myndin endar á minningarathöfn til heiðurs baráttufólki sem lét lífið á Maidantorgi. Í löndum okkar er algengt að reisa minnisvarða yfir óþekkta hermenn. Ég trúi því að hlutirnir geti breyst ef hetjurnar bera nöfn því við verðum að muna.“