Orkuveita Reykjavíkur (OR) tilkynnti um rekstrarafkomu sína fyrir árið í fyrra í gær. OR er var rekin með 8,9 milljóna króna hagnaði í fyrra, og hefur rekstrarafkoma félagsins stórbatnað á skömmum tíma. Planinu svonefnda hefur verið fylgt eftir að staðfestu, og hefur það nú skilað 47 milljarða króna árangri, samkvæmt tilkynningu félagsins. Framlegð rekstrarins, EBITDA, nam tæplega 25 milljörðum króna, og lækkuðu vaxtaberandi skuldir um 14,2 milljarða.
Áhrifamesta einstaka aðgerðin sem hrint var í framkvæmt til að mæta alvarlegri stöðu OR eftir hrunið, var ekki svo langsótt eða flókin. Hún fólst í því að hækka verðið á notkun heimilanna. Þannig hafa tekjur vaxið mikið, námu 27,9 milljörðum 2010 en voru 38,6 milljarðar í fyrra, eða tæplega ellefu milljörðum meiri.
Bjarni Bjarnason forstjóri OR, og hans fólk, hafa haldið vel á spöðunum þegar kemur að því að laga skelfilega stöðu OR eftir hrunið, en það má ekki gleyma mikilvægu hlutverki heimilanna í þessu. Þau hafa einfaldlega staðið við sitt, og tekið miklum verðskrárhækkunum á skömmum tíma af stillingu.