Pæling dagsins: Facebook hefur umbylt notkun á fjölmiðlum á Íslandi

markz.jpg
Auglýsing

1,4 millj­arður manna í heim­inum er virkur á Face­book í hverjum mán­uði. Þeim fjölg­aði um 13 pró­sent á árinu 2014. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var um 385 millj­arðar króna. Aukn­ingin er fyrst og fremst vegna aug­lýs­inga­tekna sem rúm­lega tvö­föld­uð­ust á árinu. Um 70 pró­sent af aug­lýs­inga­tekj­unum er til­komin vegna aug­lýs­inga sem birt­ast í snjall­sím­um.

Og Face­book er alls ekki hætt í sókn sinni að því að verða ráð­andi vett­vangur fyrir birt­ingu aug­lýs­inga í heim­in­um. Allir sem skráð hafa sig inn á Face­book eftir 1. jan­úar 2015 hafa til að mynda veitt fyr­ir­tæk­inu heim­ild til að safna alls kyns upp­lýs­ingum um sig sem Face­book mun nota til að gera aug­lýs­ingar sínar ein­stak­lings­mið­aðri og mark­viss­ari. Á meðal þeirra upp­lýs­inga eru IP-­töl­ur, tölvu­póstar, vef­síðu­heim­sókn­ir, sím­töl og sms-smá­skila­boð.

Íslenskur aug­lýs­inga­mark­aður hefur ekki farið var­hluta af þess­ari ásókn Face­book. Í tölum sem PIP­AR/T­BWA birti nýverið, og sýna skipt­ingu birt­ing­ar­fjár á milli mis­mun­andi teg­unda fjöl­miðla hér­lend­is, kom fram að um 26 pró­sent þess fari í birt­ingar á net­miðl­um. Af því hlut­falli fer 29 pró­sent í birt­ingu á erlendum vef­síð­um, sér­stak­lega Face­book og Goog­le, sem hafa sótt mjög hratt inn á íslenska mark­að­inn und­an­farin miss­eri.

Auglýsing

En Face­book er ekki bara að herja á íslenskan aug­lýs­inga­mark­að. Þessi vin­sæl­asti sam­fé­lags­mið­ill heims virð­ist líka stýra fjöl­miðla­notkun stórs hluta lands­manna. Á fundi VÍB um breytt umhverfi fjöl­miðla, sem haldin var í Hörpu í gær, kom meðal ann­ars fram í máli Sæv­ars Freys Þrá­ins­son­ar, for­stjóra 365 miðla, að 48 pró­sent af allri umferð sem kemur inn á Vísi.is, næst­vin­sæl­ustu net­síðu lands­ins, komi frá Face­book. Magnús Hall­dórs­son, blaða­maður Kjarn­ans, opin­ber­aði að rúm­lega 60 pró­sent af allri umferð Kjarn­ans komi frá Face­book og Svan­hildur Gréta Krist­jáns­dóttir frá Blæ sagði að 80-90 pró­sent af öllum sem heim­sóttu fjöl­mið­il­inn sem hún stýrir komi í gegnum Face­book.

Face­book hefur því, vægt til orða tek­ið, umbylt umhverfi fjöl­miðla og því hvernig not­endur þeirra nálg­ast efnið sem þeir vilja lesa.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None