Óraunhæf framfærsla frá LÍN skapar tækifæri fyrir GAMMA

l.n.jpg
Auglýsing

Sam­tök félags­hyggju­fólks við Háskóla Íslands, Röskva, harmar að grund­völlur hafi skap­ast fyrir stofnun einka­rek­ins lána­sjóðs fyrir náms­menn. Þetta segir í ályktun frá Röskvu í til­efni þess að fjár­mála­fyr­ir­tækið GAMMA hefur stofnað lána­sjóð fyrir náms­menn.

Í álykt­un­inni seg­ir:

„Ný­lega bár­ust fregnir af því að nýr einka­rek­inn lána­sjóður hafi verið stofn­aður fyrir náms­menn. Einka­rek­inn lána­sjóður er ann­ars eðlis en rík­is­rek­inn; hann hefur það mark­mið að græða á nem­end­um. Í því fel­ast óhag­stæð­ari kjör fyrir nem­end­ur; vext­irnir eru mun hærri, mán­að­ar­legar greiðslur eru ekki tekju­tengdar og hjá þessum nýja lána­sjóði þarf að greiða lánið upp á 12 árum. Það gefur því auga leið að ekki er á allra færi að taka slíkt lán og því getur lána­sjóður af þess­ari gerð aldrei komið í stað rík­is­rek­ins lána­sjóðs.

Auglýsing

Þessi nýi lána­sjóður býður upp á þann mögu­leika að taka lán til við­bótar við lán frá LÍN þegar grunn­fram­færslan dugir ekki, t.d. hjá fjöl­skyldu­fólki. Það er með öllu ótækt að for­eldrar og aðrir í námi geti ekki fram­fleytt sér á þeirri grunn­fram­færslu sem LÍN býður upp á. Með óraun­hæfri fram­færslu LÍN hefur skap­ast rými á mark­aði fyrir einka­að­ila að græða á bágri stöðu nem­enda.

Röskva vill að stúd­entar fái stað­fest­ingu á því að stofnun nýs lána­sjóðs muni ekki draga úr starf­semi LÍN. Stofnun lána­sjóðs­ins sýnir svart á hvítu að þörf er á raun­hæf­ari fram­færslu­grunni náms­lána LÍN. Þetta höfum við í hags­muna­bar­áttu stúd­enta ítrekað bent á en rík­is­stjórnin látið sem vind um eyru þjóta. Nú þegar þetta liggur fyrir krefj­umst við svara; hvað ætlar rík­is­stjórnin að gera til að sporna við þess­ari þró­un?“

Hámkarks­lán þrettán millj­ónir krónaGAMMA til­kynnti í febr­úar um stofnun Fram­tíð­ar­inn­ar, náms­lána­sjóðs sem veit­ir há­skóla­nemum bæði fram­færslu- og skóla­gjalda­lán. Fram­tíðin er fjár­mögnuð í gegnum skulda­bréfa­sjóði sem eru í stýr­ingu hjá GAMMA. Að baki skulda­bréfa­sjóð­unum standa stofn­ana­fjár­festar eins og líf­eyr­is­sjóðir og trygg­inga­fé­lög, eigna­stýr­ingar og almennir fjár­fest­ar.

Hámarks­lán er þrettán millj­ónir króna, en lág­markið 500 þús­und króna, en og end­ur­greiðslu­tím­inn er tólf ár. Byrjað er að greiða lánin til baka einu ári eftir að námi er lok­ið.

Allir náms­menn sem ætla í háskóla­nám á Íslandi eða erlendis geta sótt um náms­lán hjá Fram­tíð­inni. Einnig er starfs­nám, end­ur­menntun og nám með vinnu á Íslandi láns­hæft, að því er fram kemur í til­kynn­ingu.

Fram­tíðin mun bjóða upp á tvær teg­undir náms­lána, ann­ars vegar óverð­tryggð lán með breyti­legum vöxtum og hins vegar verð­tryggð lán með föstum vöxt­um. Sjóð­ur­inn áætlar að veita nokkur hund­ruð náms­mönnum lán á ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None