Vefsíðan boredpanda birti nýverið 74 hrollvekjandi ljósmyndir af áhrifum mengunar á dýralíf og náttúru jarðarinnar í tilefni af Jarðardeginum. Hér er ekki um svokallað „skúbb“ að ræða, því flestir vita að mannskepnan getur gert mun betur í að vernda umhverfið, en myndirnar eru vissulega áhrifamiklar.
Samkvæmt umfjöllun boredpanda framleiðir hver einstaklingur í vestrænum ríkjum jarðarinnar í dag tæp tvö kíló af rusli á hverjum degi, samanborið við rúm átta hundruð grömm árið 1960. Íbúafjöldi jarðarinnar er nú um 7,3 milljarðar, en miðað við þróun fólksfjölgunarinnar síðustu ár, gera áætlanir ráð fyrir að íbúafjöldi plánetunnar nálgist 15 milljarða eftir 64 ár.
Allavega, hér að neðan má skoða nokkrar myndir sem boredpanda birti til að vekja athygli á mengun jarðarinnar. Við erum nokkuð viss að þær muni vekja þig til umhugsunar.
Fugl í olíubrák.
Ungur drengur sem daglega safnar endurvinnanlegu plasti til að brauðfæða fjölskyldu sína.
Skjaldbaka með mjótt mitti vegna gúmmíteygju.
Fugl í heimagerðri regnkápu.
Olíubornar mörgæsir.
Fjölskylda í huggulegri gönguferð á ströndinni.
„Heima er best“
...eða ekki.
Og svo loks ein rómantísk.