Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, telur nýjar aðferðir við vinnslu olíu eða gass á landi draga úr líkum á að hagkvæmt verði á næstu áratugum að nýta hugsanlega olíu á hafsbotninum við Ísland. Þetta kemur fram í grein sem Gylfi skrifar í nýjustu útgáfu Kjarnans undir yfirskriftinni "Staðan aldrei nógu góð."
Þá segir Gylfi að alþjóðleg þróun í átt að því að draga almennt úr brennslu jarðefnaeldsneytis vegna gróðurhúsaáhrifa stuðli einnig að óhagkvæmni þess að ráðast í olíuvinnslu við Íslandsstrendur.
Orðrétt skrifar Gylfi: "Þá vinnur það ekki með Íslendingum á þessu sviði að þekking innanlands á olíuvinnslu er nær engin og innviðir ekki til staðar. Við vissum meira um alþjóðafjármál þegar ákveðið var að breyta landinu í alþjóðafjármálamiðstöð með alkunnum árangri en við vitum um olíuvinnslu nú."
Lestu grein Gylfa Magnússonar í heild sinni hér.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_09_04/36[/embed]