Pyntuð. Nauðgað. Drepin.

Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.

Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Auglýsing

Þau eru drep­in, pyntuð og lim­lest, þeim rænt og nauðg­að. Þau eru látin taka þátt í vopn­uðum átökum og þvinguð í hjóna­bönd. Hrylli­legar afleið­ingar stríðs­á­taka á börn hafa aldrei verið meiri – ald­ar­fjórð­ungi eftir að alvar­leg brot gegn börnum í stríði voru stað­fest í skýrslu sem kynnt var á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Skýrslan fletti hul­unni af földum afleið­ingum átaka á börn og nið­ur­staðan var skugga­leg. Í henni var því lýst hvernig börn væru drep­in, svipt frelsi og tæki­færum til mennt­unar og heil­brigð­is­þjón­ustu. Hvernig þau væru beitt ofbeldi og notuð í vopn­uðum átök­um. Hvernig þau væru mark­visst svipt öryggi og vernd. Brotin nið­ur.

Kallað var eftir aðgerð­um. Að ofbeldi gegn börnum yrði stöðv­að. Í nýrri skýrslu UNICEF, barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna, er fjallað um þær aðgerðir sem ráð­ist var í og hver árang­ur­inn af þeim hefur ver­ið. Það er óhætt að segja að þótt hann sé ein­hver á ákveðnum svæð­um, þar sem stríð­andi fylk­ingar hafa skrifað undir sátt­mála þar um, er sú skelf­ing sem börn á átaka­svæðum búa við enn gríð­ar­lega mikil og hefur aldrei verið meiri. Alvar­leg brot gegn þeim skipta þús­und­um, jafn­vel tugum þús­unda, á hverju ári.

Auglýsing

Nið­ur­staða nýju skýrsl­unnar er að fjöldi brota gegn börnum í stríði hafi farið stig­vax­andi frá árinu 2005. Hann fór fyrst yfir 20 þús­und á ári árið 2014 og end­aði í 26.425 skráðum til­fellum árið 2020. Á tíma­bil­inu 2016 til 2020 var með­al­tal alvar­legra brota gegn börnum á átaka­svæðum 71 á dag. Og þar með er ekki öll sagan sögð því vissu­lega fara þessi brot oft­ast leynt og erfitt að festa nákvæm­lega fingur á umfang þeirra.

Á árunum 2005 til 2020 hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar stað­fest 266 þús­und alvar­leg brot gegn börnum á yfir 30 átaka­svæðum víðs vegar um Afr­íku, Asíu, Mið-Aust­ur­löndum og rómönsku Amer­íku.

Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það börn sem bera mestan skaða af vopn­uðum átök­um, segir í skýrsl­unni. Á árunum 2005-2020 voru stað­fest til­felli skráð um að:

  • 104.100 börn hafi verið ýmist drepin eða þau særst alvar­lega í stríðs­á­tök­um.
  • 93.000 börn hafi verið neydd til her­mennsku í stríðs­á­tök­um.
  • 25.700 börn hafi verið numin á brott af stríð­andi fylk­ing­um.
  • 14.200 börnum hafi verið beitt kyn­ferð­is­legu ofbeldi.
  • 13.900 skólar og sjúkra­hús hafi sætt árásum
  • 14.900 til­felli um að börnum sé mein­aður aðgangur að mann­úð­ar­að­stoð frá stríð­andi fylk­ing­um.

Skýrslan varpar ljósi á að brot gegn börnum eiga sér stað af hálfu allra aðila stríðs, bæði stjórn­ar­her­manna, upp­reisn­ar­manna og ann­arra stríð­andi fylk­inga þó meiri­hluti brota séu framin af hálfu upp­reisn­ar­manna. UNICEF bendir á í skýrsl­unni að þetta und­ir­striki mik­il­vægi þess að ná til allra aðila átaka, ekki aðeins stjórn­valda, til að tryggja vernd barna.

Í skýrsl­unni kemur fram að mörg börn verði fyrir ítrek­uðum brot­um. Þannig geti barn sem er numið á brott verið neytt til að gegna her­mennsku en líka sætt kyn­ferð­is­legu ofbeldi eða ann­ars konar lík­am­legu og and­legu ofbeldi.

Í Malí, svo dæmi sé tek­ið, var um helm­ingur þeirra sex­tíu stúlkna sem neyddar voru til her­mennsku á árunum 2017-2020 beittar kyn­ferð­is­of­beldi og margar þeirra þving­aðar til að að gift­ast ofbeld­is­mönn­un­um.

Börn á átakasvæðum eru hvergi örugg. Mynd: UNICEF

Af að minnsta kosti 6.411 börnum sem þvinguð voru til her­mennsku í Sýr­landi og Jemen á árunum 2013-2018 lét­ust að minnsta kosti 635 eða voru lim­lest í átökum sem þau voru látin taka þátt í.

Skýrslu­höf­undar benda einnig á að það að nota börn til að bera eða koma fyrir sprengjum hafi færst í vöxt. Slík mál hafa verið stað­fest í Afganistan, Írak, Sýr­landi, Jemen og Tjad á síð­ustu árum. Hryðju­verka­sam­tökin Boko Haram hafa notað tugi barna, oft­ast stúlk­ur, til að koma fyrir sprengi­bún­aði á átaka­svæðum í norð­aust­ur­hluta Níger­íu. Sam­tökin eru farin að nota þessa aðferð í fleiri löndum sem þau hafa komið sér fyrir í.

Börn verða einnig fyrir pynt­ingum á átaka­svæð­um. Í Írak, sem dæmi, hafa börn verið tekin af lífi eða lát­ist í kjöl­far pynt­inga, eftir að hafa verið sökuð um njósnir eða að vera hlið­holl and­stæð­ing­um. Í Kól­umbíu hafa börn verið drepin fyrir að strjúka úr haldi vopn­aðra hópa.

Í skýrsl­unni, sem byggir á margra ára grein­ingu og gögn­um, er lögð áhersla á að mark­miðið verði að setja vernd barna í for­grunn með því að virkja alla hlut­að­eig­andi, þar á meðal stríð­andi fylk­ing­ar, ríki, og Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna, og flýta aðgerðum í þá veru á öllum stig­um.

Auglýsing

Árásir á börn eru skýrt brot gegn alþjóða­lögum og alþjóð­legum mann­rétt­inda­sátt­mál­um. UNICEF krefst þess að stríð­andi aðil­ar, ríki og aðrir hlut­að­eig­andi virði skuld­bind­ingar sínar um að vernda börn í stríðs­á­tökum og að alþjóða­sam­fé­lagið beiti kröftum sínum og áhrifum í þágu frið­ar. Auk þess útlistar skýrslan hvern­ig:

  • Betur megi auka umönnun og við­bragðs­þjón­ustu fyrir börn sem þjást vegna stríðs.
  • Bæta megi gagna­öflun og grein­ingu til að bæta við­brögð og for­varn­ir.
  • Styðja megi betur við sér­staka starfs­hópa og eft­ir­lits­að­ila, s.k. Country Task Forces on Mon­itor­ing and Report­ing (CT­FMR).
  • Finna megi betri leiðir til að ná til allra hópa stríð­andi aðila til að koma á fót aðgerð­ar­á­ætlun um vernd barna í átök­um.

„Skýrsla þessi leggur spilin á borðið og sýn­ir, svo ekki sé um vill­st, að heims­byggðin fær fall­ein­kunn í að vernda börn gegn alvar­legum brotum í stríð­i,“ segir Catherine Russell, fram­kvæmda­stjóri UNICEF. „Al­var­leg brot gegn rétt­indum barna hefur víð­tæk áhrif á börn­in, fjöl­skyldur þeirra og sam­fé­lög. Við hrein­lega neitum að sam­þykkja brot gegn börnum sem óum­flýj­an­legan fylgi­fisk stríðs.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent