Alls eru 41,6 prósent Íslendinga vilja að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu en 42,5 prósent þeirra eru andvígir þeirri stöðu. 15,9 prósent taka ekki afstöðu til málsins. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki daganna 30. mars til 7. apríl 2015. Í könnuninni var spurt: Vilt þú að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu?
Ef aðeins eru skoðuð svör þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar þá eru 50,5 prósent svarenda andvígir því að Ísland sé umsóknarríki Evrópusambandsins en 49,5 prósent fylgjandi því. Alls tóku 891 afstöðu gagnvart spurningunni og sögðustu níu fleiri vera andvígir en fylgjandi.
Vert er að taka fram að niðurstaðan er innan vikmark, sem eru 3,3 prósent, og því ekki marktækur munur á afstöðu aðspurðra.
Hægt er að lesa samantekt um niðurstöður könnunarinnar hér.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tilkynnti Evrópusambandinu bréfleiðis í síðasta mánuði að Íslandi væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu. Málið fór ekki fyrir Alþingi áður en bréfið var sent. Evrópusambandið skildi bréf Gunnars Braga ekki þannig að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.