Kanadíski tónlistarmaðurinn Neil Young, er verulega ósáttur með að Donald Trump, sem tilkynnti um framboð sitt sem forsetaefni repúblíkana í gær, hafi notað lag Young, Rockin´ in the Free World, við kynninguna. Eftir að dóttir Trump hafði kynnt föður sinn inn hljómaði lagið á miklum hljóðstyrk, en Trump telur sig mikinn boðbera frelsis. Trump fékk hins vegar ekki leyfi hjá Young fyrir að nota lagið og umboðsmaður hans, Elliot Roberts, sagði við Time magazine að tónlistarmaðurinn væri þar að auki ósammála pólitískum skoðunum Trump. Hann styrður framboð Bernie Sanders, sem sækist eftir útnefningu sem forsetaefni demókrata, opinberlega.
Donald Trump, sem er heimsfrægur milljarðamæringur, tilkynnti um framboð sitt til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins klukkan þrjú í gær á fundi í Trump-turninum í New York. .Hann eyddi miklu púðri í að tala um samkeppni Bandaríkjanna við Kína og Mexíkó og ógnina sem Bandaríkjunum stafi af Íslamska ríkinu.
Ræða Trump hefur verið mikið í umræðunni frá því að hann tilkynnti um framboðið, enda skoðanir hans vægast sagt ekki allra.
https://www.youtube.com/watch?v=f0UB06v7yLY