Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli

Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.

KR-svæði framtíðarinnar?
KR-svæði framtíðarinnar?
Auglýsing

Nýtt deiliskipu­lag KR-­svæð­is­ins við Frosta­skjól var sam­þykkt í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borgar í síð­ustu viku. Miklar breyt­ingar verða á svæð­inu ef skipu­lagið kemst til fram­kvæmda. Til stendur að reisa þar knatt­hús auk þess sem gert er ráð fyrir því að aðal­knatt­spyrnu­velli félags­ins verði snúið og um hund­rað íbúðir byggð­ar, með versl­un­ar- og atvinnu­hús­næði á jarð­hæð­um, í kringum hálfan völl­inn.

Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur skipu­leggur svæðið og mun fyr­ir­huguð upp­bygg­ing hús­næðis verða á þeirra veg­um. Eins og erki­fj­end­urnir í Val mun KR því geta nýtt ágóð­ann af fast­eigna­upp­bygg­ing­unni í þágu félags­ins, þó að upp­bygg­ingin við Frosta­skjól sé á mun minni skala en sú sem hefur átt sér stað á vegum Vals­manna á Hlíð­ar­enda og gert það félag að rík­asta íþrótta­fé­lagi á Íslandi.

Nokkuð bar á áhyggjum af bíla­stæða­skorti í kringum svæð­ið, í inn­sendum athuga­semdum íbúa í grennd­inni til skipu­lags­yf­ir­valda í borg­inni. Hús­fé­lögin við Meist­ara­velli 31, 33 og 35 sendu til dæmis inn erindi, þar sem því var komið á fram­færi að íbúar teldu að það þyrfti að „grafa dýpra og gera bíla­stæða­kjall­ara sem tekur 400 bíla undir KR svæð­in­u,“ nánar til­tekið undir knatt­spyrnu­vell­in­um.

„Með 400 stæða bíla­kjall­ara undir KR vell­inum væruð þið að hugsa til fram­tíðar en ekki til for­tíð­ar,“ sagði í umsögn eins íbúa á Meist­ara­völlum fyrir hönd hús­fé­lag­anna. Alls gerir deiliskipu­lags­til­lagan ráð fyrir því að 120 bíla­stæði verði inni á reitn­um, þar af 71 stæði í norð­vest­ur­hluta reits­ins, fjærst fyr­ir­hug­uðum íbú­ar­hús­um. Við nýju íbúð­ar­húsin er aðal­lega gert ráð fyrir bíla­stæðum í göt­unni.

Því segj­ast íbúar á Kapla­skjóls­vegi sem sendu inn athuga­semd hafa „miklar áhyggj­ur“ af. „Í dag er þegar lagt mjög þétt við allar aðliggj­andi götur KR-­svæð­is­ins þegar keppn­is­leikir fara fram, jafn­vel í merkt einka­stæði. Ómögu­legt er að skilja hvernig svona fá bíla­stæði til við­bótar við þau sem þegar eru eiga að þjóna þeim 100 íbúðum sem fyr­ir­hugað er að byggja sem og þjón­ust­unni og íþrótta­mann­virkj­unum öll­u­m,“ sagði í athuga­semd íbú­anna.

Sjá fyrir sér veru­lega íþyngj­andi umferð­ar­á­lag

Stjórnir tveggja hús­fé­laga við Flyðru­granda (2-10 og 12-20) sögð­ust svo telja að áætluð bíla­stæða­þörf væri „stór­lega van­met­in“ og að afleið­ing­arnar komi til með að verða þær „að skortur á bíla­stæðum og umferð­ar­á­lag verði veru­lega íþyngj­andi“ fyrir íbúa í hús­unum og annarri nær­liggj­andi byggð.

Mynd: Úr deiliskipulagstillögunni

Í athuga­semdum hús­fé­lag­anna var því einnig komið áleiðis að bygg­ing­ar­á­formin sem KR hefur í huga á lóð­inni séu „yf­ir­þyrm­andi“ og bent á að gert sér ráð fyrir sam­felldri 145 metra langri húsa­röð með­fram Flyðru­grand­anum og 140 metra langri húsa­lengju með­fram Kapla­skjóls­vegi. Sam­kvæmt deiliskipu­lags­til­lög­unni geta húsin að hámarki orðið 18,9 metra há þar sem þau eru hæst.

Auglýsing

„Í hús­unum tveimur við Flyðru­granda 2-20 eru um 140 íbúð­ir. Í hús­inu að Flyðru­granda 2-10 koma íbúar flestra íbúða sem snúa að KR-­svæði til með að horfa inn í þennan langa og him­in­háa hús­vegg. Íbúar þar munu algjör­lega tapa sýn á kenni­leyti til suð­urs bæði nátt­úru­leg og mann­gerð. Mun húsa­lengjan varpa alskugga á flestar þess­ara sól­ríku íbúða húss­ins í allt að þrjá mán­uði á tíma­bil­inu frá byrjun nóv­em­ber til loka jan­ú­ar,“ segir í athuga­semdum hús­fé­lag­anna við Flyðru­grand­ann.

Bíla­stæða­fjöldi í sam­ræmi við sam­göngu­mat

Á fundi umhverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­innar var í síð­ustu viku lagt fram skjal með ofan­greindum athuga­semdum og fleirum til, auk svara skipu­lags­yf­ir­valda borg­ar­innar við þeim. Hvað bíla­stæði varðar vís­aði borgin til þess í svörum sínum að unnið hefði verið sam­göngu­mat fyrir KR-­svæð­ið, sem til­greindi „þann bíla­stæða­fjölda sem er æski­legur skv. við­miðum borg­ar­innar um reglur um bíla- og hjóla­stæð­i.“

„Vissu­lega má til sanns vegar færa að eðli svæð­is­ins sem íþrótta­svæði er þannig að á vissum tímum mun mik­ill fjöldi gesta sækja svæð­ið. Á það helst við um íþrótta­við­burði en einnig aðra stærri við­burði, s.s. tón­leika og aðrar skemmt­anir og upp­á­kom­ur. Yfir­leitt er um að ræða við­burði sem standa yfir í nokkrar klukku­stundir og skapa umtals­verða umferð. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur umferð við og um svæðið og næsta nágrennis orðið umtals­verð og reynt á afkasta­getu inn­viða. Sam­göngumatið skil­greinir og leggur til að umsjón­ar­að­ilar KR og Reykja­vík­ur­borgar hafi til taks áætlun sem miðar að því að stjórna umferð og notkun inn­viða svæð­is­ins þegar stærri við­burðir fara fram. Á það t.d. við um hvar gestir geti lagt bif­reið­um, hvaða far­ar­mátar eru heppi­legir til að kom­ast að svæð­inu o.s.frv.. Með við­eig­andi skipu­lagi og upp­lýs­inga­gjöf má lág­marka álag sem við­burðir hafa á inn­viði og þjón­ustu­stig gatna­kerf­is­ins. Gestir geta verið hvattar til að nýta sér vist­væna ferð­máta til þess að nálg­ast við­burði og að vel sé skil­greint hvar mögu­legt sé að leggja öku­tækj­um, t.d. við skóla og aðrar opin­berar bygg­ingar sem eru yfir­leitt minna not­aðar þegar stærri við­burðir fara fram (stæði í borg­ar­land­i),“ segir í svari borg­ar­innar um bíla­stæða­mál­in, en Efla verk­fræði­stofa vann sam­göngumatið sem vísað er til.

Með því að búa í borg þá…

Athuga­semdum um að nýbygg­ing­arnar á KR-­svæð­inu myndu rýra útsýni ein­hverra íbúa í grennd­inni var svo flestum svarað með stöðl­uðum hætti.

Útsýni sumra íbúa í grenndinni yfir KR-svæðið skerðist verði tillögur KR að uppbyggingu að veruleika. En útsýnið úr sumum nýjum íbúðum verður beint yfir knattspyrnuvöll félagsins. Mynd: Úr deiliskipulagstillögu.

„Með því að búa í borg þá geta íbúar ávallt átt von á því að nán­asta umhverfi þeirra taki breyt­ingum sem haft geta í för með sér skerð­ingu á útsýni, aukið skugga­varp, umferð­ar­aukn­ingu eða aðrar breyt­ing­ar. Verði menn að sæta því að með almennum tak­mörk­unum þá geti hags­munir þeirra í ein­hverju verið skertir með slíkum breyt­ingum þar sem réttur íbúa til óbreytts útsýnis er ekki bundin í lög,“ sagði í svari borg­ar­innar við nokkrum athuga­semd­anna.

Íbúum var svo bent á að þeir gætu leitað réttar síns, ef þeir teldu skipu­lags­á­kvarð­anir borg­ar­innar vera að valda sér tjóni.

Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn sátu hjá

Við afgreiðslu deiliskipu­lags­ins var það sam­þykkt með fjórum atkvæðum full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisnar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði, en tveir full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks og full­trúi Vinstri grænna í ráð­inu sátu hjá.

Í bókun meiri­hluta­flokk­anna fjög­urra sagði meðal ann­ars að til­lög­urnar gerðu ráð fyrir stór­bættri íþrótta­að­stöðu fyrir hverf­ið, þær myndu fjölga íbúum og efla þannig verslun og þjón­ustu á svæð­inu. Bíla­stæða­málin væru svo í sam­ræmi við bíla­stæða­stefnu borg­ar­inn­ar.

Líf Magneu­dóttir full­trúi Vinstri grænna í ráð­inu sagð­ist fagna því að KR-ingar fengju betri íþrótta­að­stöðu, en sagði hins vegar „eitt og annað í útfærslu íbúða­hús­anna sem gæti farið bet­ur“ og kaus því að sitja hjá, þrátt fyrir að styðja hug­myndir að upp­bygg­ingu á þessu svæði.

Auglýsing

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, þau Hildur Björns­dóttir og Kjartan Magn­ús­son, sögð­ust fagna löngu tíma­bærri upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja fyrir KR en sögð­ust þó „harma“ að félagið þyrfti að „láta af hendi mögu­legt fram­tíð­ar­svæði til íþrótta­upp­bygg­ing­ar, svo fjár­magna megi fyr­ir­huguð mann­virki.“

„Betur færi á því að félagið fengi sams­konar stuðn­ing til upp­bygg­ingar aðstöðu og önnur hverf­is­fé­lög innan borg­ar­inn­ar,“ sögðu full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks, sem einnig und­ir­strik­uðu „mik­il­vægi þess að sjón­ar­miðum íbúa verði mætt, og að inn­viðir hverf­is­ins verði efldir svo vel megi taka á móti nýjum íbúum sem óhjá­kvæmi­lega munu fylgja upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis á svæð­in­u.“

Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í ráð­inu sagð­ist í bókun sinni taka undir margar athuga­semdir sem bár­ust frá íbúum í grennd­inni, um þrengsl oog skort á bíla­stæð­um. „Horfast verður í augu við raun­veru­leik­ann. Bíla­stæða­vandi er einnig í nær­liggj­andi göt­um. Skoða þarf að draga úr bygg­ing­ar­magni og fjölga bíla­stæð­u­m,“ sagði í bókun Kol­brún­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent