Pæling dagsins: Facebook hefur umbylt notkun á fjölmiðlum á Íslandi

markz.jpg
Auglýsing

1,4 millj­arður manna í heim­inum er virkur á Face­book í hverjum mán­uði. Þeim fjölg­aði um 13 pró­sent á árinu 2014. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var um 385 millj­arðar króna. Aukn­ingin er fyrst og fremst vegna aug­lýs­inga­tekna sem rúm­lega tvö­föld­uð­ust á árinu. Um 70 pró­sent af aug­lýs­inga­tekj­unum er til­komin vegna aug­lýs­inga sem birt­ast í snjall­sím­um.

Og Face­book er alls ekki hætt í sókn sinni að því að verða ráð­andi vett­vangur fyrir birt­ingu aug­lýs­inga í heim­in­um. Allir sem skráð hafa sig inn á Face­book eftir 1. jan­úar 2015 hafa til að mynda veitt fyr­ir­tæk­inu heim­ild til að safna alls kyns upp­lýs­ingum um sig sem Face­book mun nota til að gera aug­lýs­ingar sínar ein­stak­lings­mið­aðri og mark­viss­ari. Á meðal þeirra upp­lýs­inga eru IP-­töl­ur, tölvu­póstar, vef­síðu­heim­sókn­ir, sím­töl og sms-smá­skila­boð.

Íslenskur aug­lýs­inga­mark­aður hefur ekki farið var­hluta af þess­ari ásókn Face­book. Í tölum sem PIP­AR/T­BWA birti nýverið, og sýna skipt­ingu birt­ing­ar­fjár á milli mis­mun­andi teg­unda fjöl­miðla hér­lend­is, kom fram að um 26 pró­sent þess fari í birt­ingar á net­miðl­um. Af því hlut­falli fer 29 pró­sent í birt­ingu á erlendum vef­síð­um, sér­stak­lega Face­book og Goog­le, sem hafa sótt mjög hratt inn á íslenska mark­að­inn und­an­farin miss­eri.

Auglýsing

En Face­book er ekki bara að herja á íslenskan aug­lýs­inga­mark­að. Þessi vin­sæl­asti sam­fé­lags­mið­ill heims virð­ist líka stýra fjöl­miðla­notkun stórs hluta lands­manna. Á fundi VÍB um breytt umhverfi fjöl­miðla, sem haldin var í Hörpu í gær, kom meðal ann­ars fram í máli Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, að 48 pró­sent af allri umferð sem kemur inn á Vísi.is, næst­vin­sæl­ustu net­síðu lands­ins, komi frá Face­book. Magnús Hall­dórs­son, blaða­maður Kjarn­ans, opin­ber­aði að rúm­lega 60 pró­sent af allri umferð Kjarn­ans komi frá Face­book og Svan­hildur Gréta Krist­jáns­dóttir frá Blæ sagði að 80-90 pró­sent af öllum sem heim­sóttu fjöl­mið­il­inn sem hún stýrir komi í gegnum Face­book.

Face­book hefur því, vægt til orða tek­ið, umbylt umhverfi fjöl­miðla og því hvernig not­endur þeirra nálg­ast efnið sem þeir vilja lesa.

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None