Pæling dagsins: Fjölskyldutengslin að þvælast fyrir Bjarna

Bjarni.Benediktsson.med_.syniseintak.af_.nyja_.sedlinum.jpg
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var lengi virkur í viðskiptalífinu á Íslandi. Hann sagði skilið við það í lok árs 2008 til að einbeita sér að því að vera stjórnmálamaður, og ekkert við það að athuga.

Tengsl fjölskyldu hans við atvik í viðskiptalífinu sem þykja orka tvímælis eru hins vegar sífellt að vefjast fyrir Bjarna á stjórnmálaferlinum. Fyrst var það Vafningsmálið, þar sem Bjarni skrifaði undir veðskjöl fyrir hönd ættingja sinna og þurfti fyrir vikið að bera vitni í sakamáli. Næst kom Borgunar-málið svokallaða. Þar seldi Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun bakvið luktar dyr. Í kaupendahópnum voru ættingjar Bjarna.

Í gær birtist svo frétt í Fréttablaðinu þar sem samkeppnisaðili Kynnisferða ásakaði Bjarna um að hafa sleppt því að afnema undaþágu áætlunarferða hópbifreiða frá virðisaukaskattsgreiðslum vegna tengsla sinna við Kynnisferðir, en stærstu eigendur þess fyrirtækis eru faðir og föðurbróðir Bjarna. Í sama blaði ásakaði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Bjarna um að láta „íslenska frændhygli“ þvælast fyrir sér þegar kæmi að því að kaupa gögn um aflandsfélög í eigu Íslendinga erlendis sem er talið að hafi stundað skattaundanskot.

Auglýsing

Án þess að leggja neitt mat á trúverðugleika ofangreinda ásakana þá er pæling dagsins sú hvort umsvif fjölskyldu Bjarna séu ekki farin að þvælast óþægilega mikið fyrir því að hann geti tekið óumdeildar ákvarðanir um mikilvæg mál í starfi sínu sem fjármála- og efnahagsráðherra?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None