Hlutabréfakrísa í Kína: Eftir 150 prósent hækkun þá hríðfellur hlutabréfaverð

stock.jpg
Auglýsing

Örfáum mín­útum eftir opnun hluta­bréfa­mark­aða í Kína í dag tók verð að hríð­falla og lækk­uðu helstu hluta­bréfa­vísi­tölur mark­að­ar­ins um allt að átta pró­sent. Á innan við tíu mín­útum höfðu hluta­bréf í fleiri en þús­und fyr­ir­tækjum lækkað um meira en tíu pró­sent og voru við­skipti með bréfin stöðv­uð, sam­kvæmt reglum kín­versku kaup­hall­ar­innar um sjálf­virka stöðvun við­skipta við verð­fall. Um 1.400 fyr­ir­tæki, sem telja ríf­lega helm­ing allra fyr­ir­tækja á kín­verska mark­að­in­um, ósk­uðu eftir frestun frek­ari við­skipta til þess að koma í veg fyrir verð­hrun á mark­aðsvirði sínu. Við lokun mark­aða höfðu vísi­tölur lækkað um fimm til sjö pró­sent.

Mikið hefur verið um að vera á kín­verskum hluta­bréfa­mark­aði und­an­farnar vik­ur og verð verið í frjálsu falli, mest á allra síð­ustu dög­um. Kín­versk stjórn­völd hafa á síð­ustu vikum reynt hvað þau geta til þess að ýta undir hluta­bréfa­verð, meðal ann­ars með lækkun stýri­vaxta, reglu­breyt­ingum sem eiga að draga úr hvata til þess að selja hluta­bréf og nú síð­ast beinum kaupum á hluta­bréf­um. Aðgerð­irnar hafa dugað skammt og sölu­þrýst­ingur á mark­að­inum hefur verið gríð­ar­leg­ur. Kín­verskir eft­ir­lits­að­ilar segja skelf­ing­ar­á­stand fjár­festa órök­rétt og róa nú öllum árum að stöð­ug­leika á hluta­bréfa­mark­að­in­um.

Auglýsing


Í síð­asta mán­uði stóð verð hluta­bréfa á mark­að­inum í Sjang­haí í hæstu hæðum og hafði ekki verið hærra í sjö ár. Hluta­bréf höfðu hækkað um rúm­lega 150 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum en hafa nú fallið um 30 pró­sent á síð­ustu þremur vik­um. Þar af nemur lækk­unin 12 pró­sentum á síð­ustu viku. Verð­lækkun upp á þrjá­tíu pró­sent jafn­gildir öllu fram­leiðslu­virði Bret­lands á síð­asta ári.Í ljósi stærðar kín­verska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins og mögu­legra áhrifa á aðra mark­aði, ekki síst í Asíu, þá hafa erlendir fjöl­miðlar haldið því fram að kín­verska hluta­bréfa­krísan sé jafn­vel alvar­legri en gríska efna­hag­skrís­an. Í umfjöllun The Tel­egraph segir að sumir vilji þegar kalla ástandið „Hið kín­verska 1929“ og vísa þar til sögu­legs verð­falls á hluta­bréfa­mörk­uðum það árs og upp­haf Krepp­unnar miklu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None