Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.

Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Auglýsing

Meiri­hluti bæj­ar­ráðs Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum á mið­viku­dag að lóð­unum við Vest­ur­vör 38a og 38b, sem eitt sinn áttu að nýt­ast undir fram­tíð­ar­höf­uð­stöðvar hins fallna flug­fé­lags WOW air, verði úthlutað til félags­ins Nat­ure Experiences ehf. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Kópa­vogi.

Nat­ure Experiences hefur hug­myndir um að byggja á lóð­unum upp hverfi „í gömlum íslenskum stíl,“ svo­kall­aðan „Old Town“, þar sem boðið yrði upp á margs­konar afþr­ey­ingu, söfn og gisti­mögu­leika, mat­ar­upp­lif­an­ir, listir og menn­ingu. Um er að ræða svæði í grennd við við nýja bað­lón­ið, Sky Lagoon, sem liggur á odda Kárs­ness­ins við Kópa­vogs­höfn. Sömu menn standa í stafni hjá Nat­ure Experiences og Nat­ure Resort ehf., fyr­ir­tæk­is­ins sem hefur byggt upp bað­lón­ið.

Í erindi sem Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi lagði fyrir bæj­ar­ráðs­fund­inn í vik­unni sagði að með úthlutun lóð­ar­innar til Nat­ure Experiences mynd­að­ist tæki­færi fyrir skipu­lags­yf­ir­völd til þess að þróa áhuga­verða og spenn­andi byggð í sam­ráði við nýja lóð­ar­hafa.

Auglýsing

Þau skil­yrði yrðu lögð á lóð­ar­haf­ana að þróa svæðið í sam­ræmi við fram­lagðar hug­myndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðal­skipu­lagi bæj­ar­ins, en í því er svæðið skil­greint sem þró­un­ar­svæði m.a. vegna áætl­aðra breyt­inga og þró­unar sem tengj­ast Borg­ar­línu og nýrri starf­semi á Kárs­nesi. Gert sé ráð fyrir þéttri og vist­vænni byggð, sem alla jafna verði 2-4 hæð­ir, með bland­aðri land­notkun athafna­svæð­is, íbúð­ar­svæðis og versl­un­ar- og þjón­ustu­starf­semi.

Bæj­ar­full­trúi Pírata andsnúin úthlut­un­inni

Ekki er algjör ein­hugur um þessa lóða­út­hlutun í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs, en Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir bæj­ar­full­trúi Pírata bók­aði gegn mál­inu á bæj­ar­ráðs­fund­inum í vik­unni. Hún segir við Kjarn­ann að alveg óháð því hversu flottar hug­mynd­irnar um „Old Town“ séu hjá félög­unum sem vilja standa að upp­bygg­ing­unni, séu vinnu­brögð bæj­ar­ins „gal­in.“

Hún segir að stað­reyndin sé sú að þarna sé um að ræða lóð sem senni­lega sé ein sú verð­mætasta sem föl er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þótt víðar væri leit­að, yst á Kárs­nesi með óskert útsýni. „Nú á að láta hana án þess að hún hafi nokkuð verið aug­lýst og þannig hafa engir aðrir fengið tæki­færi til þess að koma sínum hug­myndum á fram­færi og óska eftir lóð­inn­i,“ segir Sig­ur­björg Erla við Kjarn­ann.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Mynd: Facebook

„Þarna er verið í raun verið að fram­selja vald sveit­ar­stjórnar til að deiliskipu­leggja reit­inn til einka­að­ila. Þó að sveit­ar­stjórn hafi á end­anum loka­orðið þegar kemur að því að sam­þykkja skipu­lagið þá er þetta vafasöm aðferð enda fara hags­munir einka­að­il­ans, sem snúa að því að hámarka hagn­að, og Kópa­vogs­bæj­ar/í­búa bæj­ar­ins ekki endi­lega sam­an. Það myndi gæta hags­muna bæj­ar­búa að deiliskipu­leggja fyrst og bjóða svo bygg­ing­ar­rétt­inn út í fram­hald­inu. Ég ætla að ræða þetta frekar í bæj­ar­stjórn næsta þriðju­dag en ég er von­lítil um að þess­ari ákvörðun verði snú­ið,“ segir Sig­ur­björg Erla einnig.

Fjórir full­trúar meiri­hlut­ans í bæj­ar­ráði létu gagn­bóka á fund­inum í vik­unni að eins hefði verið staðið að úthlutun lóð­ar­innar þegar WOW air var úthlutað lóð­inni undir nýjar höf­uð­stöðvar á sínum tíma.

Það, segir Sig­ur­björg Erla, eru að hennar mati „alls engin rök fyrir því að gera sama ruglið aft­ur.“

Alls konar og mögu­lega mat­höll í Old Town

Umsókn Nat­ure Experiences var send inn til Kópa­vogs­bæjar þann 30. apríl síð­ast­lið­inn, sama daga og Sky Lagoon á Kárs­nes­inu byrj­aði að taka á móti gest­um. Undir hana rita þeir Gestur Þór­is­son og Eyþór Guð­jóns­son aðal­eig­endur og for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Í umsókn­inni segir að „Old Town“ verði byggður upp og hann­aður „með vísan til íslenskrar og sam­nor­rænnar menn­ingar og húsa­gerð­ar­list­ar“ og muni því falla vel að útliti Sky Lagoon.

„Kárs­nesið er sá staður þar sem Kópa­vogur byggð­ist fyrst upp og er því til­valið fyrir hverfi með ofan­greinda nálgun þar sem gömul þorp á Íslandi byggð­ust upp við sjó og einnig vegna þess að hluti afþrey­ing­ar­innar mun tengj­ast sjónum og líf­ríki hans,“ segja þeir Gestur og Eyþór í umsókn sinni, en þeir hafa hug á að „tengja Old Town við Kópa­vogs­höfn og bjóða upp á sigl­ing­ar“ á borð við veiði­ferð­ir, fugla- og nátt­úru­skoð­un­ar­ferð­ir.

Í umsókn þeirra segir að stefnt sé að því að hafa hluta hús­næð­is­ins fyrir lista­menn og skap­andi fyr­ir­tæki, til að „skapa grund­völl að enn fjöl­breytt­ara og áhuga­verð­ara sam­fé­lagi í Old Town“. „Fyr­ir­hugað er að setja upp sýn­ingar tengdri íslenskri nátt­úru og menn­ingu sem og mat­sölu­staði, bari, lítil brugg­hús, kaffi­hús og fleira sem höfðar til íbúa Kár­ness­ins þannig að þar mynd­ist skemmti­leg blanda inn­lendra og erlendra gesta. Í skoðun er einnig að opna mat­höll með opnu rými þar sem boðið verður upp á lif­andi tón­list,“ segir í umsókn­inni.

Þar eru einnig færð rök fyrir því að skyn­sam­legt sé að leyfa „einum öfl­ugum aðila“ að „stýra upp­bygg­ingu alls svæð­is­ins“, þar sem það auki líkur á að upp­bygg­ing gangi hratt og snurðu­laust fyrir sig, bæði tíma­lega og fjár­hags­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent