Viðskiptaráð stendur fyrir Viðskiptaþingi í næstu viku. Þar munu nokkrir ræðumenn halda framsögur, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Í pallborði á þinginu munu leiðtogar stjórnmálaflokkanna svo ræða íslenska umræðuhefð og áhrif hennar á innleiðingu breytinga, að því er fram kemur í auglýsingu fyrir viðburðinn. Íslensk umræðuhefð hefur lengi verið forsætisráðherranum mjög hugleikin. Nú síðast tjáði hann sig um umræðuna í tengslum við fjarveru hans á samstöðufundi vegna hryðjuverkanna í París, en hann sagði umræðu oft vera leidda „út í móa“ og hún allt of yfirborðskennd. Hann hefur líka sagt að það sé ástæða fyrir alla að hafa áhyggjur af þróun þjóðfélagsumræðunnar, í tengslum við lekamálið, og í stefnuræðu sinni í þinginu í haust harmaði hann að hér á landi ríkti „umræðuhefð sem sífellt beinir spjótum sínum að hinu neikvæða“.
Vegna þess hversu tíðrætt forsætisráðherra er um umræðuna á Íslandi vekur það athygli að samkvæmt auglýsingu Viðskiptaráðs um atburðinn ætlar hann ekki að staldra við á Viðskiptaþingi eftir ræðu sína og taka þátt í pallborðsumræðunum, heldur hyggst hann senda Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem fulltrúa Framsóknarflokksins.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar