Nýsjálendingar munu kjósa sér nýjan fána — Burkninn vinsælastur

nyja_sjaland_fani.jpg
Auglýsing

Nýr þjóð­fáni Nýja Sjá­lands verður hugs­an­lega ­dreg­inn að húni á næsta ári því Nýsjá­lenska þingið er búið að skipu­leggja tvær þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur um hver nýji fán­inn verður og hvort skipta eigi 113 ára gömlum nýlendu­fán­anum út.

Sér­stök fána­nefnd nýsjá­lenska þings­ins birti svo í gær 40 til­lögur af hönnun nýs fána. Að end­ingu verður aðeins kosið um fjóra val­kosti. Allar til­lög­urnar nema ein hafa það sam­eig­in­legt að breski fán­inn, Union Jack, er ekki lengur ráð­andi tákn. Tákn breska heims­veld­is­ins er horfið en stjörn­u­rnar fjórar virð­ast enn vin­sælar meðal hönn­uða. Þær tákna Suð­ur­kross­inn, ráð­andi stjörnu­merki á himni suð­ur­hvels jarð­ar.

Til­lög­urnar 40 voru valdar úr meira en 10.000 til­lögum frá almenn­ingi. John Bor­rows, yfir­maður verk­efn­is­ins, hefur sagt að hugs­an­legur nýr fáni þurfi óað­yggj­andi að vera frá Nýja Sjá­landi, und­ir­strika þjóð­ina sem fram­sækna og sam­stæða þjóð í tenglsum við nátt­úr­una. Fán­inn þurfi einnig að hafa rætur í for­tíð­inni og vera tákn fram­tíð­ar.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að svona hönnun sé tíma­laus, geti virkað við mis­mun­andi aðstæð­ur, sé ein­föld, laus við óþarfa, í jafn­vægi og hafi skarpar lín­ur,“ sagði Burrows.

Það er hins vegar augjóst hvaðan hönn­uð­irnir hafa fundið táknin til að raða í til­lögur sín­ar. Mest áber­andi er silfraði burkn­inn sem er tákn helstu lands­liða Nýsjá­lend­inga, hvort sem það er net­bolti, ruðn­ingur eða krikket. Burkna er líka að finna í skjald­ar­merki Nýja Sjá­lands, á myntum og í merkjum her­deilda. Svarti lit­ur­inn, sem er ráð­andi í mörgum hönn­un­um, er ráð­andi litur helstu lands­liða.

Silfraði burkn­inn, hvítt burkna­lauf á svörtum grunni, hefur þess vegna hlotið stöðu óop­in­bers þjóð­fána í Nýja Sjá­landi. Þær til­lögur sem skarta burkn­anum eru jafn­framt vin­sælastar meðal almenn­ings. Árið 2004 var kosið um nýjan fána á vegum dag­blaðs og bar Silfraði burkn­inn á rauðum og bláum grunni, sigur úr být­um. Sú hönnun skart­aði einnig Suð­ur­kross­in­um.

Tillögur að nýjum þjóðfána Nýja Sjálands. Til­lögur að nýjum þjóð­fána Nýja Sjá­lands. Smelltu á mynd­ina til að sjá hana stærri.

Fán­inn er of líkur þeim ástr­alska



John Key, for­sæt­is­ráð­herra Nýja Sjá­lands, hefur lengi þrýst á það að þjóðin velji sér nýjan fána. Hann vill að silfr­aður burkni prýði fán­ann, eins og meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar. Í skoð­ana­könn­unum eru Nýsjá­lend­ingar hins vegar alls ekki á því að það þurfi að skipta út fán­an­um. Í skoð­anna­könnun sem New Zea­land Her­ald gerði í apríl sögð­ust 70 pró­sent vera á móti fána­breyt­ing­unni.

Fána­breyt­ingin er hins vegar ekki ný hug­mynd. Hún hefur verið til umræðu síðan á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Helstu rök þeirra sem vilja breyta um fána eru að flaggið sé ein­fl­ald­ega of líkt ástr­alska fán­an­um. Nýsjá­lenskir ráða­menn hafa, til dæm­is, oft þurft að sitja undir þjófána Ástr­alíu í opin­berum heim­sóknum til ann­arra landa.

Þá þykir það grafa undan sjálf­stæði þjóð­ar­innar að breski fán­inn skuli enn prýða þjóð­fána Nýja Sjá­lands. Það var venjan að nýlendur bresku krún­unnar bæru sam­bands­fána Bret­lands. Núgild­andi þjóð­fáni Nýja Sjá­lands er til dæmis síðan 1902 en þjóðin hlaut sjálf­stæði í des­em­ber 1947.

Svo er það skortur á táknum frum­byggja Nýja Sjá­lands í fán­an­um. Ensk arf­leið þjóð­ar­innar er öllu yfir­sterk­ari í þjóð­fán­anum en engu púðri eytt í aðrar þjóðir lands­ins. Hug­myndir um að bæta við táknum Māori-­þjóð­ar­innar í fán­ann voru fyrst settar fram í seinni heim­styrj­öld­inni. Nýja Sjá­land er fjöl­þjóð­legt sam­fé­lag og helsta tákn lands­ins ætti að við­ur­kenna það. Í mann­tali árið 1961 var sýnt fram á að 92 pró­sent þjóð­ar­innar hefðu evr­ópska arf­leifð. Árið 2013 var hlut­fallið orðið 74 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None