Oddný og Viktor Stefán leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var samþykkur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Oddný Harðardóttir leiðir listann áfram og Viktor Stefán Pálsson verður í öðru sæti listans.

Oddný Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á ný.
Oddný Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á ný.
Auglýsing

Oddný Harðardóttir þingmaður, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi til kosninga í haust. Í öðru sæti listans verður Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss og þriðja sætið skipar Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni, en samkvæmt henni var listi flokksins samþykktur með „yfirgnæfandi meirihluta“ á fundi kjördæmisráðs í Suðurkjördæmi í kvöld.

Efstu fimm frambjóðendur á lista flokksins.

Oddvitinn Oddný, sem er eini þingmaður flokksins í kjördæminu, segist leiða listann með stolti inn í kosningar haustsins. „Það eru fjölmörg tækifæri framundan í uppbyggingu eftir heimsfaraldur og sýn okkar er skýr í þeim efnum. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa brugðist og ekki staðið með fólkinu í kjördæminu sem bera þyngstu byrðarnar í heimsfaraldrinum. Nú þurfum við allar hendur á dekk svo ný ríkisstjórn eftir kosningar verði leidd af jafnaðarmönnum,” er haft eftir henni í tilkynningu flokksins.

Eins og Kjarninn fjallaði um nýlega létu nokkrir, sem höfðu hug á að taka eitt af efstu sætu listans í Suðurkjördæmi, óánægju sína í ljós þegar þeim var ekki boðið að setjast í umrædd sæti.

Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og núverandi varaþingmaður Samfylkingar var einn þeirra „Það verður að segj­ast eins og er að þessi aðferð Sam­fylk­ing­ar­innar við að raða upp á lista er eig­in­lega alveg glötuð,“ skrif­aði Páll Valur á Face­book.

Njörður Sig­urðs­son, sem skip­aði annað sæti á list­anum 2017, fékk að eigin sögn boð um að vera í fjórða sæti á lista og hafnaði því. Einnig lýsti Ást­þór Jón Ragn­heið­ar­son, sem sóst hafði eftir 2.-3. sæti á lista flokks­ins, yfir óánægju með að vera boðið sæti mun neðar á lista.

Samfylkingin fékk 9,6 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum og einn þingmann kjörinn, sem áður segir.

Efstu sæti á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi

  1. Oddný G. Harðardóttir, Suðurnesjabær - Þingmaður Samfylkingarinnar, þingflokksformaður, kennari, fyrrverandi bæjarstjóri í Garði og fyrrverandi fjármálaráðherra.
  2. Viktor Stefán Pálsson, Árborg - Sviðsstjóri hjá Matvælastofnun og formaður Ungmennafélags Selfoss
  3. Guðný Birna Guðmundsdóttir, Reykjanesbær - Hjúkrunarstjóri heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hjúkrunarfræðingur og MBA nemi
  4. Inger Erla Thomsen, Grímsnes - Stjórnmálafræðinemi
  5. Friðjón Einarsson, Reykjanesbær - Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar
  6. Anton Örn Eggertsson, Vestmannaeyjar - Meðeigandi í Pítsugerðinni og yfirkokkur hjá veitingastaðnum Gott
  7. Margrét Sturlaugsdóttir, Reykjanesbær - Atvinnulaus fyrrverandi flugfreyja Icelandair
  8. Davíð Kristjánsson, Árborg - Vélvirki hjá Veitum

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent