Pæling dagsins: Gætum við ekki gert miklu betur?

Ageir_Trausti.jpg
Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gærkvöldi með pompi og prakt. Tónlistarverðlaunin eru ágætis áminning á hvað þjóðin á mikið af ótrúlega hæfileikaríku tónlistarfólki á heimsmælikvarða og hve mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi.

Það sama má í raun segja um aðra kima menningar og listar á Íslandi. Gróskan er allsráðandi, og þá gildir einu hvort um sé að ræða myndlist, ritlist eða kvikmyndagerð. Það sem margir kölluðu eitt sinn dútl, og gera sjálfsagt enn, skilar þjóðarbúinu mörgum milljörðum króna á hverju ári. Það er þetta með þessar skapandi atvinnugreinar.

Auglýsing

Á meðan tónlistarfólk okkar vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum á erlendri grundu, búa tónlistarkennarar og tónlistarskólar við kröpp kjör. Á meðan íslenskar kvikmyndir sanka að sér alþjóðlegum verðlaunum á kvikmyndahátíðum erlendis, eru fjárframlög til kvikmyndasjóðs skorin niður.

Svo virðist sem að stjórnmálamönnum finnist bara töff að tala um mikilvægi skapandi greina við réttar kjöraðstæður, til að mynda í aðdraganda kosninga eða í ræðu prúðbúinn við hátíðlegt tækifæri, en þegar kemur að efndunum, þá gerist því miður lítið.

Hér er pæling: Í ljósi mannauðsins sem við eigum hér á Íslandi í skapandi geiranum, það er geira menningar, listar og nýsköpunar, væri þá ekki pæling fyrir íslensk stjórnvöld að einblína meir á að gera geiranum hærra undir höfði, frekar en að hlaða endalaust undir rassinn á sægreifum og erlendum stóriðjufyrirtækjum?

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None