Hlutabréfakrísa í Kína: Eftir 150 prósent hækkun þá hríðfellur hlutabréfaverð

stock.jpg
Auglýsing

Örfáum mín­útum eftir opnun hluta­bréfa­mark­aða í Kína í dag tók verð að hríð­falla og lækk­uðu helstu hluta­bréfa­vísi­tölur mark­að­ar­ins um allt að átta pró­sent. Á innan við tíu mín­útum höfðu hluta­bréf í fleiri en þús­und fyr­ir­tækjum lækkað um meira en tíu pró­sent og voru við­skipti með bréfin stöðv­uð, sam­kvæmt reglum kín­versku kaup­hall­ar­innar um sjálf­virka stöðvun við­skipta við verð­fall. Um 1.400 fyr­ir­tæki, sem telja ríf­lega helm­ing allra fyr­ir­tækja á kín­verska mark­að­in­um, ósk­uðu eftir frestun frek­ari við­skipta til þess að koma í veg fyrir verð­hrun á mark­aðsvirði sínu. Við lokun mark­aða höfðu vísi­tölur lækkað um fimm til sjö pró­sent.

Mikið hefur verið um að vera á kín­verskum hluta­bréfa­mark­aði und­an­farnar vik­ur og verð verið í frjálsu falli, mest á allra síð­ustu dög­um. Kín­versk stjórn­völd hafa á síð­ustu vikum reynt hvað þau geta til þess að ýta undir hluta­bréfa­verð, meðal ann­ars með lækkun stýri­vaxta, reglu­breyt­ingum sem eiga að draga úr hvata til þess að selja hluta­bréf og nú síð­ast beinum kaupum á hluta­bréf­um. Aðgerð­irnar hafa dugað skammt og sölu­þrýst­ingur á mark­að­inum hefur verið gríð­ar­leg­ur. Kín­verskir eft­ir­lits­að­ilar segja skelf­ing­ar­á­stand fjár­festa órök­rétt og róa nú öllum árum að stöð­ug­leika á hluta­bréfa­mark­að­in­um.

Auglýsing


Í síð­asta mán­uði stóð verð hluta­bréfa á mark­að­inum í Sjang­haí í hæstu hæðum og hafði ekki verið hærra í sjö ár. Hluta­bréf höfðu hækkað um rúm­lega 150 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum en hafa nú fallið um 30 pró­sent á síð­ustu þremur vik­um. Þar af nemur lækk­unin 12 pró­sentum á síð­ustu viku. Verð­lækkun upp á þrjá­tíu pró­sent jafn­gildir öllu fram­leiðslu­virði Bret­lands á síð­asta ári.Í ljósi stærðar kín­verska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins og mögu­legra áhrifa á aðra mark­aði, ekki síst í Asíu, þá hafa erlendir fjöl­miðlar haldið því fram að kín­verska hluta­bréfa­krísan sé jafn­vel alvar­legri en gríska efna­hag­skrís­an. Í umfjöllun The Tel­egraph segir að sumir vilji þegar kalla ástandið „Hið kín­verska 1929“ og vísa þar til sögu­legs verð­falls á hluta­bréfa­mörk­uðum það árs og upp­haf Krepp­unnar miklu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None