Opnað á breikkun Reykjavíkurvegar fyrir Borgarlínu og hjólastíga

Í deiliskipulagstillögu fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar er gengið út frá því að heimildir verði gefnar til að færa eða rífa hátt á annan tug húsa sem standa við Reykjavíkurveg, ef það þurfi að breikka götuna vegna Borgarlínu og hjólastíga.

Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Auglýsing

Ein húsa­röð sem liggur upp við Reykja­vík­ur­veg í Hafn­ar­firði er skilin undan því að telj­ast vernd­ar­svæði í byggð, í til­lögu að deiliskipu­lagi fyrir vest­urbæ bæj­ar­ins, sem nú er í kynn­ingu. Ástæðan er sögð sú að mögu­lega þurfi að end­ur­hanna aðkom­una til Hafn­ar­fjarðar og breikka göt­una, með til­komu borg­ar­línu­leiðar og nýrra hjóla­stíga, sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lög­unn­ar.

Með deiliskipu­lags­til­lög­unni er þannig opnað á flutn­ing eða nið­ur­rif húsa sem standa vestan megin við Reykja­vík­ur­veg, húsa sem sum hver eru mjög göm­ul. Fimm þeirra eru byggð fyrir árið 1920. Hafn­firð­ingar eru ekki allir sáttir með þessa fram­tíð­ar­sýn.

Þessi mynd hefur verið birt á samfélagsmiðlum, en þar eru húsin sem heimilt yrði að flytja eða rífa merkt með rauðum dílum.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar og íbúi í þessum elsta hluta Hafn­ar­fjarð­ar, segir það hreinar línur að húsa­röðin við Reykja­vík­ur­veg eigi heima innan vernd­ar­svæðis í byggð.

Hann birti bréf til bæj­ar­yf­ir­valda á Face­book-­síðu sinni á dög­unum og segir þar að það sé „full­kom­lega frá­leit hugsun að rífa eða fjar­lægja fjöl­mörg hús sem með réttu ættu að vera hluti af skil­greindu vernd­ar­svæði í byggð til að leggja meira mal­bik,“ sama hvort það mal­bik fari undir stræt­is­vagna fyr­ir­hug­aðrar Borg­ar­línu, hjóla­stíga eða eitt­hvað ann­að.

Í umræðum um málið á sam­fé­lags­miðlum hafa íbúar í sumum þeirra húsa sem reiknað er með að gætu þurft að víkja vegna breikk­unar veg­ar­ins kvartað undan því að hafa ekki verið upp­lýstir sér­stak­lega um mál­ið.

Borg­ar­lína og hjóla­stígar kalli á breyt­ingar

Í deiliskipu­lags­til­lög­unni segir í umfjöllun um Reykja­vík­ur­veg­inn að sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Borg­ar­línu sé áætlað að þar verði komin borg­ar­línu­braut árið 2030, eftir sömu leið og stræt­is­vagnar aki í dag.

Auglýsing

Þá sé Reykja­vík­ur­veg­ur­inn skil­greindur í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem skil­greind stofn­leið hjól­reiða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að áætl­anir geri ráð fyrir því að árið 2033 verði búið að koma upp aðskildum hjóla­stígum með­fram göt­unni.

Skýringarmynd úr deiliskipulagstillögunni.

„Til þess að hvort tveggja geti orðið að veru­leika þarf að gera umtals­verðar breyt­ingar á Reykja­vík­ur­veg sem er á köflum þröng­ur,“ segir í deiliskipu­lags­til­lög­unni. Í fram­haldi segir að hljóð­stig við Reykja­vík­ur­veg sé mjög hátt. Í kjöl­farið segir að af þessum sökum séu mörk vernd­ar­svæðis í byggð í vest­ur­bænum í Hafn­ar­firði dregin inn sem svari einni húsa­röð.

Síð­asti dag­ur­inn til að gera athuga­semdir við deiliskipu­lags­til­lög­una er í dag, 30. nóv­em­ber, sam­kvæmt því sem segir á vef bæj­ar­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent