Nýjasta nýtt í eftirlíkingabransanum

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Hefur þú ein­hvern tíma keypt eft­ir­lík­ingu af úri, háls­bindi, hand­tösku, sól­gler­augum eða ein­hverju öðru sem þú veist að er ekki ekta? Mjög margir geta ugg­laust svarað þess­ari spurn­ingu ját­andi og enn fleiri hafa kannski keypt eitt­hvað í þeirri trú að um ekta vöru sé að ræða. Eft­ir­lík­inga „iðn­að­ur­inn“ á sér langa sögu, einkum í Asíu. Und­an­farið hafa danskir banka­menn margoft séð ann­ars konar eft­ir­lík­ingar sem ferða­langar frá Asíu hafa reynt að koma í verð.

Starfs­maður í Jyske bank í mið­borg Kaup­manna­hafnar sperrti eyrun og leit af tölvu­skjánum þegar hann heyrði óvenju­legt hljóð, eins og hringl í pen­ing­um. Sá þá að lág­vax­inn maður af asískum upp­runa var að rog­ast inn í afgreiðsl­una með, að því er virtist, þungan poka­skjatta á bak­inu. Þeir sem slíka poka bera eru iðu­lega á ferð­inni í des­em­ber, rauð­klæddir og grá­skeggj­að­ir. Þessi poka­beri var ekki þannig klæddur og auk þess var þetta í apr­íl.

Mað­ur­inn með pok­ann gekk rak­leitt að sér­stakri vél sem tekur við og telur smá­mynt og byrj­aði að tæma úr pok­an­um. Banka­mann­inum sýnd­ist pen­ing­arnir allir vera danskir 10 krónu pen­ingar og eftir að hafa ráð­fært sig við yfir­mann hringdi starfs­mað­ur­inn í lög­regl­una sem var fljót á stað­inn en beið átekta fyrir utan. Þegar mað­ur­inn fór með kvitt­un­ina úr taln­inga­vél­inni til gjald­ker­ans greip lög­reglan inn í og hand­tók mann­inn. Starfs­fólk bank­ans taldi strax að 10 krónu pen­ing­arnir úr pok­an­um, sem voru 3 þús­und tals­ins, væru „heima­til­bún­ir“ og þegar lög­reglan leit­aði á hót­el­her­bergi sem poka­mað­ur­inn (frá Suð­ur­-Kóreu) leigði kom í ljós að hann hafði skipt álíka mörgum pen­ingum í nokkrum öðrum bönkum í Kaup­manna­höfn án þess að vekja eft­ir­tekt.

Auglýsing

Danska 10 krónu myntin. Danska 10 krónu mynt­in.

Ekki eins­dæmi



Þessi saga er ekki eins­dæmi. Á und­an­förnum mán­uðum hefur danska lög­reglan margoft haft hendur í hári manna sem komið hafa með mikið magn smá­mynt­ar, einkum 20 krónu pen­inga (20 danskar krónur eru rúm­lega 400 íslenskar) en einnig smærri mynt, allt niður í 10 aura.

Lang­flestir þess­ara manna eru Kín­verjar en einnig frá öðrum Asíu­löndum og nokkrir Serbar hafa verið hand­teknir hér í Dan­mörku vegna sömu iðju. Fyrir nokkrum dögum var Kín­verji dæmur í 18 mán­aða fang­elsi í Bæj­ar­rétt­inum hér í Kaup­manna­höfn, sá hafði komið í danska Seðla­bank­ann (af öllum stöð­um) og reynt að skipta þar 75 þús­und dönskum krónum í 20 krónu pen­ingum í seðla.

Danska 20 króna myntin. Danska 20 króna mynt­in.

Skraut­legar skýr­ingar



Þegar kemur að því að útskýra hvernig á því standi að við­kom­andi hafi kom­ist yfir þessa pen­inga skortir ekki skraut­legar skýr­ing­ar, sumar í anda Munchausens bar­óns sem krítaði lið­ugt þegar hann sagði frá afrekum sín­um. Einn sagð­ist bara hafa gengið fram á marga poka af smá­pen­ingum þegar hann var að fylla lungun lofti, eins og hann orð­aði það. Annar sagði að vinur sinn keypti gömul bíl­hræ og úr sér gengnar þvotta­vélar frá Evr­ópu og það væri, að sögn vin­ar­ins, aldeilis með ólík­indum hvað leynd­ist í þessu gamla dóti sem Evr­ópu­búar væru að losa sig við. Sá þriðji sagði að sig hefði dreymt til­tek­inn stað og fyrir for­vitni sakir fór hann þangað og viti menn: þar beið dönsk mynt í stórum haug. Danska lög­reglan hefur sam­visku­sam­lega skráð allar þessar frá­sagn­ir, eins og vera ber. Einn af yfir­mönnum lög­regl­unnar sagði að sumar þess­ara frá­sagna fengju örugg­lega inni í bók­inni „Skemmti­sögur úr starfi lögregl­unn­ar“ ef sú bók yrði ein­hvern­tíma skrif­uð.

Af hverju danskir pen­ing­ar?



Danskir mynt­sér­fræð­ingar og lög­reglan hafa reynt að geta sér til um ástæður þess að asískir „mynt­fram­leið­end­ur“ beina kröftum sínum að danskri mynt. Sér­fræð­ing­arnir segja að dönsk mynt sé ein­fald­ari í fram­leiðslu en t.d breska mynt­in, evru­myntin sé mjög flókin að gerð og því mikil kúnst að fram­leiða hana „í bíl­skúrn­um.“ Að fram­leiða seðla er mjög flókið og slík fram­leiðsla dæmd til að mis­takast að sögn sér­fræð­inga. Tals­maður lög­reglu sagði í við­tali að asíu­menn­irnir geri sér ekki grein fyrir smæð Dan­merk­ur, hér frétti allir allt nán­ast sam­dæg­urs. Að maður hafi komið með fals­aða pen­inga í banka á Skagen nyrst á Jót­landi frétt­ist strax um allt land.

Hvernig sést hvort mynt er fölsuð?  



Lög­reglan og sér­fræð­ingar danska Seðla­bank­ans vilja ekki segja í smá­at­riðum frá aðferðum til að greina hvort mynt sé fölsuð. Ein þeirra aðferða sem sér­fræð­ingar nota er að leggja pen­ing­ana í bleyti í sér­staka efna­blöndu og enn fremur að slípa yfir­borð pen­ing­anna. Þá sést hve mik­ill þrýst­ingur er not­aður til að þrykkja (stansa) mynt­ina, sem líka hefur áhrif á þyngd pen­ing­anna. Margar fleiri aðferðir eru líka not­aðar til að ganga úr skugga um hvað sé ekta og hvað ekki.

Á annan tug asískra manna dúsa nú í grjót­inu hér í Dan­mörku, sumir afplána dóma sem þeir hafa hlotið vegna til­rauna til mynt­sölu, aðrir bíða dóms vegna svip­aðra mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None