Pæling dagsins: Burt með verðtrygginguna, og hvað svo?

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti Bjarna Benediktssonar hefur nú umsjón með vinnu sem miðar að því að banna verðtryggð lán til neytenda með jöfnum greiðslum, til lengri tíma en 25 ára. Þá hefur ríkisstjórnin sömuleiðis áform um að lengja lágmarkstíma nýrra verðtryggðra neytendalána í allt að tíu ár og takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra lána. Þá skal einnig stefnt að því að auka kerfislæga hvata til töku á óverðtryggðum lánum frekar en verðtryggðum.

Allt er þetta í samræmi við hatur Framsóknarflokksins á verðtryggingunni, enda margir innan raða hans sem kenna verðtryggingunni um ófarir sínar eftir efnahagshrunið.

Auglýsing

Pælingin er þessi: Eru þessar aðgerðir í alvörunni jafn nauðsynlegar og brýnar og Framsóknarflokkurinn vill meina? Er gríðarlega mikilvægt að banna verðtryggð húsnæðislán sem býsna margir eru með akkúrat núna þegar verðbólga hefur mælst undir markmiðum Seðlabankans tólf mánuði samfleytt? Samhliða lækkandi verðbólgu hefur fasteignaverð hækkað mjög skarpt og aukið um leið hreina eign fasteignaeigenda í húsnæði sínu umtalsvert, einmitt vegna verðtryggingarinnar!

Þá virðist þjóðin sömuleiðis halla sér frekar að verðtryggðu lánunum frekar en þeim óverðtryggðu samkvæmt Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Væri ekki meira vit í því að bjóða neytendum upp á val á milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána? Einhverja lausn verður í það minnsta að finna sem felur ekki í sér óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, eða með skammtímabindingu, í verðbólgubælinu Íslandi, sem aðalvalkost.

Verðtryggingin kom auðvitað illa við marga þegar uppblásin íslensk króna sprakk með miklum hvelli við hrun íslenska fjármálakerfisins, en verðtryggð húsnæðislán nýtast áfram mörgum sem ekki treysta sér í hærri greiðslubyrði sem fylgir óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum. Verðbólga og verðlaus dvergmynt verða áfram helstu áskoranir íslenskra stjórnvalda og eitt helsta böl íslenskra heimila. Það mun ekki breytast þótt verðtryggingunni verði kastað á haugana.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None