Nýsjálendingar munu kjósa sér nýjan fána — Burkninn vinsælastur

nyja_sjaland_fani.jpg
Auglýsing

Nýr þjóð­fáni Nýja Sjá­lands verður hugs­an­lega ­dreg­inn að húni á næsta ári því Nýsjá­lenska þingið er búið að skipu­leggja tvær þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur um hver nýji fán­inn verður og hvort skipta eigi 113 ára gömlum nýlendu­fán­anum út.

Sér­stök fána­nefnd nýsjá­lenska þings­ins birti svo í gær 40 til­lögur af hönnun nýs fána. Að end­ingu verður aðeins kosið um fjóra val­kosti. Allar til­lög­urnar nema ein hafa það sam­eig­in­legt að breski fán­inn, Union Jack, er ekki lengur ráð­andi tákn. Tákn breska heims­veld­is­ins er horfið en stjörn­u­rnar fjórar virð­ast enn vin­sælar meðal hönn­uða. Þær tákna Suð­ur­kross­inn, ráð­andi stjörnu­merki á himni suð­ur­hvels jarð­ar.

Til­lög­urnar 40 voru valdar úr meira en 10.000 til­lögum frá almenn­ingi. John Bor­rows, yfir­maður verk­efn­is­ins, hefur sagt að hugs­an­legur nýr fáni þurfi óað­yggj­andi að vera frá Nýja Sjá­landi, und­ir­strika þjóð­ina sem fram­sækna og sam­stæða þjóð í tenglsum við nátt­úr­una. Fán­inn þurfi einnig að hafa rætur í for­tíð­inni og vera tákn fram­tíð­ar.

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að svona hönnun sé tíma­laus, geti virkað við mis­mun­andi aðstæð­ur, sé ein­föld, laus við óþarfa, í jafn­vægi og hafi skarpar lín­ur,“ sagði Burrows.

Það er hins vegar augjóst hvaðan hönn­uð­irnir hafa fundið táknin til að raða í til­lögur sín­ar. Mest áber­andi er silfraði burkn­inn sem er tákn helstu lands­liða Nýsjá­lend­inga, hvort sem það er net­bolti, ruðn­ingur eða krikket. Burkna er líka að finna í skjald­ar­merki Nýja Sjá­lands, á myntum og í merkjum her­deilda. Svarti lit­ur­inn, sem er ráð­andi í mörgum hönn­un­um, er ráð­andi litur helstu lands­liða.

Silfraði burkn­inn, hvítt burkna­lauf á svörtum grunni, hefur þess vegna hlotið stöðu óop­in­bers þjóð­fána í Nýja Sjá­landi. Þær til­lögur sem skarta burkn­anum eru jafn­framt vin­sælastar meðal almenn­ings. Árið 2004 var kosið um nýjan fána á vegum dag­blaðs og bar Silfraði burkn­inn á rauðum og bláum grunni, sigur úr být­um. Sú hönnun skart­aði einnig Suð­ur­kross­in­um.

Tillögur að nýjum þjóðfána Nýja Sjálands. Til­lögur að nýjum þjóð­fána Nýja Sjá­lands. Smelltu á mynd­ina til að sjá hana stærri.

Fán­inn er of líkur þeim ástr­alskaJohn Key, for­sæt­is­ráð­herra Nýja Sjá­lands, hefur lengi þrýst á það að þjóðin velji sér nýjan fána. Hann vill að silfr­aður burkni prýði fán­ann, eins og meiri­hluti þjóð­ar­inn­ar. Í skoð­ana­könn­unum eru Nýsjá­lend­ingar hins vegar alls ekki á því að það þurfi að skipta út fán­an­um. Í skoð­anna­könnun sem New Zea­land Her­ald gerði í apríl sögð­ust 70 pró­sent vera á móti fána­breyt­ing­unni.

Fána­breyt­ingin er hins vegar ekki ný hug­mynd. Hún hefur verið til umræðu síðan á átt­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Helstu rök þeirra sem vilja breyta um fána eru að flaggið sé ein­fl­ald­ega of líkt ástr­alska fán­an­um. Nýsjá­lenskir ráða­menn hafa, til dæm­is, oft þurft að sitja undir þjófána Ástr­alíu í opin­berum heim­sóknum til ann­arra landa.

Þá þykir það grafa undan sjálf­stæði þjóð­ar­innar að breski fán­inn skuli enn prýða þjóð­fána Nýja Sjá­lands. Það var venjan að nýlendur bresku krún­unnar bæru sam­bands­fána Bret­lands. Núgild­andi þjóð­fáni Nýja Sjá­lands er til dæmis síðan 1902 en þjóðin hlaut sjálf­stæði í des­em­ber 1947.

Svo er það skortur á táknum frum­byggja Nýja Sjá­lands í fán­an­um. Ensk arf­leið þjóð­ar­innar er öllu yfir­sterk­ari í þjóð­fán­anum en engu púðri eytt í aðrar þjóðir lands­ins. Hug­myndir um að bæta við táknum Māori-­þjóð­ar­innar í fán­ann voru fyrst settar fram í seinni heim­styrj­öld­inni. Nýja Sjá­land er fjöl­þjóð­legt sam­fé­lag og helsta tákn lands­ins ætti að við­ur­kenna það. Í mann­tali árið 1961 var sýnt fram á að 92 pró­sent þjóð­ar­innar hefðu evr­ópska arf­leifð. Árið 2013 var hlut­fallið orðið 74 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None