Tók með sér viðskiptasambönd frá PWC

10016343694-84d396d26e-b-1.jpg
Auglýsing

Fyrr­ver­andi starfs­maður PWC á Akur­eyri og jafn­framt einn hlut­hafa, Davíð Búi Hall­dórs­son, var á fimmtu­dag­inn dæmdur í Hæsta­rétti til þess að greiða PWC 2,6 millj­ónir króna vegna þess að hann stofn­aði nýtt fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri við PWC, og tók meðal ann­ars með sér við­skipta­sam­bönd sem áður til­heyrðu PWC. Auk þess var Davíð Búi dæmdur til þess að greiða PWC eina milljón í máls­kostnað vegna rekst­urs máls­ins fyrir Hæsta­rétti, en í Hér­aðs­dómi Norð­ur­lands eystra var hann dæmdur til þess að greiða PWC 1,8 millj­ón­ir, og var sá dómur stað­fest­ur.

For­saga máls­ins er sú að Davíð Búi sagði upp störfum hjá PWC 29. maí 2012 og stofn­aði skömmu síðar fyr­ir­tækið Enor, sem sinnir end­ur­skoð­un­störfum og ráð­gjöf. Þrír aðrir starfs­menn PWC sögðu einnig upp störfum og ætl­uðu sér að starfa hjá hinu nýju fyr­ir­tæki. Í dómi Hæsta­réttar kemur fram að margir fyrr­ver­andi við­skipta­vinir PWC á Akur­eyri séu nú við­skipta­vinir Enor en strax í kjöl­far upp­sagnar Dav­íðs Búa blossuðu upp deilur um hvort lög­lega hefði verið staðið að mál­um, ekki síst í ljósi samn­ings­á­kvæðis í ráðn­ingsamn­ingi Dav­íðs Búa við PWC sem tekur til sam­keppn­is­rekstr­ar. Í því seg­ir: „Ef hlut­hafi hættir störfum hjá félag­inu en heldur áfram störfum á sama sviði og tekur með sér við­skipta­menn frá félag­inu, innan þriggja ára frá útgöngu, eða verði upp­vís að því að valda félag­inu tjóni við útgöngu úr félag­inu t.d. með því að beina við­skipta­vinum þess til sam­keppn­is­að­ila, er hann skaða­bóta­skyldur gagn­vart félag­inu og getur félagið kraf­ist bóta sem nema tekjum síð­ustu 12 mán­aða vegna vinnu félags­ins fyrir við­skipta­mann­inn.“

Í dómi Hæsta­réttar segir að sannað þyki, meðal ann­ars með vísan í fyrr­nefnd orð í samn­ingi, að Davíð Búi hafi tekið við­skipta­vini frá PWC, og þannig verið bóta­skyldur gagn­vart PWC vegna þessa.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None