Hlutabréfakrísa í Kína: Eftir 150 prósent hækkun þá hríðfellur hlutabréfaverð

stock.jpg
Auglýsing

Örfáum mínútum eftir opnun hlutabréfamarkaða í Kína í dag tók verð að hríðfalla og lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur markaðarins um allt að átta prósent. Á innan við tíu mínútum höfðu hlutabréf í fleiri en þúsund fyrirtækjum lækkað um meira en tíu prósent og voru viðskipti með bréfin stöðvuð, samkvæmt reglum kínversku kauphallarinnar um sjálfvirka stöðvun viðskipta við verðfall. Um 1.400 fyrirtæki, sem telja ríflega helming allra fyrirtækja á kínverska markaðinum, óskuðu eftir frestun frekari viðskipta til þess að koma í veg fyrir verðhrun á markaðsvirði sínu. Við lokun markaða höfðu vísitölur lækkað um fimm til sjö prósent.

Mikið hefur verið um að vera á kínverskum hlutabréfamarkaði undanfarnar vikur og verð verið í frjálsu falli, mest á allra síðustu dögum. Kínversk stjórnvöld hafa á síðustu vikum reynt hvað þau geta til þess að ýta undir hlutabréfaverð, meðal annars með lækkun stýrivaxta, reglubreytingum sem eiga að draga úr hvata til þess að selja hlutabréf og nú síðast beinum kaupum á hlutabréfum. Aðgerðirnar hafa dugað skammt og söluþrýstingur á markaðinum hefur verið gríðarlegur. Kínverskir eftirlitsaðilar segja skelfingarástand fjárfesta órökrétt og róa nú öllum árum að stöðugleika á hlutabréfamarkaðinum.


Í síðasta mánuði stóð verð hlutabréfa á markaðinum í Sjanghaí í hæstu hæðum og hafði ekki verið hærra í sjö ár. Hlutabréf höfðu hækkað um rúmlega 150 prósent á síðustu tólf mánuðum en hafa nú fallið um 30 prósent á síðustu þremur vikum. Þar af nemur lækkunin 12 prósentum á síðustu viku. Verðlækkun upp á þrjátíu prósent jafngildir öllu framleiðsluvirði Bretlands á síðasta ári.

Auglýsing

Í ljósi stærðar kínverska hlutabréfamarkaðarins og mögulegra áhrifa á aðra markaði, ekki síst í Asíu, þá hafa erlendir fjölmiðlar haldið því fram að kínverska hlutabréfakrísan sé jafnvel alvarlegri en gríska efnahagskrísan. Í umfjöllun The Telegraph segir að sumir vilji þegar kalla ástandið „Hið kínverska 1929“ og vísa þar til sögulegs verðfalls á hlutabréfamörkuðum það árs og upphaf Kreppunnar miklu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None