Ólafur Ólafsson: Ömurlegt hlutskipti að vera í fangelsi en fjárhagsstaðan ágæt

olafur_13.jpg
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða fyrr á þessu ári, segir að rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á mál­inu hai ekki verið hlut­laus heldur hafi allt kapp verið lagt á að ná sak­fell­ingu, að dómur Hæsta­réttar hafi verið rangur og að hann hafi látið almenn­ings­á­litið stjórna nið­ur­stöðu sinni að ein­hverju leyti. Hann segir tvo dóm­ara sem felldu dóm­inn hafa verið van­hæfa til þess vegna vensla. Ólafur hefur bæði óskað eftir end­ur­upp­töku máls­ins fyrir end­ur­upp­töku­nefnd og kært það til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Hann segir það ömur­legt hlut­skipti að sitja í fang­elsi. Fjár­hags­staða hans sé hins vegar ágæt og ótt­ast ekki að missa þau fyr­ir­tæki sem hann á, meðal ann­ars Sam­skip.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Ólaf sem Við­skipta­blaðið birtir í dag.

Dómur féll í Al Than­i-­mál­inu þann 12. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þar voru þeir Ólaf­ur, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans, Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, og Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, allir dæmdir sek­ir. Hreiðar Már fékk fimm og hálfs árs fang­elsi, Sig­urður fjögur ár, Ólafur og Magn­ús ­fjögur og hálft ár.

Auglýsing

Al-T­hani mál­ið, sem er eitt umfangs­mesta efna­hags­brota­mál sem komið hefur á borð dóm­stóla hér á landi, á rætur að rekja til hluta­bréfa­kaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-T­hani frá Katar hinn 22. sept­em­ber 2008 en félag hans keypti 5,01 pró­senta hlut í Kaup­þingi banka fyrir 25,7 millj­arða króna með láni frá bank­an­um.

Ljóst lengi að Ólafur telur dóm­inn ranganLjóst hefur verið um nokk­urt skeið að Ólafur telur dóm Hæsta­réttar yfir sér rangan og að hann vilji fá honum hnekkt. Dag­inn eftir að dóm­ur­inn féll upp­lýsti Ólafur um að hann ætl­aði sér að kæra málið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Í mars héldu aðstand­endur þeirra sem dæmdir voru í Al Than­i-­mál­inu fund á Hilton-hót­el­inu þar verj­endur fóru yfir mál­ið. Auk þess mætti Jón Steinar Gunn­laugs­son, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari, á fund­inn og lýsti skoðun sinni á dómn­um.

Ingi­björg Krist­jáns­dótt­ir, eig­in­kona Ólafs Ólafs­son­ar, skrif­aði grein í Frétta­blaðið í byrjun apríl þar sem hún sagði að eig­in­maður sinn hafi verið dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða á grund­velli mis­skiln­ings.

Í grein­inni segir að í upp­hafs­for­sendur dóms­ins vísi Hæstiréttir til sím­tals í gögnum máls­ins þar sem ítrekað komi fram að rætt hafi verið við „Óla“ um nákvæma útfærslu við­skipt­anna. „Hæsti­réttur fer manna­villt í rök­stuðn­ingi sínum og ályktar að hér sé átt við eig­in­mann minn, Ólaf Ólafs­son, en hið rétta er að um er að ræða lög­fræð­ing með sama for­nafni sem er sér­fræð­ingur í lögum um kaup­hall­ar­við­skipt­i."Hún full­yrti að bæði ákæru­valdið og hér­aðs­dómur hefði áttað sig á því að umrætt sím­tal var ekki við Ólaf, eig­in­mann henn­ar.

Rúmum mán­uði síðar fór Ólafur fram á end­ur­upp­töku máls­ins á þessum grund­velli.

Björn Þor­valds­son, sem sótti Al Than­i-­málið fyrir hönd emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, hefur hins vegar sagt það vera mis­skiln­ing að Ólafur hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings. Það sé alveg skýrt að í því sím­tali þar sem rætt hafi verið um „Óla“ sem Hæsti­réttur fjallar um sé verið að ræða Ólaf Ólafs­son, ekki lög­fræð­ing með sama for­nafni sem sé sér­fræð­ingur í kaup­hall­ar­við­skipt­um. Auk þess séu fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem bendi til aðkomu Ólafs. "Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður,“ sagði Björn í sam­tali við Kjarn­ann í apr­íl.

Ömur­legt hlut­skipti en góður cross­fit-­þjálf­ariÍ við­tal­inu í Við­skipta­blað­inu segir Ólafur að Kvía­bryggja sé ömur­legur staður og að það sé ömur­legt hlut­skipti í líf­inu að búa við það að vera í fang­elsi. Hann sinni hins vegar sínu starfi og sé mjög dug­legur í lík­ams­rækt. Magnús Guð­munds­son, sem var einnig dæmdur í Al Than­i-­mál­inu, sé frá­bær cross­fit-­þjálf­ari og því hafi Ólafur aldrei verið í betra lík­am­legu formi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None