Pæling dagsins: Facebook hefur umbylt notkun á fjölmiðlum á Íslandi

markz.jpg
Auglýsing

1,4 millj­arður manna í heim­inum er virkur á Face­book í hverjum mán­uði. Þeim fjölg­aði um 13 pró­sent á árinu 2014. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var um 385 millj­arðar króna. Aukn­ingin er fyrst og fremst vegna aug­lýs­inga­tekna sem rúm­lega tvö­föld­uð­ust á árinu. Um 70 pró­sent af aug­lýs­inga­tekj­unum er til­komin vegna aug­lýs­inga sem birt­ast í snjall­sím­um.

Og Face­book er alls ekki hætt í sókn sinni að því að verða ráð­andi vett­vangur fyrir birt­ingu aug­lýs­inga í heim­in­um. Allir sem skráð hafa sig inn á Face­book eftir 1. jan­úar 2015 hafa til að mynda veitt fyr­ir­tæk­inu heim­ild til að safna alls kyns upp­lýs­ingum um sig sem Face­book mun nota til að gera aug­lýs­ingar sínar ein­stak­lings­mið­aðri og mark­viss­ari. Á meðal þeirra upp­lýs­inga eru IP-­töl­ur, tölvu­póstar, vef­síðu­heim­sókn­ir, sím­töl og sms-smá­skila­boð.

Íslenskur aug­lýs­inga­mark­aður hefur ekki farið var­hluta af þess­ari ásókn Face­book. Í tölum sem PIP­AR/T­BWA birti nýverið, og sýna skipt­ingu birt­ing­ar­fjár á milli mis­mun­andi teg­unda fjöl­miðla hér­lend­is, kom fram að um 26 pró­sent þess fari í birt­ingar á net­miðl­um. Af því hlut­falli fer 29 pró­sent í birt­ingu á erlendum vef­síð­um, sér­stak­lega Face­book og Goog­le, sem hafa sótt mjög hratt inn á íslenska mark­að­inn und­an­farin miss­eri.

Auglýsing

En Face­book er ekki bara að herja á íslenskan aug­lýs­inga­mark­að. Þessi vin­sæl­asti sam­fé­lags­mið­ill heims virð­ist líka stýra fjöl­miðla­notkun stórs hluta lands­manna. Á fundi VÍB um breytt umhverfi fjöl­miðla, sem haldin var í Hörpu í gær, kom meðal ann­ars fram í máli Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, að 48 pró­sent af allri umferð sem kemur inn á Vísi.is, næst­vin­sæl­ustu net­síðu lands­ins, komi frá Face­book. Magnús Hall­dórs­son, blaða­maður Kjarn­ans, opin­ber­aði að rúm­lega 60 pró­sent af allri umferð Kjarn­ans komi frá Face­book og Svan­hildur Gréta Krist­jáns­dóttir frá Blæ sagði að 80-90 pró­sent af öllum sem heim­sóttu fjöl­mið­il­inn sem hún stýrir komi í gegnum Face­book.

Face­book hefur því, vægt til orða tek­ið, umbylt umhverfi fjöl­miðla og því hvernig not­endur þeirra nálg­ast efnið sem þeir vilja lesa.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None