Opnað á breikkun Reykjavíkurvegar fyrir Borgarlínu og hjólastíga

Í deiliskipulagstillögu fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar er gengið út frá því að heimildir verði gefnar til að færa eða rífa hátt á annan tug húsa sem standa við Reykjavíkurveg, ef það þurfi að breikka götuna vegna Borgarlínu og hjólastíga.

Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Frá Reykjavíkurvegi. Húsaröðin sem er hér til vinstri á myndinni er sú sem ekki mun njóta hverfisverndar og gæti þurft að víkja ef ákveðið verður að breikka götuna.
Auglýsing

Ein húsa­röð sem liggur upp við Reykja­vík­ur­veg í Hafn­ar­firði er skilin undan því að telj­ast vernd­ar­svæði í byggð, í til­lögu að deiliskipu­lagi fyrir vest­urbæ bæj­ar­ins, sem nú er í kynn­ingu. Ástæðan er sögð sú að mögu­lega þurfi að end­ur­hanna aðkom­una til Hafn­ar­fjarðar og breikka göt­una, með til­komu borg­ar­línu­leiðar og nýrra hjóla­stíga, sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lög­unn­ar.

Með deiliskipu­lags­til­lög­unni er þannig opnað á flutn­ing eða nið­ur­rif húsa sem standa vestan megin við Reykja­vík­ur­veg, húsa sem sum hver eru mjög göm­ul. Fimm þeirra eru byggð fyrir árið 1920. Hafn­firð­ingar eru ekki allir sáttir með þessa fram­tíð­ar­sýn.

Þessi mynd hefur verið birt á samfélagsmiðlum, en þar eru húsin sem heimilt yrði að flytja eða rífa merkt með rauðum dílum.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar og íbúi í þessum elsta hluta Hafn­ar­fjarð­ar, segir það hreinar línur að húsa­röðin við Reykja­vík­ur­veg eigi heima innan vernd­ar­svæðis í byggð.

Hann birti bréf til bæj­ar­yf­ir­valda á Face­book-­síðu sinni á dög­unum og segir þar að það sé „full­kom­lega frá­leit hugsun að rífa eða fjar­lægja fjöl­mörg hús sem með réttu ættu að vera hluti af skil­greindu vernd­ar­svæði í byggð til að leggja meira mal­bik,“ sama hvort það mal­bik fari undir stræt­is­vagna fyr­ir­hug­aðrar Borg­ar­línu, hjóla­stíga eða eitt­hvað ann­að.

Í umræðum um málið á sam­fé­lags­miðlum hafa íbúar í sumum þeirra húsa sem reiknað er með að gætu þurft að víkja vegna breikk­unar veg­ar­ins kvartað undan því að hafa ekki verið upp­lýstir sér­stak­lega um mál­ið.

Borg­ar­lína og hjóla­stígar kalli á breyt­ingar

Í deiliskipu­lags­til­lög­unni segir í umfjöllun um Reykja­vík­ur­veg­inn að sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Borg­ar­línu sé áætlað að þar verði komin borg­ar­línu­braut árið 2030, eftir sömu leið og stræt­is­vagnar aki í dag.

Auglýsing

Þá sé Reykja­vík­ur­veg­ur­inn skil­greindur í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem skil­greind stofn­leið hjól­reiða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og að áætl­anir geri ráð fyrir því að árið 2033 verði búið að koma upp aðskildum hjóla­stígum með­fram göt­unni.

Skýringarmynd úr deiliskipulagstillögunni.

„Til þess að hvort tveggja geti orðið að veru­leika þarf að gera umtals­verðar breyt­ingar á Reykja­vík­ur­veg sem er á köflum þröng­ur,“ segir í deiliskipu­lags­til­lög­unni. Í fram­haldi segir að hljóð­stig við Reykja­vík­ur­veg sé mjög hátt. Í kjöl­farið segir að af þessum sökum séu mörk vernd­ar­svæðis í byggð í vest­ur­bænum í Hafn­ar­firði dregin inn sem svari einni húsa­röð.

Síð­asti dag­ur­inn til að gera athuga­semdir við deiliskipu­lags­til­lög­una er í dag, 30. nóv­em­ber, sam­kvæmt því sem segir á vef bæj­ar­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent