Vopnaður maður heldur að minnsta kosti fimm manns í gíslingu í verslun í austurhluta Parísar. Verslunin er í eigu gyðinga í Port de Vincent á mörkum 12. og 20. hverfis í París.
Fréttir eru enn óljósar en AFP fréttastofan í Frakklandi segir að minnst tveir gíslar séu látnir þar. AP fréttastofan segir nokkra alvarlega slasaða, en Reuters segir gíslana vera sex talsins og þar af sé einn alvarlega slasaður.
At least two killed in hostage drama east of Paris. Photo @MartinBureau1 #AFP pic.twitter.com/ZvcbbTgvNm
— AFP Photo Department (@AFPphoto) January 9, 2015
Auglýsing
Lögreglan hefur birt myndir og nafngreint manninn í seinna gíslatökumálinu, sem og konu sem er grunuð um aðild. Þau heita Amedy Coulibaly og Hayat Boumeddiene.
Hayat Boumeddienne et Amedy Coulibaly #Montrouge #Vincennes Cc @FrDesouche pic.twitter.com/Jzx5Rfqaa7 — Hérisson Dissident ن (@Herissident) January 9, 2015
Talið er að Coulibaly hafi myrt lögreglukonu í gær og að hann tengist hryðjuverkamönnunum sem réðust á starfsfólk ritstjórnar Charlie Hebdo á miðvikudag. Hryðjuverkamennirnir tveir, Saïd Kouachi og Chérif Kouachi, halda enn manni föngnum í iðnaðarhúsnæði norðan Parísar. Mennirnir eru allir sagðir tilheyra sömu hryðjuverkasellu, með tengsl við Al-Kaída.
This is the Kosher grocery (top left) in eastern Paris where 5 hostages are being held by two armed men #CharlieHebdo pic.twitter.com/nCgL856wZ4 — Yury Barmin (@yurybarmin) January 9, 2015
Vitni að seinni gíslatökunni sagði frönskum fjölmiðlum að maðurinn hafi verið með Kalashnikov riffil, samskonar vopn og Kouachi bræðurnir. Hann hafi farið inn í verslunina og hafið skothríð. Francois Hollande, forseti Frakklands, situr nú neyðarfund með yfirmönnum hermála og ráðherrum í ríkisstjórn landsins í aðgerðarmiðstöð innanríkisráðuneytis Frakka. Fréttin verður uppfærð.
Le président @fhollande supervise les opérations dans la "situation room" du ministère de l'Intérieur, @Place_Beauvau pic.twitter.com/QTYYJPcBNM — Élysée (@Elysee) January 9, 2015
Helstu atburðir síðustu daga
Smelltu á blöðrurnar til að sjá upplýsingar um staðina.