Varasamt að leyfa fólki að velja sér bóluefni

Rannsóknir á ónæmi og öryggi þess að blanda bóluefnum mismunandi framleiðenda saman eru skammt á veg komnar. Því ætti ekki, að mati WHO, að leyfa fólki að ráða hvaða efni það fær í öðrum skammti – eða í þeim þriðja, komi til endurbólusetningar.

Ein rannsókn hefur þegar leitt í ljós að öruggt sé að gefa fólki bæði AstraZeneca og Pfizer-bóluefnin.
Ein rannsókn hefur þegar leitt í ljós að öruggt sé að gefa fólki bæði AstraZeneca og Pfizer-bóluefnin.
Auglýsing

Vísindamenn hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni vara fólk við því að blanda saman bóluefnum gegn COVID-19 frá mismunandi framleiðendum og segja sérfræðinga í heilbrigðisvísindum verða að taka allar slíkar ákvarðanir.

„Þetta er nokkuð hættuleg stefna sem hér er að eiga sér stað,“ sagði Soumya Swaminathan, barnalæknir og yfirsérfræðingur stofnunarinnar á blaðamannafundi á mánudagskvöld. „Það myndi skapast óvissuástand í löndum ef borgararnir færu sjálfir að ákveða hvenær og með hvaða bóluefni þeir fengju seinni sprautu eða þá þriðju – ef um endurbólusetningu er að ræða.

Swaminathan sagði að blöndun bóluefna væri „ekki studd gögnum“ en ítrekaði svo í tísti eftir fundinn að hún hefði átt við að einstaklingar ættu ekki að geta ákveðið sjálfir hvaða bóluefni þeir fengju í annarri, þriðju eða jafnvel fjórðu sprautu, ef að því kæmi. Slíkar ákvarðanir ættu aðeins að vera á forræði heilbrigðisyfirvalda og ávallt byggðar á nýjustu vísindagögnum. „Beðið er eftir niðurstöðum rannsókna á því að blanda saman bóluefnum,“ skrifaði hún. „Meta þarf bæði ónæmi og öryggi í því sambandi.“

Auglýsing

Einhverjar þeirra rannsókna sem þegar eru hafnar eru sagðar benda til að blöndun bóluefna komi ekki að sök en mun lengra á eftir að ganga í þeim þar til óyggjandi niðurstöður liggja fyrir.

Blöndun bóluefna frá ólíkum framleiðendum hefur verið framkvæmd í sumum löndum, sérstaklega þar sem skortur hefur orðið á ákveðinni tegund bóluefnis þegar komið er að seinni skammti. Það sem sérfræðingar WHO óttast er að einhverjir kunni að fara þá leið að leyfa einstaklingum að velja hvaða bóluefni þeir fái þegar komi t.d. að endurbólusetningu. Því þurfi heilbrigðisyfirvöld hvers lands að marka sér skýra stefnu þar um sem yrði síðan uppfærð eftir því sem ný gögn berast.

WHO gaf út leiðbeiningar í júní um blöndun bóluefna og þar kom fram að ef þyrfti mætti gefa fólki sem fengið hefði fyrri sprautu af AstraZeneca bóluefni Pfizer í seinni sprautu. Slíkt hefur m.a. verið gert hér á landi, í Kanada og á Spáni.

Stór klínísk rannsókn á blöndun efna þessara tveggja fyrirtækja er nú í gangi við Oxford-háskóla. Nýlega var bóluefni Moderna bætt inn í rannsóknina sem og bóluefni Novovax Inc.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent