Opnað á breikkun Reykjavíkurvegar fyrir Borgarlínu og hjólastíga

Í deiliskipulagstillögu fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar er gengið út frá því að heimildir verði gefnar til að færa eða rífa hátt á annan tug húsa sem standa við Reykjavíkurveg, ef það þurfi að breikka götuna vegna Borgarlínu og hjólastíga.

Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Auglýsing

Ein húsa­röð sem liggur upp við Reykja­vík­ur­veg í Hafn­ar­firði er skilin undan því að telj­ast vernd­ar­svæði í byggð, í til­lögu að deiliskipu­lagi fyrir vest­urbæ bæj­ar­ins, sem nú er í kynn­ingu. Ástæðan er sögð sú að mögu­lega þurfi að end­ur­hanna aðkom­una til Hafn­ar­fjarðar og breikka göt­una, með til­komu borg­ar­línu­leiðar og nýrra hjóla­stíga, sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lög­unn­ar.

Með deiliskipu­lags­til­lög­unni er þannig opnað á flutn­ing eða nið­ur­rif húsa sem standa vestan megin við Reykja­vík­ur­veg, húsa sem sum hver eru mjög göm­ul. Fimm þeirra eru byggð fyrir árið 1920. Hafn­firð­ingar eru ekki allir sáttir með þessa fram­tíð­ar­sýn.

Þessi mynd hefur verið birt á samfélagsmiðlum, en þar eru húsin sem heimilt yrði að flytja eða rífa merkt með rauðum dílum.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar og íbúi í þessum elsta hluta Hafn­ar­fjarð­ar, segir það hreinar línur að húsa­röðin við Reykja­vík­ur­veg eigi heima innan vernd­ar­svæðis í byggð.

Hann birti bréf til bæj­ar­yf­ir­valda á Face­book-­síðu sinni á dög­unum og segir þar að það sé „full­kom­lega frá­leit hugsun að rífa eða fjar­lægja fjöl­mörg hús sem með réttu ættu að vera hluti af skil­greindu vernd­ar­svæði í byggð til að leggja meira mal­bik,“ sama hvort það mal­bik fari undir stræt­is­vagna fyr­ir­hug­aðrar Borg­ar­línu, hjóla­stíga eða eitt­hvað ann­að.

Í umræðum um málið á sam­fé­lags­miðlum hafa íbúar í sumum þeirra húsa sem reiknað er með að gætu þurft að víkja vegna breikk­unar veg­ar­ins kvartað undan því að hafa ekki verið upp­lýstir sér­stak­lega um mál­ið.

Borg­ar­lína og hjóla­stígar kalli á breyt­ingar

Í deiliskipu­lags­til­lög­unni segir í umfjöllun um Reykja­vík­ur­veg­inn að sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Borg­ar­línu sé áætlað að þar verði komin borg­ar­línu­braut árið 2030, eftir sömu leið og stræt­is­vagnar aki í dag.

Auglýsing

Þá sé Reykja­vík­ur­veg­ur­inn skil­greindur í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem skil­greind stofn­leið hjól­reiða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að áætl­anir geri ráð fyrir því að árið 2033 verði búið að koma upp aðskildum hjóla­stígum með­fram göt­unni.

Skýringarmynd úr deiliskipulagstillögunni.

„Til þess að hvort tveggja geti orðið að veru­leika þarf að gera umtals­verðar breyt­ingar á Reykja­vík­ur­veg sem er á köflum þröng­ur,“ segir í deiliskipu­lags­til­lög­unni. Í fram­haldi segir að hljóð­stig við Reykja­vík­ur­veg sé mjög hátt. Í kjöl­farið segir að af þessum sökum séu mörk vernd­ar­svæðis í byggð í vest­ur­bænum í Hafn­ar­firði dregin inn sem svari einni húsa­röð.

Síð­asti dag­ur­inn til að gera athuga­semdir við deiliskipu­lags­til­lög­una er í dag, 30. nóv­em­ber, sam­kvæmt því sem segir á vef bæj­ar­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent