Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023

Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Auglýsing

Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands og leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins, hefur lagt til að atkvæða­greiðsla fari á ný fram um sjálf­stæði Skotlands þann 19. októ­ber á næsta ári.

Stur­geon til­kynnti í dag að hún myndi rita Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands bréf og óska eftir form­legu sam­þykki rík­is­stjórn­ar­innar fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni, en jafn­framt sagði hún að þrátt fyrir að það fáist ekki muni hún halda áætlun sinni til streitu.

Hæsti­réttur Bret­lands þarf þó að úrskurða um lög­mæti atkvæða­greiðsl­unnar áður en hún færi fram, fáist form­legt leyfi breska for­sæt­is­ráð­herr­ans ekki.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem segir í frétt BBC af þessum vend­ing­um, sem hafa legið í loft­inu um hríð, stefnir Stur­geon á að sama spurn­ing verði lögð fyrir skoskan almenn­ing og í atkvæða­greiðsl­unni sem fram fór árið 2014: Ætti Skotland að vera sjálf­stætt land?

Fram kemur í frétt BBC að Stur­geon hafi komið því á fram­færi í dag að ef hæsti­réttur telji að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla verði ekki lög­mæt án form­legs sam­þykkis bresku stjórn­ar­inn­ar, muni hún líta svo á að næstu þing­kosn­ingar í Bret­landi verði í reynd þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði.

Þegar kosið var um málið árið 2014 varð nið­ur­staðan sú að 55,3 pró­sent kjós­enda sögðu nei við sjálf­stæði, en 44,7 pró­sent sögðu já. Kosn­inga­þátt­taka var 84,6 pró­sent.

Fyrir og eftir þá atkvæða­greiðslu var gjarnan rætt um að með þjóð­ar­at­kvæð­inu skyldi málið verða lagt til hliðar um lengri tíma, en sjálf­stæð­is­sinnar hafa á und­an­förnum árum meðal ann­ars sagt að útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, sem naut lít­ils stuðn­ings í Skotlandi, hafi orðið til þess að til­efni sé til að leyfa Skotum að segja hug sinn til sjálf­stæðis á ný.

Nú stefnir Stur­geon á það, sem áður seg­ir, að atkvæða­greiðsla fari fram í októ­ber á næsta ári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent