Niðurstaða um þjóðarhöll kynnt á föstudag

Ríki og borg hafa komist að niðurstöðu um hvort þjóðarhöll fyrir inniíþróttir rísi í Laugardal. Hún verður kynnt í borgarráði á fimmtudag og fyrir ríkisstjórn á föstudag. Í kjölfarið fær almenningur að vita hvort ráðist verður í framkvæmdina.

Það styttist í að fyrir liggi hvort ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum eða ekki.
Það styttist í að fyrir liggi hvort ný þjóðarhöll rísi í Laugardalnum eða ekki.
Auglýsing

Síð­ustu daga, sér­stak­lega um liðna helgi, áttu sér stað stíf sam­töl milli for­svars­manna Reykja­vík­ur­borgar og ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands um hvort ráð­ist yrði í bygg­ingu svo­kall­aðrar þjóð­ar­hallar í Laug­ar­dal. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, hafði gefið rík­inu frest fram í byrjun maí til að leggja fram fé í verk­efn­ið. Næð­ist það ekki myndi borgin taka tvo millj­arða króna sem hún hefur sett til hliðar fyrir það og nota þá til að byggja nýtt íþrótta­hús fyrir iðk­endur Þróttar og Ármanns í Laug­ar­dal. 

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Dagur að nið­ur­staða liggi fyr­ir. Hún verði kynnt í borg­ar­ráði Reykja­víkur á fimmtu­dag og í rík­is­stjórn á fundi hennar á föstu­dag. Í kjöl­farið verður sú nið­ur­staða gerð opin­ber. Hann vill ekki greina frá henni sem stend­ur.

Gæti kostað hátt í níu millj­arða

Laug­ar­dals­höllin hefur verið heim­ili lands­liða Íslands í körfu­bolta og hand­bolta í ára­tugi. Hún er barn síns tíma og er rekin á und­an­þágu þar sem hún upp­fyllir ekki alþjóð­lega staðla. 

Til að upp­­­­­fylla alþjóð­­­legar kröfur þarf að byggja nýtt mann­­­virki. Ver­kís verk­fræð­i­­­stofa var fengin til þess að gera kostn­að­­­ar­­­mat á bygg­ingu mann­­­virkis á sínum tíma  ásamt því að leggja mat á rekstr­­­ar­­­kostn­að. Heild­­­ar­­­kostn­aður við bygg­ingu þjóð­­­ar­­­leik­vangs fyrir inn­­i­í­­­þróttir var áætl­­­að­ur á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­­­arðar króna. Mun­­­ur­inn fólst í því hvort húsið eigi að taka fimm þús­und eða 8.600 áhorf­end­­­ur. 

Auglýsing
Vilji hefur verið fyrir því að byggja þetta mann­virki, svo­kall­aða þjóð­ar­höll, í Laug­ar­dalnum þar sem aðrir þjóð­ar­leik­vangar eru sem stend­ur. 

Á sama tíma er sú staða uppi að gríð­ar­lega fjöl­mennar iðk­enda­deildir hverf­is­fé­lag­anna Þróttar og Ármanns eiga ekk­ert íþrótta­hús. Mik­ill þrýst­ingur hefur verið frá félög­unum og íbúum hverf­is­ins um að ráða þar bót á. Hug­myndin um þjóð­ar­höll felur í sér að þau félög gætu nýtt hana undir sína starf­semi og þannig yrðu tvö úrlausn­ar­efni leyst með einni fram­kvæmd. Sá hagur á að vera á þeirri leið fyrir Þrótt og Ármann að í þjóð­ar­höll verði fjórir æfinga­vellir fyrir börn og ung­menni en í íþrótta­húsi fyrir félögin yrðu vell­irnir tveir.

Borg­ar­stjóri gaf tíma­frest

Ráða­menn þjóð­ar­innar hafa ítrekað lofað því að ráð­ist yrði í verk­efn­ið, sem yrði að vera sam­vinnu­verk­efni ríkis og borg­ar. Ásmundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, sagði í des­em­ber síð­ast­liðnum að hans hugur stæði til þess að á þessu kjör­tíma­bili yrði hægt að fara á heima­leiki á nýjum þjóð­ar­leik­vang­i. 

Svo gerð­ist lítið sem ekk­ert, þangað til á opnum íbúa­fundi borg­ar­stjóra í Laug­ar­nes­skóla 2. mars síð­ast­lið­inn. Þar sagði Dagur að Reykja­vík­­­ur­­borg hefði tekið frá fjár­­muni í upp­­­bygg­ingu íþrótta­húss og að hún héldi því enn opnu hvort þeim yrði best varið í þjóð­­ar­höll eða í sér­­stakt íþrótta­hús. Skil­yrðið væri að pen­ing­­arn­ir, um tveir millj­­arðar króna, myndu nýt­­ast fyrir börn og ung­­menni í Laug­­ar­­dal. 

Borg­­ar­­stjór­inn sagði á fund­inum að því yrði gefin mjög skammur tími að láta á þetta reyna. „Við erum búin að taka frá pen­inga fyrir öðrum hvorum kost­in­­um. Þannig að það verður að skýr­­ast á þessu vori, og ég hef rætt það síð­­­ast í gær við fleiri en einn ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands, að ríkið ætli sér raun­veru­­lega að fara í þetta og setji pen­ing á borð­ið. Ef að það ger­ist ekki þá förum við í sér­­stakt hús fyrir Þrótt og Ármann.“ 

Hann fékk spurn­ingu úr sal um hversu skammur tími yrði gefin og sagði að slaki yrði gef­inn fram að birt­ingu nýrrar fjár­­­mála­á­ætl­­unar rík­­is­­stjórn­­­ar­innar fyrir árin 2023-2028.  „Ég segi að ef það verða ekki pen­ingar í þetta þar þá meina þau ekk­ert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þarf þetta að liggja fyr­­ir. Ann­­ars legg ég til­­lögu fyrir borg­­ar­ráð 5. maí.“

Ekki var gert ráð fyrir sér­stökum fjár­munum í upp­bygg­ingu þjóð­ar­leik­vanga í áætl­un­inni þegar hún var birt í lok mar­s. 

Bjarni vildi að borgin borg­aði meira

Þann 24. apríl mætti Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, svo í útvarps­þátt­inn Sprengisand á Bylgj­unni. Þar gagn­rýndi hann Reykja­vík­ur­borg harð­lega fyrir hennar afstöðu í þjóð­ar­hall­ar­mál­inu. „Mér finnst töl­urnar sem REykja­vík hefur verið að nefna í þessu sam­bandi mjög lág­ar. Tveir millj­arðar í hús sem gæti kostað sjö til níu millj­arða sem mér finnst ekki há fjár­hæð. Garða­bær var að reisa íþrótta­mann­virki um dag­inn sem kost­aði fjóra millj­arða.“

Bjarni sagði að það væri sinn skiln­ingur að borgin hefði ákveðið að for­gangs­raða með öðrum hætti. „Ég verð að segja að ég varð eig­in­lega hálf orð­laus eftir að stofnað hafði verið hluta­fé­lag til að ræða þetta, að hafa verið í góðri trú um að við værum að fara að ræða ein­hverja alvöru kostn­að­ar­skipt­ingu. Þá var það þannig sem sá fundur end­að­i.“

Nú liggur fyrir nið­ur­staða í mál­inu sem verður kynnt á föstu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent