New York Times: Ísland var náunginn í partýinu sem lá meðvitundarlaus af drykkju úti í horni

new-york-times-building-hed-2013.jpg
Auglýsing

Krónan gerði Íslandi kleift að bjarga sér í efna­hags­hrun­inu og er ástæðan fyrir þeim efna­hags­lega bata sem Íslend­ingar hafa upp­lifað á und­an­förnum árum. Þetta segja Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, leið­togar stjórn­ar­flokk­anna, í umfjöllun stór­blaðs­ins New York Times um íslenska efna­hags­hrunið og við­brögð stjórn­valda við því sem birt­ist í gær. Sig­mundur Davíð segir auk þess að fjár­magns­höftin sem sett voru í lok árs 2008, og stendur nú til að losa um, hafi virkað betur en nokkur hefði búist við. Þau séu hins vegar aug­ljós­lega ekki var­an­leg lausn fyrir íslenska hag­kerf­ið.

Ísland með­vit­und­ar­laust úti í horni



Í grein­inni er saga hruns­ins á Íslandi rakin í nokkuð ítar­legu máli. Þar segir að íslensku bank­arnir hafi orðið meira en tíu sinnum stærri en þjóð­ar­fram­leiðsla lands­ins og þegar að þeir hafi hrunið hafi allt efna­hags­kerfið hrunið með þeim.

Eitt af því sem Íslend­ingar hafi ákveðið að gera var að setja upp fjár­magns­höft. Grein­ar­höf­undur segir að rökin fyrir því hafi verið afar sterk. "Ef Banda­ríkin og Evr­ópu drukku sig full af ó­dýru fjár­magni, þá var Ísland náung­inn í partý­inu sem lá með­vit­und­ar­laus úti í horn­i".

Í kjöl­far hruns­ins hafi gengið fall­ið, með til­heyr­andi lækkun á raun­virði launa en jákvæðum áhrifum fyrir við­skipta­jöfnuð og leitt til minna atvinnu­leysi.  Í stað þess að skera blóð­ugt niður hafi verið staðið vörð um helstu inn­viði vel­ferð­ar­kerf­is­ins á Íslandi og skattar verið hækk­aðir til að verja þá stöðu. Þá hafi geng­is­fell­ingin gert landið ódýr­ara heim að sækja sem hafi hjálpað veru­lega til við að draga að ferða­menn. Auk þess hafi verið boðið upp á nið­ur­greiðslur á hús­næð­is­skuld­um. Svo hafi Ísland auð­vitað gert eitt­hvað sem fæst önnur lönd gerðu í kjöl­far banka­hruns­ins, að fang­elsa banka­menn fyrir efna­hags­glæpi.

Auglýsing

Allar þessar aðgerðir hafi skilað Íslandi á þann stað sem landið sé í dag, þar sem landið er að upp­lifa sitt lengsta sjálf­bæra hag­vaxt­ar­skeið með lágri verð­bólgu og kaup­mátt­ar­aukn­ingu.

Stóran hluta ástæð­unnar sé að finna í tekjum af auknum ferða­manna­straumi -fjöldi þeirra hefur tvö­fald­ast frá árinu 2006 - en einnig vegna þess að það var raun­hag­kerfi - sem bygg­ist á veiðum á fiski og vinnslu á orku - und­ir­liggj­andi á meðan að landið fékk tíma­bund­inn vott af geð­veiki og hélt að það gæti orðið alþjóð­legur bankarisi. Vegna þess­arra atvinnu­vega, sem búa til raun­veru­leg verð­mæti, virk­uðu fjár­magns­höftin mjög vel.

Rætt við sjö íslenska karl­menn, enga konu



Allir sem rætt er við í grein­inni, sjö íslenskir karl­menn en engin kona, virð­ast sam­mála um að fjár­magns­höftin séu hins vegar mjög til trafala í dag. ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að fjár­magns­höftin hafi virkað betur en nokkur hafi búist við. Þau séu hins vegar aug­ljós­lega ekki var­an­leg lausn fyrir íslenska hag­kerf­ið. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að síð­ustu ár hafi verið eins og opin kennslu­stund í umræð­unni um hvort að ríki eigi að hafa sinn eigin gjald­miðil og hvað það þýði að vera hluti af sam­eig­in­legum gjald­miðli sem leggi ekki efna­hags­lega stöðu þíns ríkis til grund­vall­ar. Bjarni segir hins vegar einnig að höftin skaði mögu­leik­ann á utan­að­kom­andi fjár­fest­ingu og skemmi fyrir raun­hag­kerf­inu.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru báðir á meðal viðmælenda New York Times. Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son eru báðir á meðal við­mæl­enda New York Times.

Guð­mundur Krist­jáns­son, kenndur við Brim, er einn þeirra sem rætt er við í grein­inni. Þar er hann sagður vera sjó­mað­ur, þótt farið sé yfir þau atvinnu­tæki sem hann, einn stærsti útgerð­ar­maður lands­ins, á. Guð­mundur segir meðal ann­ars frá því að hann hafi viljað fjár­festa í nýju skipi en ekki getað það vegna þess að hann gat ekki tekið lán erlendis og á Íslandi gat hann bara fengið lán­aðar krónur á mjög háum vöxt­um. Hann er einnig mjög gagn­rýnin á end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins, og sér­stak­lega við­skipta­bank­anna, en tveir þeirra hafa nú um nokk­urra ára skeið verið að mestu í eigu kröfu­hafa föllnu bank­anna. "Við erum eina landið sem lét brjál­aða vog­un­ar­sjóði eiga bank­anna okkar í sjö ár," segir Guð­mundur við New York Times.

Fleiri segja sögur af því hvernig höftin hafa haft áhrif á þá. Magnús Árni Skúla­son hag­fræð­ingur segir frá því þegar sonur hans vildi kaupa hluta­bréf í Apple fyrir ferm­ing­ar­pen­ing­anna sína en gat það ekki vegna hafta. Hluta­bréfin hafa síðan rúm­lega fjór­fald­ast í verði.

Sagt að samn­ingar við kröfu­hafa skili 400 millj­örðum



Að lokum er fjallað um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda til að losa höft. Þar segir frá því að sam­komu­lag hafi náðst við kröfu­hafa föllnu bank­anna sem geri það að verkum að hægt verði að ráð­ast í þá fram­kvæmd. Hér­lendis hefur heild­ar­um­fang þeirra eigna sem slita­búin munu gefa eftir til rík­is­sjóðs sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verið á reiki en sam­kvæmt New York Times er upp­hæðin um 400 millj­arðar króna. Ef sam­komu­lögin gangi ekki upp verði lagður á slita­búin stöð­ug­leika­skattur sem sé þeim mun dýr­ari.

Í grein­inni segir að þótt allir við­mæl­endur blaðs­ins virð­ist sam­mála um að það sé nauð­syn­legt að losa um höftin þá hafi aðgerðin einnig vakið ótta um hvað muni fylgja í kjöl­farið og hvort Ísland geti raun­veru­lega lifað af með eigin gjald­mið­il.



Sig­mundur Davíð og Bjarni segja báðir að íslenska krónan hafi gert Íslandi kleift að bjarga sér og ná þeim bata sem landið hefur náð eftir hrun­ið. Sumir við­mæl­endur New York Times eru hins vegar þeirrar skoð­unar að heim­ur­inn sé of stór og alþjóða­væddur til þess að lítil eyja með rúm­lega 320 þús­und íbúa geti verið með sinn eigin fljót­andi gjald­mið­il. "Það er brjál­æði fyrir okkur að vera áfram með eigin gjald­mið­il," segir stjórn­ar­for­maður Bogi Þór Sig­urodds­son, stjórn­ar­for­maður Johan Rönn­ing. Hann segir Íslend­inga þurfa aðra val­mögu­leika.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None