Nýtt manntal: Íbúar á Íslandi næstum 10 þúsund færri en talið hefur verið

Íbúar á Íslandi í upphafi árs 2021 voru næstum 10 þúsund færri en lögheimilisskráningar sögðu til um, samkvæmt upplýsingum úr nýju manntali, því fyrsta sem framkvæmt er hérlendis frá 2011.

Íbúar landsins voru 359.122 í upphafi árs 2021 samkvæmt nýja manntalinu en ekki 368.791, eins og lögheimilisskráningar gáfu til kynna.
Íbúar landsins voru 359.122 í upphafi árs 2021 samkvæmt nýja manntalinu en ekki 368.791, eins og lögheimilisskráningar gáfu til kynna.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýju mann­tali, sem Hag­stofan fjallar um í dag, voru íbúar á Íslandi næstum því 10 þús­und færri í upp­hafi árs­ins 2021 en lesa hefur mátt út úr opin­berum tölum til þessa.

Mann­talið gefur til kynna að íbúar á land­inu hafi verið 359.122 tals­ins 1. jan­úar 2021, en sam­kvæmt lög­heim­il­is­skrán­ingum Þjóð­skrár voru alls 368.791 manns með lög­heim­ili á land­inu á þeim tíma.

Í umfjöllun á vef Hag­stof­unnar segir að mestu muni um þá sem flytja af landi brott án þess að til­kynna búferla­flutn­inga, en sam­kvæmt þeim aðferðum sem Hag­stofan nýtti við gerð mann­tals­ins búa bjuggu um 7.700 manns erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lög­heim­ili.

Mynd: Hagstofan

Kon­ráð S. Guð­jóns­son hag­fræð­ingur kallar þessar nið­ur­stöður mann­tals­ins „stór­frétt“ í færslu á sam­fé­lags­miðl­inum Twitter í morgun og segir að þetta setji „allt tal um upp­safn­aða íbúða­þörf í nýtt og breytt sam­heng­i“.

Stutt er síðan að Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi þing­maður Við­reisnar og félags­mála­ráð­herra, fjall­aði um það í aðsendri grein á Vísi að mögu­lega væri íbúa­fjöldi lands­ins veru­lega ofmet­inn í tölum Þjóð­skrár, sem verið hafa grunn­ur­inn að opin­berri áætl­ana­gerð, til dæmis í hús­næð­is­mál­um.

Fjölgar hlut­falls­lega mest á Suð­ur­nesjum

Ekki hefur verið fram­kvæmt mann­tal á Íslandi síðan árið 2011. Þá voru íbúar 315.556 tals­ins og voru íbúar sam­kvæmt mann­tal­inu þá met­inn rúm­lega fjórum þús­undum færri en sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár um lög­heim­il­is­skrán­ing­ar.

Auglýsing

Fjölg­unin frá síð­asta mann­tali nemur 13,8 pró­sent­um. Mann­fjöldi jókst í öllum lands­hlutum frá 2011 til 2021. Hlut­falls­leg fjölgun var mest á Suð­ur­nesjum, 28,2 pró­sent en fjölg­unin þar nam 5.936 manns.

Næst kom Suð­ur­land þar sem fjölg­aði um 18,8 pró­sent eða 4.780 íbúa, og á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölg­aði um 30.381 íbúa, sem sam­svarar 15,1 pró­sent fjölg­un. Hlut­falls­leg fjölgun var minnst á Norð­ur­landi vestra, en þar fjölg­aði ein­ungis um 40 manns eða 0,6 pró­sent og á Vest­fjörðum þar sem fjölg­unin nam 1,6 pró­senti og 109 íbúar bætt­ust við.

Sam­kvæmt mann­tal­inu 2021 voru konur 49,0 pró­sent (176.067) og karlar 51 pró­sent (183.055) íbúa á Íslandi. Hlut­fall kvenna hefur lækkað aðeins frá mann­tal­inu 2011 þegar konur voru 49,9% mann­fjöld­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent