„Og allt í einu erum við í blóði“

Einn liður í lífsbaráttu bænda er blóðsala, „sem við vissum ekki að væri glæpasamkoma fyrr en umræða samfélagsins varð allt í einu á þá leið að þarna færu saman böðlar og bévítans glæpamenn,“ segir blóðbóndi á Suðurlandi.

Í myndbandi dýraverndunarsamtakanna mátti sjá hund glefsa í hross í gerði á bænum Lágafelli.
Í myndbandi dýraverndunarsamtakanna mátti sjá hund glefsa í hross í gerði á bænum Lágafelli.
Auglýsing

Myndefni sem tekið var af hundi að glefsa í hross og var meðal þess sem vakti óhug hjá þjóð­inni í mynd­bandi af illri með­ferð á blóð­merum í fyrra var klippt til og sam­sett og „ýkir mjög þá starf­semi sem við erum vön og þekkj­u­m“.

Þetta segir Sæunn Þór­ar­ins­dótt­ir, hrossa­bóndi á bænum Lága­felli í Aust­ur-Land­eyj­um. Í mynd­band­inu hafi verið búið að klippa saman atvik sem áttu sér stað á bæ hennar á fleiri en einum degi „og allt í einu erum við í blóð­i,“ skrifar Sæunn í umsögn sinni um drög mat­væla­ráðu­neyt­is­ins að reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryss­um.

Auglýsing

Blóð­mera­hald hefur verið harð­lega gagn­rýnt eftir að mynd­band­ið, sem þýsk dýra­vernd­un­ar­sam­tök unnu, var birt í nóv­em­ber í fyrra. Hluti myndefn­is­ins var tek­inn að Lága­felli, m.a. þegar hundur glefsar í hross og maður sést slá til ann­ars hests. Sæunn segir í umsögn sinni að hrossin hafi verið að „éta brauð sem við erum að henda til þeirra og hund­arnir í keppni að éta það upp lík­a“.

Þreng­ingar og bind­ingar

Hross eru lif­andi ver­ur, skrifar hún, og fimm sinnum þyngri en venju­legur mað­ur. „Það er því sitt­hvað sem gengur á ef að [hross] setja sig föst eða koma sér í vanda og þess vegna er mik­il­vægt að nýta allar mögu­legar leiðir – þreng­ingar og bind­ingar – til að tryggja að þau fari sér ekki að voða í svona blóð­töku. Það er ekki gert af grimmd eða illsku manna – heldur þeim til varnar og til að auð­velda bæði skepn­unni og mönn­unum starfið sem fram fer.“

Meri tjóðruð á bás þar sem tekið er úr henni blóð. Í myndbandinu sást hún ítrekað barin.

Bændum þyki ýmis­legt annað „und­ar­legt“ í mynd­bandi dýra­vernd­un­ar­sam­tak­anna. Meðal ann­ars sú gagn­rýni að hundar séu látnir elta hrossin „og hanga í þeim“. Bendir hún máli sínu til stuðn­ings á nýlega frétt á RÚV um bónda á leið með fé sitt í sum­ar­haga. „Og á eftir fénu með mán­að­ar­gömul lömb hlupu Border Collie hundar og smöl­uðu fénu áfram af miklum móð og einmitt með glefsum ef ærnar og lömbin hik­uð­u.“ Þetta segir hún „eitt­hvað sem bændur þurfi að hafa sér til aðstoðar við vinnu sína ef illa geng­ur“.

Yfir­lýstur veganisti

Sæunn segir um reglu­gerð­ar­drög­in, þar sem lagt er m.a. til að fækka þeim skiptum sem taka megi blóð úr hryssum á hverju ári úr átta í sex, að blóð­mera­hald sé unnið með leyfi Mat­væla­stofn­unar og undir eft­ir­liti „fær­ustu dýra­lækna“. Hún gagn­rýnir harð­lega dýra­vernd­un­ar­sam­tök, sem séu „sam­tín­ingur manna og kvenna sem hafa yfir­lýsta stefnu að koma í veg fyrir allt hús­dýra­hald og vilja predika í heim­inum um lífs­gæði græn­ker­a“. Mynd­bandið hafi átt að sýna að blóð­bændur væru dýra­níð­ingar en sú sem taki flest við­tölin í því sé „yf­ir­lýstur veganisti með það að mark­miði að koma öllum heims­ins dýrum í nauð til hjálp­ar“.

Bendir hún svo á son á bænum Lága­felli sem hafi lokið námi í Kvik­mynda­skóla Íslands og segi auð­velt að „láta tala yfir og breyta inn­taki mynd­ar­innar sem er upp­hafið að þessu öllu“. Gera fólkið „sem sagt er níð­ast á dýrum að bjarg­vættum þeirra og láta dýrin tala.“ Nefnir hún þetta til að sýna fram á að vel geti verið að þannig hafi mynd­band­inu verið breytt.

Blóð­mera­hald hefur verið stundað að Lága­felli í fjöru­tíu ár, skrifar Sæunn. Þar eru haldin tvö hrossa­stóð. Að hennar sögn eru ekki allar hryssur til þess fallnar að gefa blóð og árlega felli blóð­bændur stóran hóp af hryssum sem ekki nýt­ist til blóð­töku, bæði vegna skap­galla en einnig vegna þess að þær fram­leiða ekki það hormón sem Ísteka, fyr­ir­tækið sem kaupir og vinnur blóð­ið, þarf í frjó­sem­is­lyf sitt.

Ráf­andi, drukknir menn

Sæunn segir blóð­hrossa­stóðin rekin heim að bæ marga daga á ári og að stöðugt eft­ir­lit sé haft með líðan dýr­anna og heilsu­fari. Hún gagn­rýnir m.a. höf­unda reglu­gerð­ar­drag­anna vegna boð­unar nýs ákvæðis um stærð stóðs sem koma megi til blóð­töku hverju sinni. Spyr hún hvort slíkar stærð­ar­tak­mark­anir eigi einnig að gilda um hross sem rekin eru af fjalli í réttir á haustin eða standi í gerðum við hesta­leig­ur. „Hve lengi mega þau hross standa úti við og í stressi í fjall­réttum – hross sem sann­ar­lega verða fyrir áfalli innan um hóp alla vega ein­stak­linga sem ráfa þar um drukknir jafn­vel í leit að hrossum með hávaða og köll­u­m?“

Um 5.400 merar hér á landi eru notaðar til bóðtöku. Úr blóðinu er unnið efni sem notað er til að auka frjósemi svína til manneldis. Mynd: AWF/TSB

Þá segir hún að í tamn­inga­stöðvum séu hross lokuð inni næstum allan sól­ar­hring­inn. Þann stutta tíma sem þau fái að vera utandyra séu þau í gerðum og stundum rekin áfram af hundum eða fjór­hjólum í svoköll­uðum „rekstr­ar­hringj­u­m“. Upp komi valda­bar­átta meðal ókunn­ugra hrossa, ung­hrossa í bland við eldri, sem geti haft slæmar afleið­ing­ar. „Hryssur í blóð­stóði eru þó alla vega vanar saman og kunna sig og eru kurt­eisar í flest­u,“ skrifar Sæunn.

Flestir bænd­ur, sama hvaða búgrein þeir stunda, „eru af lífi og sál að reyna að lifa af sem bænd­ur“. Blóð­mera­hald sé einnig mik­il­væg búgrein og að sjálf­sögðu reyni bændur að hagn­ast á því, rétt eins og aðrir sem reki fyr­ir­tæki.

Sam­koma „böðla og bévít­ans glæpa­manna“

„Bændur fella kýr, kálfa, ær og lömb, hross og folöld,“ skrifar Sæunn. Einn liður í bar­átt­unni við að lifa sé blóð­sala, „sem við sem bændur vissum bara ekki að væri glæpa­sam­koma fyrr en að umræða sam­fé­lags­ins varð allt í einu á þá leið að þarna færu saman böðlar og bévít­ans glæpa­menn; Ísteka, bændur og dýra­læknar lands­ins.“

Hún segir gott að yfir­fara og setja reglur en biður stjórn­völd að vara sig á því að þær verði íþyngj­andi fyrir blóð­bænd­ur. Fyrst farið sé í þessa vinnu ætti að fjalla um allt hrossa­hald á land­inu, ekki aðeins blóð­mera­hald.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent