Niðurskurður veldur frávísunum og uppsögnum

verslo.jpg
Auglýsing

Vin­sæl­asti fram­halds­skóli lands­ins mun ekki geta tekið við fleiri en um 150 nýnemum haustið 2015, ef fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar verður sam­þykkt í núver­andi mynd. Verzl­un­ar­skóla Íslands hefur und­an­farin ár borist umsóknir hátt í 700 grunn­skóla­nema hvert sumar og hafa rúm­lega 300 nýnemar hafið skóla­göngu þar ár hvert.

Í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu á Alþingi er gert ráð fyrir að nem­endum sem stunda fullt nám í fram­halds­skóla fækki á næsta ári. Verzl­un­ar­skól­inn mun, líkt og aðrir skól­ar, þurfa að fækka í nem­enda­hópi sínum tölu­vert næsta haust. Ingi Ólafs­son, skóla­stjóri í Verzló, hefur áhyggjur af hversu hratt fækk­unin á að eiga sér stað.

„Núna á að fækka svo ársnem­endum til okkar svo mikið sem verður til þess að við getum ekki tekið eins marga inn á næsta ári. Þetta er vegna þess að skóla­árið fellur ekki saman við almann­aks­árið, og þá um leið fjár­laga­árið,“ segir Ingi. „Þegar við und­ir­bjuggum yfir­stand­andi skólaár vorum við í raun að plana helm­ing­inn af almann­aks­ár­in­u.“

Auglýsing

„Núna á að fækka svo ársnem­endum til okkar svo mikið sem verður til þess að við getum ekki tekið eins marga inn á næsta ári. Þetta er vegna þess að skóla­árið fellur ekki saman við almann­aks­árið, og þá um leið fjárlagaárið.“

Þessi skyndi­lega fækkun á fjölda nem­enda verður ekki fengin með því að vísa nem­endum úr skóla heldur verður að fækka í hópi nýnema sem fá skóla­vist á næsta ári, til að mæta vænt­an­leg­um lög­um.

„Það varð ákveðin skerð­ing á nem­enda­fjölda síð­ast­liðið sumar sem við gátum ekki brugð­ist við vegna þess hversu seint við fengum að vita af henni. Síðan verður enn frek­ari fækkun núna og við getum ekki brugð­ist við fyrr en næsta haust,“ segir Ingi enn frem­ur.

„Þannig að þeir nem­endur sem eru á fyrsta, öðru og þriðja ári, halda af sjálf­sögðu áfram á ann­að, þriðja og fjórða ár næsta vet­ur. Fækk­unin verður því alfarið í hópi nýnema.“

Nám í Versl­un­ar­skól­anum hefur um ára­bil verið vin­sæl­ast meðal ung­menna sem hyggja á fram­halds­nám eftir gunn­skóla. Alls ósk­uðu 699 nemar um skóla­vist í Versló fyrir vet­ur­inn 2014-2015 en aðeins 308 fengu skóla­vist.

Ingi segir gagn­rýn­ina ekki snúa að frum­varp­inu sem slíku, heldur því hversu hratt inn­leið­ing breyt­ing­anna á að eiga sér stað. Þessi hraða inn­leið­ing gæti allt eins orðið til þess að segja verði upp kenn­ur­um.

Segir sig sjálft að kennsla minnkar„Und­an­farin ár höfum við yfir­leitt verið að taka inn sirka tólf bekki en ef fjár­laga­frum­varpið fer óbreytt í gegn þá getum við ekki tekið inn nema hámark sex bekki. Það segir sig sjálft að um leið og við fækkum bekkjum um fimm til sex, þá minnkar kennslan,“ segir Ingi.

Hann kveðst enn ekki hafa lagst ­yfir það hvaða aðgerðir þurfi að fara í, enda haldi hann enn í von­ina um að breyt­ing verði gerð á þessu fyr­ir­komu­lagi. En, til þess gæti komið að segja verði upp kenn­urum vegna þessa.

„Það segir sig sjálft að um leið og við fækkum bekkjum um fimm til sex, þá minnkar kennslan.“

„Nema hægt sé að gera tíma­bundnar ráð­staf­anir því ári seinna þurfum við aftur á mörgum kennar­anna að halda aft­ur. Á meðan þetta kemur í svona stóru stökki þá er bara einn árgangur sem verður svona rosa­lega fámenn­ur.“

Þegar fjár­laga­frum­varp árs­ins 2015 er borið saman við fjár­lög árs­ins 2013 og 2014 sést að fram­lag til fram­halds­skóla hefur auk­ist nokkuð milli ára. Hluta þess­arar hækk­unar má rekja til þess að launa­lið­ur­inn í bók­haldi skól­anna hækk­aði eftir að fram­halds­skóla­kenn­arar sömdu um kjör sín síð­asta vor.

Ingi segir skól­ana að sjálf­sögðu fá launa­hækk­an­ir bætt­ar. „Skól­arnir hafa verið í svo miklu fjársvelti und­an­farin ár, svo það er reynt að bæta það aðeins upp, meira að segja umfram launa­hækk­an­ir. Það er meðal ann­ars gert með því að nem­endur sem eru 25 ára og eldri fá ekki vísa skóla­vist í bók­námi í fram­halds­skól­um. Þeir fjár­munir sem spar­ast við úthýs­ingu þess­ara nem­enda verða áfram í kerf­inu. Fram­lag til skól­anna á hvern ársnem­anda mun því hækk­a,“ segir Ingi.

Mark­miðið að útskrifa fleiri nemaÍs­land er með lægsta braut­skrán­ing­ar­hlut­fall af fram­halds­skóla­stigi af öllum OECD-lönd­un­um, og langt undir með­al­tali land­anna. Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta­mála­ráð­herra hefur sagt það vera eitt meg­in­mark­miða ráðu­neyt­is­ins til að ná umbótum í mennta­málum að hækka hlut­fall þeirra sem útskrif­ast úr fram­halds­skólum á réttum tíma. Mark­miðið er að árið 2018 verði hlut­fall nem­enda sem útskrif­ast á réttum tíma 60 pró­sent.

Versl­un­ar­skól­inn hefur eitt besta braut­skrán­ing­ar­hlut­fall af íslenskum fram­halds­skólum enda hafa vin­sældir skól­ans valdið því að með­al­ein­kunn nýnema í skól­anum úr grunn­skóla er sú hæsta á Íslandi (9,06). Þá má gera ráð fyrir að bekkja­fyr­ir­komu­lag skól­ans auki líkur þess að nem­endur tolli í námi og braut­skrá­ist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None