Níu fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fengu tíu milljónir í styrki

Tvö ráðuneyti veita landsbyggðarfjölmiðlum sérstaka styrki. Þeir eru liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði. Þeim miðlum sem fengu styrki fækkaði um tvo milli ára.

Það eru ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem greiða út styrkina.
Það eru ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem greiða út styrkina.
Auglýsing

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti til­kynnti í lok síð­ustu viku að það hefði úthlutað styrkjum til níu einka­rek­inna stað­bund­inna fjöl­miðla utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þetta er í annað sinn sem styrkj­unum er úthlutað en Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, ákvað hinn 1. sept­em­ber í fyrra að veita stað­bundnum fjöl­miðlum utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins styrk úr byggða­á­ætl­un. Sam­kvæmt henni var gert ráð fyrir að veita árlega fimm millj­ónum króna til að efla stað­bundna fjöl­miðla, sam­tals 25 millj­ónum krónur á fimm árum.

Síðan þá hefur sú upp­hæð verið hækkuð með því að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur einnig lagt til styrkt­ar­fé. Í ár var upp­hæðin sem úthlutað var til að mynda tvö­falt það sem hún var í fyrra, alls tíu millj­ónir króna.

Þiggj­endum fækk­aði um tvo

Ell­efu sóttu um styrk­ina en tveir umsækj­enda upp­fylltu ekki skil­yrði úthlut­un­ar. Þeir níu sem það gerðu skiptu því með sér tíu millj­ónum króna með þeim hætti að átta fengu 1.150.344 krónur í sinn hlut en einn fékk 797.250 krón­ur. 

Auglýsing
Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins segir að mark­mið styrkj­anna sé að efla starf­semi fjöl­miðl­anna sem gegna mik­il­vægu hlut­verki„ við að tryggja aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum um menn­ing­ar- og sam­fé­lags­mál og styðja með þeim hætti við lýð­ræð­is­þátt­töku og menn­ing­ar­starf.“ Auk þess séu styrkirnir liður í aðgerðum byggða­á­ætl­unar um efl­ingu fjöl­miðl­unar í hér­aði.

Helm­ingur styrkj­anna, fimm millj­ónir króna, kom af þeim fjár­munum sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið hefur til umráða og hinn helm­ing­ur­inn kom frá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu.

Í fyrra fengu ell­efu fjöl­miðlar styrka­greiðsl­urnar þegar þeim var deilt út, og fækka þeim því um tvo. 

Úthlutun styrkja 2021:

  • Akur­eyr­i.­net (Eigin herra ehf.) 797.250 kr.
  • Aust­ur­frétt (Út­gáfu­fé­lag Aust­ur­lands ehf.) 1.150.344 kr.
  • Eyj­ar.­net (ET miðlar ehf.)                            1.150.344 kr.
  • Jök­ull (Stein­prent ehf.)                                   1.150.344 kr.
  • Skessu­horn (Skessu­horn ehf.)                    1.150.344 kr.
  • Strand­ir.is (Sýslið verk­stöð ehf.)                   1.150.344 kr.
  • Tíg­ull (Let­ur­stofan sf.)                                      1.150.344 kr.
  • Viku­blaðið (Út­gáfu­fé­lagið ehf.)                      1.150.344 kr.
  • Eyja­fréttir (Eyja­sýn ehf.)                             1.150.344 kr.

Einka­reknir miðlar skipta með sér 400 millj­ónum árlega

Rekstr­­ar­um­hverfi fjöl­miðla hefur verið mikið í umræð­unni árum sam­an, enda hefur það orðið erf­ið­­ara með hverju árinu. Í júní var greint frá því að frá árinu 2013 og fram til síð­­­ustu ára­­mót hafi þeim sem starfa á fjöl­miðlum fækkað um úr 2.238 í 731. Frá árinu 2018 hefur þeim fækkað um 45 pró­­sent.

Þessi veik­ing á fjöl­miðlum spilar inn í það að Ísland hefur hríð­­fallið í vísi­­tölu Blaða­­manna án landamæra, sem mæla fjöl­miðla­frelsi í heim­in­­um. Ísland situr nú í 16. sæti á þeim lista en hin Norð­­ur­lönd­in, þar sem umtals­vert er stutt við fjöl­miðla, raða sér í fjögur efstu sæt­in. 

Eina almenna aðgerðin sem gripið hefur verið til vegna þessa er inn­­­leið­ing styrkja til einka­rek­inna fjöl­miðla, fyrst sem hluta af kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­að­­gerðum stjórn­­­valda í fyrra, og svo með sam­­þykkt laga sem greiða fyrir því að tæp­­lega 400 millj­­ónum króna verði skipt á milli allra einka­rek­inna fjöl­miðla árlega. Um er að ræða end­­ur­greiðslu á hluta af rit­­stjórn­­­ar­­kostn­aði og fer þorri upp­­hæð­­ar­inn­­ar, næstum tvær af hverjum þremur krón­­ur, til þriggja stærstu fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja lands­ins. Lög um þær styrkja­greiðslur gilda út næsta ár.

Til við­bótar hefur svo verið gripið til greiðslu áður­nefndra sér­tækra styrkja til fjöl­miðla á lands­byggð­inni.

Kjarn­inn er á meðal þeirra fjöl­miðla sem þiggja rekstr­­ar­­styrki úr rík­­is­­sjóði og fékk 14,4 millj­­ónir króna við síð­­­ustu úthlut­un. Þau fyr­ir­tæki sem hér eru til umfjöll­unar eru sam­keppn­is­að­ilar Kjarn­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent