Pæling dagsins: Fjölskyldutengslin að þvælast fyrir Bjarna

Bjarni.Benediktsson.med_.syniseintak.af_.nyja_.sedlinum.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var lengi virkur í við­skipta­líf­inu á Íslandi. Hann sagði skilið við það í lok árs 2008 til að ein­beita sér að því að vera stjórn­mála­mað­ur, og ekk­ert við það að athuga.

Tengsl ­fjöl­skyldu hans við atvik í við­skipta­líf­inu sem þykja orka tví­mælis eru hins vegar sífellt að vefj­ast fyrir Bjarna á stjórn­mála­ferl­in­um. Fyrst var það Vafn­ings­málið, þar sem Bjarni skrif­aði undir veð­skjöl fyrir hönd ætt­ingja sinna og þurfti fyrir vikið að bera vitni í saka­máli. Næst kom Borg­un­ar-­málið svo­kall­aða. Þar seldi Lands­bank­inn, sem er í eigu rík­is­ins, hlut sinn í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun bak­við luktar dyr. Í kaup­enda­hópnum voru ætt­ingjar Bjarna.

Í gær birt­ist svo frétt í Frétta­blað­inu þar sem sam­keppn­is­að­ili Kynn­is­ferða ásak­aði Bjarna um að hafa sleppt því að afnema unda­þágu áætl­un­ar­ferða hóp­bif­reiða frá virð­is­auka­skatts­greiðslum vegna tengsla sinna við Kynn­is­ferð­ir, en stærstu eig­endur þess fyr­ir­tækis eru faðir og föð­ur­bróðir Bjarna. Í sama blaði ásak­aði Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, Bjarna um að láta „ís­lenska frænd­hygli“ þvæl­ast fyrir sér þegar kæmi að því að kaupa gögn um aflands­fé­lög í eigu Íslend­inga erlendis sem er talið að hafi stundað skattaund­an­skot.

Auglýsing

Án þess að leggja neitt mat á trú­verð­ug­leika ofan­greinda ásak­ana þá er pæl­ing dags­ins sú hvort umsvif fjöl­skyldu Bjarna séu ekki farin að þvæl­ast óþægi­lega mikið fyrir því að hann geti tekið óum­deildar ákvarð­anir um mik­il­væg mál í starfi sínu sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None