Mynd um Maidan er sterkur vitnisburður um úkraínsku mótmælin

0033878.jpg
Auglýsing

Í nóv­em­ber 2013 mót­mæltu þús­undir á sjálf­stæð­is­torg­inu Mai­dan í Kænu­garði, höf­uð­borg Úkra­ínu. Ein ástæðan var að Viktor Janu­kovits for­seti hafði rift sam­komu­lagi varð­andi Evr­ópu­sam­bandið og snúið sér að Rúss­landi og Pútín í stað­inn. Þegar mót­mælin hófust var kvik­mynda­leik­stjór­inn Sergei Loznitsa staddur í Kænu­garði. Loznitsa ,sem býr í Berlín, fædd­ist árið 1964 í Hvíta-Rúss­landi en ólst upp í Kænu­garði þar sem hann nam stærð­fræði og japönsku. 1997 lauk hann námi í kvik­mynda­leik­stjórn í Moskvu og hefur leik­stýrt fjórtán marg­verð­laun­uðum heim­ilda­myndum og tveimur leiknum kvik­myndum sem m.a. voru sýndar á kvik­mynda­há­tíð­inni í Cann­es.

Nýjasta mynd hans Mai­dan ,var frum­sýnd þar í vor og vekur nú víða athygli og hefur hlotið alþjóð­legar við­ur­kenn­ingar . Á kvik­mynda­há­tíð­inni CinE­ast í Lux­em­borg var Loznitsa nýlega heiðr­aður sem „einn af mik­il­væg­ustu lista­mönnum okkar tíma.“

Heim­ilda­myndin var tekin upp á 90 dögum og sýnir mót­mæli og upp­reisn almenn­ings gegn spilltum stjórnvöldum.

Auglýsing

Heim­ilda­myndin var tekin upp á 90 dögum og sýnir mót­mæli og upp­reisn almenn­ings gegn spilltum stjórn­völd­um. Það er eng­inn sögu­mað­ur, aðeins nokkrir textar sem mynda kafla­skipt­i.Við heyrum ræður og tón­list en sjáum sjaldan flytj­end­ur. Stöðugri mynda­vél er beint að fólk­inu og sýnir þróun og fram­vindu bylt­ing­ar­inn­ar. Marg­breyti­legt líf og litir innan rammans minna stundum á mál­verk eldri meist­ara.

Eftir að um klukku­tími er búinn af mynd­inni birt­ast sjúkra­bílar og stemn­ingin sortn­ar. Hjálmar og gas­grím­ur, mót­mæl­endur í röðum færa götu­steina að fremstu víg­línu. Sprengj­ur, tára­gas og hóstandi mann­eskj­ur.  Mai­dan er sterkur vitn­is­burður um mót­mælin en um leið tíma­laus mynd með átak­an­legum loka­senum þar sem hund­rað manns hafa fall­ið, hund­ruð eru týnd og mörg hund­ruð særð­ir.

Kjarn­inn ræddi nýverið við Loznitsa.

Breyt­ing­arnar höfðu sterk áhrif á migAf hverju gerðir þú mynd um Mai­dan?

„Ég var í Kænu­garði í nóv­em­ber 2013 að und­ir­búa leikna mynd um Babi Jar fjöldamorðin sem áttu sér stað í seinni heim­styrj­öld­inni. Ég fann að þetta væri áríð­andi og að ég þyrfti að mynda það, svo ég fór heim og lagði önnur verk­efni til hlið­ar. Þegar ég snéri aftur til Kænu­garði í des­em­ber gerði ég mér grein fyrir því að Janu­kovits var ekki lengur for­seti Úkra­ínu. Hann hafði tapað allri virð­ingu fólks­ins. Það var ljóst að þessi stjórn myndi falla fljót­lega og engir kraftar gætu haldið for­set­anum við völd. Jafn­vel þótt ég hafi alist upp í Kænu­garði og þekki borg­ina vel höfðu þessar breyt­ingar sem ég sá mjög sterk áhrif á mig.“

Sergei Loznitza tók myndina upp á 90 dögum. Sergei Loznitza tók mynd­ina upp á 90 dög­um.

Var erfitt að finna fram­leið­enda að mynd­inni með svona stuttum fyr­ir­vara?

„Yf­ir­leitt þegar ég fer til fram­leið­enda er ég alveg viss um hvernig myndin mun líta út. Þarna vissi ég ekki hvernig þetta gæti þró­ast eða hvort ég væri yfir­leitt með mynd. Það tekur tíma að fá svar frá fram­leið­endum og í okkar til­felli var eng­inn tími til að bíða. Fram að 23. mars í ár var myndin fjár­mögnuð af mér og litlu fyr­ir­tæki okkar í Hollandi. Síðan fengum við stuðn­ing frá Hol­lensku Kvik­mynda­stofn­un­inni. Frá þeim sjón­ar­hóli séð er þetta „no-bud­get“ mynd.“

Hvernig bylt­ing var þetta ?

„Í fyrsta lagi var þetta and-ný­lendu­bylt­ing. Rúss­land er auð­vitað nýlendu­herrann, þetta var ein­hvers konar „and­leg bylt­ing“ gegn rúss­neskum yfir­ráð­um. Það sést einnig á stríð­inu í austur Úkra­ínu. Það hófst vegna þát­töku Rúss­lands. Í  öðru lagi var þetta and-sov­ésk bylt­ing. Við gerðum enga bylt­ingu gegn Sov­ét­ríkj­un­um. Það varð bara hrun í land­inu en engin póli­tísk bylt­ing. Við höfum aldrei gert upp við Sov­ét­ríkin eins og  Þjóð­verjar gerðu í Nürn­berg-rétt­ar­höld­un­um. Komm­ún­ista­flokk­ur­inn er enn til og lög­legur í Úkra­ínu. Á meðan á Mai­dan mót­mæl­unum stóð voru mörg minn­is­merki um Lenin eyðilögð.

Í þriðja lagi var þetta hug­mynda­leg bylt­ing. Á Sov­é­tím­anum vildi fólk heldur láta aðra um að taka ákvarð­an­ir, Stalin til dæm­is. Nú gerir fólk sér grein fyrir því hversu mik­il­vægt það er að stjórna eigin lífi. Út frá þessu sjón­ar­horni þá er evr­ópskur hugs­un­ar­háttur að færa sig í aust­ur.“

„Fólkið hafði upplifað hræðilega hluti saman og þú sást það í andlitum þeirra. Sjálfsaginn og vinnuharkan voru mjög áhrifarík þegar haft er í huga að það var enginn að skipuleggja neitt. Hlutinn þegar hinir syrgjandi kveðja þá látnu er auðvitað mjög mikilvægur. Ég sleppti því viljandi að mynda það, sýni bara fólkið sem fylgist með, „Fólkið hafði upp­lifað hræði­lega hluti saman og þú sást það í and­litum þeirra. Sjálfsag­inn og vinnu­harkan voru mjög áhrifa­rík þegar haft er í huga að það var eng­inn að skipu­leggja neitt. Hlut­inn þegar hinir syrgj­andi kveðja þá látnu er auð­vitað mjög mik­il­væg­ur. Ég sleppti því vilj­andi að mynda það, sýni bara fólkið sem fylgist með," segir Loznitsa um mynd sína.

Sjálf­stæð­is­torgið Mai­dan í Kænu­garði„Há­tíð­ar­stemmn­ingin á fyrstu dögum Mai­dan-­mót­mæl­anna var mjög heill­andi og styrkj­andi, næstum eins og að liggja í móð­ur­kviði. Ég hef aldrei áður séð eða upp­lifað þannig sam­stöðu og vin­áttu .Það var ótrú­legt að sjá fjöld­ann vinna sam­an. Allir virt­ust upp­teknir við að gæta Mai­dan­torgs­ins, hjálpa til í eld­hús­un­um, veita lækn­is­að­stoð, koma fram á svið­inu og skipu­leggja starf sjálf­boða­lið­anna. Það voru líka ótrú­lega margir sem gáfu og eld­uðu mat, allir fengu að borða sama í hvaða liði þeir voru. Ég held að engin bylt­ing hafi verið jafn vel nærð og þessi.

0003018 „Allir virt­ust upp­teknir við að gæta Mai­dan­torgs­ins, hjálpa til í eld­hús­un­um, veita lækn­is­að­stoð, koma fram á svið­inu og skipu­leggja starf sjálf­boða­lið­anna. Það voru líka ótrú­lega margir sem gáfu og eld­uðu mat, allir fengu að borða sama í hvaða liði þeir vor­u," segir Loznitsa.

Fyrstu vik­urnar á Madi­an­torgi var auð­vitað hætta en þar var líka mik­ill húmor og hlát­ur. Þessi sér­staka úkra­ínska kímni­gáfa  hefur hjálpað þjóð­inni við að kom­ast í gegnum erf­iða tíma. Að hlægja að heimskum og spilltum stjórn­mála­mönnum í stað þess að hata þá.  Þarna blómstr­aði sköp­un­ar­kraft­ur­inn. Hópur áhuga­söngv­ara og skálda fluttu stundum fremur ein­faldar en ótrú­lega ein­lægar ball­öður á svið­inu við Mai­d­an.“

Myndin hefst á mann­fjölda sem syngur þjóð­söng­inn og þú sýnir það tvisvar. Af hverju?

„Af því að það er hlaðið merk­ingu. Þetta er mjög áhrifa­rík sena. Hún snertir áhorf­and­ann og vekur sterkar til­finn­ing­ar. Ég bað töku­mann­inn um að fylla rammann af fólki, mann­haf­inu. Það er erfitt að ímynda sér þús­undir rússa sem taka sam­tímis ofan halda hönd að hjarta og syngja þjóð­söng­inn. Þannig séð er Úkra­ína ólík Rúss­landi. Fólk var stöðugt syngj­andi á Mai­d­an. Það vakti furðu mína. Ég get ekki ímyndað mér að þetta gerð­ist í Moskvu. Ég veit reyndar ekki með þjóð­söng­inn en þar eru þjóð­lögin að deyja út. Eitt­hvað mjög mik­il­vægt er að hverfa, það sem var mjög sér­stakt við þjóð­ina, fyrir fólk­ið.

Þetta hefur varð­veist í Úkra­ínu. Það eru svo mörg skáld þarna sem lesa ljóðin sín, þeir gera það af  ástríðu og allir eru til­búnir að syngja með. „Cher­ovna Ruta“ (vin­sælt úkra­ínskt lag) kom ekki mjög vel út í upp­tök­unum svo við þurftum að gera nýja útgáfu við hljóð­vinnsl­una í Vilni­us. Við leit­uðum til Úkra­ínska sendi­ráðs­ins þar og starfs­fólkið hóf svona líka fal­legan söng fyrir kokur öll sam­an. Nei þetta er ekki Rúss­land, heldur ann­að.“

Af hverju var mynda­vélin alltaf föst?

„Áður en ég geri mynd bý ég til vinnu­reglur sem ég fylgi. Þessar reglur stjórna mynd­bygg­ing­unni, flæði og lengd. Myndin átti að fjalla um fólk­ið, því þurfti ég á stöðugri mynda­vél að halda til að sýna það. Ég gat ekki sagt þessa sögu á annan hátt. Ef þú fylgir einni per­sónu þá verður hún og einka­líf hans mið­punkt­ur. Þú þarft að stíga nokkur skref aft­urá­bak. Þegar ég setti upp mynda­vél­ina gætti ég þess að eng­inn ein per­sóna tæki yfir rammann.Það er til stór­kost­legt dæmi úr rúss­neskri kvik­mynda­sögu með fólks­fjölda í upp­reisn, „Verk­fallið“ eftir Eisen­stein. Hann var fyr­ir­mynd mín. Síðan fylgdi ég bara atburð­ar­rásinni. Þannig byggði ég mynd­ina. Hver ný sena sýnir nýtt stig í þróun sög­unn­ar. Þannig séð er þetta sögu­leg mynd.

Tak­mark mitt er að fara með áhorf­and­ann á Mai­dan og láta hann upp­lifa 90 daga bylt­ingu. Ég vildi fjar­lægj­ast og láta áhorf­enda mæta atburð­unum augliti til auglits. Ég not­aði því langar tökur til að draga fólk inn í frá­sögn­ina án þular eða skýr­inga.“

Sjálfboðaliðar í Kiev að útbúa mat fyrir mótmælendur. Sjálf­boða­liðar í Kænu­garði að útbúa mat fyrir mót­mæl­end­ur.

Er ein­hver hluti í mynd­inni sem skiptir þig meira máli en aðr­ir?

„Það er lyk­il­sena eftir skotárás­irn­ar, þegar skytt­urnar eru farnar frá Mai­dan­torgi. Þú sérð stóra hópa fólks að hreinsa til, byggja varn­ar­garða, bera bíldekk og vatn. Þetta hafði djúp áhrif á mig. Fólkið hafði upp­lifað hræði­lega hluti saman og þú sást það í and­litum þeirra. Sjálfsag­inn og vinnu­harkan voru mjög áhrifa­rík þegar haft er í huga að það var eng­inn að skipu­leggja neitt. Hlut­inn þegar hinir syrgj­andi kveðja þá látnu er auð­vitað mjög mik­il­væg­ur. Ég sleppti því vilj­andi að mynda það, sýni bara fólkið sem fylgist með.“

Eftir að skyttur Janu­kovits höfðu myrt yfir hund­rað manns flúði for­set­inn landið ásamt fjöl­skyldu­með­lim­um. Viku seinna yfir­tóku þung­vopn­aðir grímu­klæddir menn þingið í Sim­fer­opol og mynd­uðu lepp­stjórn Rúss­lands. Sumir þeirra skytt­ur, sem nýlega höfðu myrt mót­mæl­endur í Kænu­garði, á flótta undan rétt­læt­inu. Síðan hertók Vla­dimir Pútín Krím­skaga og kynnti undir vopn­aðum upp­reisnum í Don­bas hér­aði í austur Úkra­ínu.

Neit­aði að tala rúss­neskuVið frum­sýn­ingu mynd­ar­innar í Cannes í vor  neit­aðir þú að tala við rúss­neska fjöl­miðla. Af hverju?

„Allt sem sagt er um Úkra­ínu í opin­berum rúss­neskum fjöl­miðlum er lygi og ég vil ekki taka þátt í því. Það er upp­lýs­ing­ar­stríð í gangi og fjöl­miðlar eru not­aðir sem vopn. Og með góðum árangri skilst mér. Opin­berir rúss­neskir fjöl­miðlar mis­nota ótta fólks og mála atburð­ina í Úkra­ínu eins dökka og þeir mögu­lega geta. Eitt dæmi er að rúss­neskir fjöl­miðlar tala um Úkra­ínsk stjórn­völd sem Juntu.

Junta var yfir­leitt notað yfir það sem gerð­ist í löndum Suður Amer­íku. Eða yfir það sem gerð­ist í Grikk­landi á  sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um. Orðið vísar í valda­rán og á alls ekki við. Það virkar sem hug­mynda­fræði­leg klisja. Fólk þekkir orðið frá Sov­ét-­tím­an­um. Rússar tala um fas­ista í Úkra­ínu. Tækni­lega séð var fas­ismi aðeins til á Ítal­íu.  Ef maður opnar Soviet Encyclopedia, sem var aðal upp­slátt­ar­rit þess tíma, má lesa skýr­ingu á fas­isma. Þar eru sex skýr­ing­ar. Að minsta kosti fimm þeirra (of­sóknir á frjálsum félaga­sam­tök­um, ofsóknir gegn minni­hluta­hópum osfr.) eru það sem stjórn Pútíns er að gera! Rússar geta stýrt umræðu og áróðri á mjög áhrifa­ríkan hátt. Þeir nota orð úr sov­éskri for­tíð og rang­færa þau upp á stöð­una í dag.“

Maidan Leik­stjór­inn segir að bylt­ingin hafi verið þrí­þætt. Í fyrsta lagi and-ný­lendu­bylt­ing gagn­vart Rúss­landi, í öðru lagi and-­sóvésk bylt­ing gagn­vart sög­unni og í þriðja lagi hug­mynda­fræði­leg bylt­ing.

En hvað er að ger­ast í Úkra­ínu í dag?

„Í fyrsta lagi kem ég frá Kænu­garði, öllum sem lifðu í Sov­ét­ríkj­unum stendur þetta nærri því það eru nokkrir mik­il­vægir hlut­ir. Þessir árekstrar hugs­un­ar­hátta, eða með­vit­und­ar. Þetta er stríð  sem fjallar um rétt þræla til að verða þrælar aft­ur. Þetta fólk sem ver draum­inn um Sov­ét­rík­in, það dreymir í raun og veru um að verða þrælar aft­ur. Til að ein­hver frændi leysi vanda­mál þeirra. Lenin eða Vova frændi. Það fjallar um þetta.“

Á kvimynda­há­tíð­inni í Cannes mót­mæltir þú hand­töku kollega þíns kvik­mynda­leik­stjór­ans Oleg Sentsov frá Úkra­ínu sem var hand­tek­inn í mai í Sim­fer­opol af rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni FSB?

„Honum er haldið í fang­elsi mán­uðum saman á alger­lega ógrund­uðum ásök­un­um. Hann var pynt­aður og hótað kyn­ferð­is­of­beldi og lam­inn til játn­inga. Síðan var hann fal­inn í tær vikur þar til verstu örin hurfu. Hann er hug­rakkur maður og nú hafa þeir brotið tennur hans og fram­lengt fang­els­is­vist hans í Moskvu. Ég tel það afar mik­il­vægt að tala um Oleg Sentsov það er eina leiðin til að stuðla að frelsi hans og ann­ara.

Þeir sem hand­tóku hann og aðra eru , eins og Stalín­tím­an­um, að búa til absúrd ákærur sem hafa ekk­ert með raun­veru­leik­ann að ger­a.“

En verður myndin þín þá ein­hvern tíma sýnd í Rúss­landi?

„Já, ég mun bráðum setja hana á net­ið. Ég lít á hana sem fræðslu­mynd. Fólk þarf að sjá þetta.Hvað sem öllu líður hefur hún hlotið góðar mót­tök­ur. Af yfir hund­rað myndum sem voru sýndar í Cannes lenti hún fyrsta sæti gagn­rýnenda sem kom mér reyndar á óvart. Á sýn­ingum mynd­ar­innar hefur fólk klappað og einnig hrópað Slava Ukra­ina! Heiður til Úkra­ínu. Það er mjög áhrifa­ríkt að upp­lifa það.

Myndin endar á minn­ing­ar­at­höfn til heið­urs bar­áttu­fólki sem lét lífið á Mai­dan­torg­i.  Í löndum okkar er algengt að reisa minn­is­varða yfir óþekkta her­menn. Ég trúi því að hlut­irnir geti breyst ef hetj­urnar bera nöfn því við verðum að muna.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None