Önnur gíslataka í austurhluta Parísar

portdevincent.jpg
Auglýsing

Vopn­aður maður heldur að minnsta kosti fimm manns í gísl­ingu í verslun í aust­ur­hluta Par­ís­ar. Versl­unin er í eigu gyð­inga í Port de Vincent á mörkum 12. og 20. hverfis í Par­ís.

Fréttir eru enn óljósar en AFP frétta­stofan í Frakk­landi segir að minnst tveir gíslar séu látnir þar. AP frétta­stofan segir nokkra alvar­lega slas­aða, en Reuters segir gísl­ana vera sex tals­ins og þar af sé einn alvar­lega slas­að­ur.Lög­reglan hefur birt myndir og nafn­greint mann­inn í seinna gísla­töku­mál­inu, sem og konu sem er grunuð um aðild. Þau heita Amedy Couli­baly og Hayat Bou­meddi­ene.

Talið er að Couli­baly hafi myrt lög­reglu­konu í gær og að hann teng­ist hryðju­verka­mönn­unum sem réð­ust á starfs­fólk rit­stjórnar Charlie Hebdo á mið­viku­dag. Hryðju­verka­menn­irnir tveir, Saïd Kou­achi og Chérif Kou­achi, halda enn manni föngnum í iðn­að­ar­hús­næði norðan Par­ís­ar. Menn­irnir eru allir sagðir til­heyra sömu hryðju­verka­sellu, með tengsl við Al-Kaída.Vitni að seinni gísla­tök­unni sagði frönskum fjöl­miðlum að mað­ur­inn hafi verið með Kalas­hnikov riffil, sams­konar vopn og Kou­achi bræð­urn­ir. Hann hafi farið inn í versl­un­ina og hafið skot­hríð. Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, situr nú neyð­ar­fund með yfir­mönnum her­mála og ráð­herrum í rík­is­stjórn lands­ins í aðgerð­ar­mið­stöð inn­an­rík­is­ráðu­neytis Frakka. Fréttin verður upp­færð.

Helstu atburðir síð­ustu dagaSmelltu á blöðr­urnar til að sjá upp­lýs­ingar um stað­ina.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None