Nýr vísindaráðherra Danmerkur telur guð hafa skapað heiminn og kallar svart fólk "negra"

larsen.jpg
Auglýsing

Þegar Esben Lunde Larsen, sem var í síð­ustu viku skip­aður nýr ráð­herra mennt­unar og vís­inda í Dan­mörku, var spurður af því í við­tali við Jyllands-Posten í síð­ustu viku hvort mað­ur­inn væri kom­inn af öpum svar­aði hann: „Ég held að það sé skap­andi guð að baki því“. Hann sagð­ist hins vegar ekki hafa hugsað mikið út í það hvernig guð hafi farið að því að skapa mann­inn.

Larsen sagð­ist einnig vera þeirrar skoð­unar að guð hefði skapað flest allt annað sem til er í heim­in­um. „Hvernig það var búið til er skýrt ann­ars vegar í bibl­í­unni og hins vegar með vís­ind­um,“ sagði Larsen.

Ummælin hafa valdið miklu fjaðrafoki í Dan­mörku og margir gagn­rýnendur benda á að Larsen muni meðal ann­ars hafa yfir­um­sjón með rann­sókn­um, vís­indum og mennt­un. Það sé ótækt að maður sem hafni vís­inda­legum skýr­ingum á til­urð manns­ins og heims­ins alls sinni slíku starfi. Sam­fé­lags­miðlar hafa bók­staf­lega logað vegna máls­ins. Larsen, sem er frá svæði nálægt Rinkøbing, sem oft er nefnt danska bibl­íu­belt­ið, er strang­trú­að­ur.

Auglýsing

Í umfjöllun Politi­ken um málið hafa við­mæl­endur bent á að ráð­herra vís­inda geti ekki aðhyllst sköp­un­ar­kenn­ing­una. Í því felist svo mikil þver­sögn að hún sé ekki boð­leg. Kristeligt Dag­blad tekur hins vegar upp hansk­ann fyrir Larsen og segir gagn­rýn­ina á hann vera ómak­lega. Hún sýni fram á mikla van­þekk­ingu gagn­rýnenda á bæði mót­mæl­enda­trú og hinu vís­inda­lega sam­fé­lagi.

Sýnd mynd af Adam og Evu og apaÍ gær mætti Larsen svo í sjón­varps­við­tal hjá danska rík­is­út­varp­inu, DR. Þar sýndi spyrill­inn honum mynd af Adam og Evu ann­ars vegar og apa hins vegar og bað ráð­herr­ann um að segja áhorf­endum hvor myndin væri af for­feðrum manns­ins. Larsen lenti í tölu­verðum vand­ræðum með að svara spurn­ing­unni með skýrum hætti. Hægt er að sjá upp­töku af við­tal­inu hér.

Larsen hefur svarað fyrir ásak­an­irnar víðar und­an­farna daga. Í skrif­legu svari til vefs­ins videnska­b.dk, sem birt var í gær, seg­ist hann aldrei hafa litið á sig sem sköp­un­ar­sinna. Þar segir hann að hafi ein­hver hafi þá skoðun að guð hafi skapað heim­inn þá sé það trú, ekki vís­indi. Hann segir þróun heims­ins frá stóra hvelli hins vegar vera vís­inda­lega stað­reynd.

Vill kalla svart fólk "negra"Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Larsen lendir í vand­ræðum fyrir ummæli sín í við­tölum við Jyllands-Posten. Í jan­úar 2014 sagði hann við blaðið að hann vildi kalla svart fólk „­negra“. Það væri orð sem hann teldi að næði rétti­lega yfir kyn­þátt þeirra sem væru svartir á hör­und. Auk þess vildi Larsen með þessu  mót­mæla því sem hann kall­aði pólítíska rétt­hugs­un.

Larsen vildi hins vegar ekki svara því í við­tal­inu hvort hann myndi tala um Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, sem fyrsta „negrann“ til að gegna því starfi.

Sökum þess hversu umdeilur Larsen er þá vakti það tölu­verða athygli þegar Lars Løkke Rasmus­sen, nýr for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, ákvað að gera hann að ráð­herra í nýrri minni­hluta­stjórn sinni í lok júní. Sér­stak­lega þar sem stjórn hans er veik og þarf að treysta mjög á stuðn­ing ann­arra flokka á þingi við að koma stefnu­málum sínum í gegn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None