Neyslugleði ferðamanna aftur í eðlilegt horf

Hver ferðamaður sem kom til Íslands á tímum faraldursins eyddi mun meiri fjármunum hérlendis en á árunum áður, samkvæmt tölum um erlenda kortaveltu. Á síðustu mánuðum hefur neysla þeirra komist aftur í svipað horf og fyrir farsóttina.

Ferðamenn
Auglýsing

Neysla hvers ferða­manns á Íslandi hefur dreg­ist tölu­vert saman á síð­ustu mán­uðum og er hún nú með svip­uðu móti og hún var áður en heims­far­ald­ur­inn byrj­aði. Þetta kemur fram þegar mán­að­ar­legar tölur Seðla­bank­ans um erlenda korta­veltu eru bornar saman við tölur Ferða­mála­stofu um fjölda ferða­manna síð­ustu þrjú árin.

Banda­ríkja­menn og Bretar neysluglaðir

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um jókst neysla hvers ferða­manns tölu­vert eftir að far­ald­ur­inn hófst. Þetta sást vel þegar erlend korta­velta hér­lendis jókst hraðar en ferða­mönnum fjölg­aði í fyrra­vor, en þá voru ferða­menn­irnir fyrst og fremst frá Banda­ríkj­unum og Bretlandi.

Auglýsing

Fjár­mála­ráðu­neytið benti á þessa auknu neyslu­gleði ferða­mann­anna í fyrra, en í grein­ingu sinni sagði hún það ekki enn vera ljóst hvort neysla þeirra skýrð­ist af lengri dvöl þeirra eða breyt­ingu í sam­setn­ingu hóps komu­far­þega. Þó spáði ráðu­neytið því að með­al­neysla á hvern ferða­mann yrði nokkuð meiri ef hlut­fall Banda­ríkja­manna og Breta af komu­far­þegum héld­ist hátt.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Seðlabankinn og Ferðamálastofa.

Líkt og sjá má á mynd­inni hér að ofan hefur þó nokkuð dregið úr neyslu­gleði ferða­manna, ef hún er mæld sem erlend korta­velta á hvern komu­far­þega. Sam­kvæmt því eyddi með­al­ferða­mað­ur­inn á Íslandi 111 þús­undum króna í gegnum kortið sitt hér á landi í síð­asta mán­uði, en það er svipuð með­al­velta og var á meðal ferða­manna í jan­úar 2019 og 2020.

Til sam­an­burðar eyddi hver ferða­maður að með­al­tali um 330 þús­und krónum í jan­úar í fyrra. Á milli maí og sept­em­ber árin 2020 og 2021 nam korta­neysla hvers ferða­manns hins vegar að með­al­tali um 200 þús­undum króna.

Sam­hliða minni neyslu hvers ferða­manns hefur hlut­deild Banda­ríkja­manna og Breta af komu­far­þegum einnig lækk­að, en þeir hafa verið tæp­lega 40 pró­sent af öllum komu­far­þegum hingað til lands í vet­ur. Til sam­an­burðar voru þeir meira en helm­ingur allra komu­far­þega í fyrra­sum­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent