Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple hagnaðist um 13,5 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.800 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er methagnaður fyrir þessa mánuði ársins, en heildartekjur fyrirtækisins á þessum þremur mánuðum námu 58 milljörðum Bandaríkjadala.
Væntingar sérfræðinga á markaðnum voru þær að heildartekjur yrðu 56 milljarðar Bandaríkjadala, en á næstu mánuðum, það er fram til 1. júní, er búist við því að heildartekjur verði 46 til 48 milljarðar Bandaríkjadala.
Helsta tekjulind fyrirtækisins þessi misserin eru iPhone símarnir, en aðrar vörur, eins og iPad spjaldtölvan og snjallúrin, hafa einnig haldið áfram að seljast vel, og sér ekki fyrir endann á aukningunni, að því er fram kemur í umfjöllun Inc.com.