Pæling dagsins: Fjölskyldutengslin að þvælast fyrir Bjarna

Bjarni.Benediktsson.med_.syniseintak.af_.nyja_.sedlinum.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var lengi virkur í við­skipta­líf­inu á Íslandi. Hann sagði skilið við það í lok árs 2008 til að ein­beita sér að því að vera stjórn­mála­mað­ur, og ekk­ert við það að athuga.

Tengsl ­fjöl­skyldu hans við atvik í við­skipta­líf­inu sem þykja orka tví­mælis eru hins vegar sífellt að vefj­ast fyrir Bjarna á stjórn­mála­ferl­in­um. Fyrst var það Vafn­ings­málið, þar sem Bjarni skrif­aði undir veð­skjöl fyrir hönd ætt­ingja sinna og þurfti fyrir vikið að bera vitni í saka­máli. Næst kom Borg­un­ar-­málið svo­kall­aða. Þar seldi Lands­bank­inn, sem er í eigu rík­is­ins, hlut sinn í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun bak­við luktar dyr. Í kaup­enda­hópnum voru ætt­ingjar Bjarna.

Í gær birt­ist svo frétt í Frétta­blað­inu þar sem sam­keppn­is­að­ili Kynn­is­ferða ásak­aði Bjarna um að hafa sleppt því að afnema unda­þágu áætl­un­ar­ferða hóp­bif­reiða frá virð­is­auka­skatts­greiðslum vegna tengsla sinna við Kynn­is­ferð­ir, en stærstu eig­endur þess fyr­ir­tækis eru faðir og föð­ur­bróðir Bjarna. Í sama blaði ásak­aði Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, Bjarna um að láta „ís­lenska frænd­hygli“ þvæl­ast fyrir sér þegar kæmi að því að kaupa gögn um aflands­fé­lög í eigu Íslend­inga erlendis sem er talið að hafi stundað skattaund­an­skot.

Auglýsing

Án þess að leggja neitt mat á trú­verð­ug­leika ofan­greinda ásak­ana þá er pæl­ing dags­ins sú hvort umsvif fjöl­skyldu Bjarna séu ekki farin að þvæl­ast óþægi­lega mikið fyrir því að hann geti tekið óum­deildar ákvarð­anir um mik­il­væg mál í starfi sínu sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra?

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None