Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í NA-kjördæmi vilja fjölga kjördæmum

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Norðausturkjördæmi segjast vilja fjölga kjördæmum landsins í viðtali við Austurfrétt.

Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Óli Halldórsson, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi.
Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Óli Halldórsson, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi.
Auglýsing

Betra væri að fjölga kjördæmum landsins í stað þess að fækka þeim, að mati oddvita þriggja ríkisstjórnarflokkanna í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í svörum oddvitanna við spurningum Austurfréttar, sem birt voru fyrr í dag.

Samkvæmt Austurfrétt er nú raunverulegur möguleiki á að enginn Austfirðingur verði á Alþingi á næsta kjörtímabili, ef tekið er mið af framboðslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi og þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í vor. Þetta yrði í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist í lýðveldissögunni.

Líkt og Kjarninn greindi frá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fyrr í vor að fyrir sitt leyti kæmi það til greina að fjölga kjördæmum í landsbyggðunum. Í samtali við Vísi nefndi Bjarni sérstaklega að hægt væri landsbyggðarkjördæmum í tvennt, svo að fólk fengi meiri nálægð við sína fulltrúa á þingi.

Auglýsing

Fyrr í dag birti svo Austurfrétt svar oddvita Norðausturkjördæmis um stefnu þeirra varðandi kjördæmaskipan landsins, en samkvæmt þeim vilja oddvitar ríkisstjórnarinnar fjölga kjördæmum, á meðan oddvitar Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja fækka þeim.

Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir kjördæmin nú vera landfræðilega mjög stór og tekur undir orð Bjarna um að fjölgun þeirra myndi færa fulltrúum á þingi nær kjósendum sínum.

Óli Halldórsson, oddviti Vinstri grænna í kjördæminu, er sammála og segir farsælla að fjölga kjördæmum heldur en að fækka þeim svo að kjörnir fulltrúar hafi skýrt umboð frá kjósendum sínum um allt land. Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti Framsóknar í kjördæminu er einnig sama sinnis.

Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segist hins vegar ekki vera viss um að það yrði gæfuspor að fjölga kjördæmum, þótt margt sé áhugavert við þá hugmynd. Samkvæmt honum eiga íbúar Norðausturkjördæmis margt sameiginlegt og hafa hagsmuni af því að sameina krafta sína á þingi.

Eiríkur Björn Björgvinsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, segir að full ástæða sé til þess að endurskoða kjördæmaskipan landsins, en leggur áherslu á að efla sveitarstjórnarstigið til þess að koma meira valdi til íbúanna. Samkvæmt honum mun Viðreisn leggja lokahönd á stefnu sína í málinu á landsþingi flokksins í næsta mánuði.

Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, segist ekki telja rétt að hrófla við kjördæmaskipan að sinni, þar sem aðstæður kjósenda séu misjafnar umhverfis landið og þarfir mjög ólíkar, þótt íbúarnir séu ekki margir. Hins vegar segir hann að landið ætti að verða eitt kjördæmi þegar landsbyggðirnar verða orðnar nokkuð sjálfbærar hvað þjónustu, menntun, atvinnu, samgöngur og heilbrigðismál varðar, en enn sé langt í það.

Uppfært kl. 15:32: Ummælum Einars Brynjólfssonar var bætt við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent