Hlutabréfakrísa í Kína: Eftir 150 prósent hækkun þá hríðfellur hlutabréfaverð

stock.jpg
Auglýsing

Örfáum mín­útum eftir opnun hluta­bréfa­mark­aða í Kína í dag tók verð að hríð­falla og lækk­uðu helstu hluta­bréfa­vísi­tölur mark­að­ar­ins um allt að átta pró­sent. Á innan við tíu mín­útum höfðu hluta­bréf í fleiri en þús­und fyr­ir­tækjum lækkað um meira en tíu pró­sent og voru við­skipti með bréfin stöðv­uð, sam­kvæmt reglum kín­versku kaup­hall­ar­innar um sjálf­virka stöðvun við­skipta við verð­fall. Um 1.400 fyr­ir­tæki, sem telja ríf­lega helm­ing allra fyr­ir­tækja á kín­verska mark­að­in­um, ósk­uðu eftir frestun frek­ari við­skipta til þess að koma í veg fyrir verð­hrun á mark­aðsvirði sínu. Við lokun mark­aða höfðu vísi­tölur lækkað um fimm til sjö pró­sent.

Mikið hefur verið um að vera á kín­verskum hluta­bréfa­mark­aði und­an­farnar vik­ur og verð verið í frjálsu falli, mest á allra síð­ustu dög­um. Kín­versk stjórn­völd hafa á síð­ustu vikum reynt hvað þau geta til þess að ýta undir hluta­bréfa­verð, meðal ann­ars með lækkun stýri­vaxta, reglu­breyt­ingum sem eiga að draga úr hvata til þess að selja hluta­bréf og nú síð­ast beinum kaupum á hluta­bréf­um. Aðgerð­irnar hafa dugað skammt og sölu­þrýst­ingur á mark­að­inum hefur verið gríð­ar­leg­ur. Kín­verskir eft­ir­lits­að­ilar segja skelf­ing­ar­á­stand fjár­festa órök­rétt og róa nú öllum árum að stöð­ug­leika á hluta­bréfa­mark­að­in­um.

Auglýsing


Í síð­asta mán­uði stóð verð hluta­bréfa á mark­að­inum í Sjang­haí í hæstu hæðum og hafði ekki verið hærra í sjö ár. Hluta­bréf höfðu hækkað um rúm­lega 150 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum en hafa nú fallið um 30 pró­sent á síð­ustu þremur vik­um. Þar af nemur lækk­unin 12 pró­sentum á síð­ustu viku. Verð­lækkun upp á þrjá­tíu pró­sent jafn­gildir öllu fram­leiðslu­virði Bret­lands á síð­asta ári.Í ljósi stærðar kín­verska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins og mögu­legra áhrifa á aðra mark­aði, ekki síst í Asíu, þá hafa erlendir fjöl­miðlar haldið því fram að kín­verska hluta­bréfa­krísan sé jafn­vel alvar­legri en gríska efna­hag­skrís­an. Í umfjöllun The Tel­egraph segir að sumir vilji þegar kalla ástandið „Hið kín­verska 1929“ og vísa þar til sögu­legs verð­falls á hluta­bréfa­mörk­uðum það árs og upp­haf Krepp­unnar miklu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None