Pæling dagsins: Hvenær kemur röðin að leigjendum?

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Leigj­end­ur, sem ekki fengu miða í stærsta rík­is­-happ­drætti Íslands­sög­unnar sem skulda­nið­ur­fell­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vissu­lega voru, eru ekki í neinum sér­stökum mál­um. Leiga hefur hækkað ört að und­an­förnu, og við­búið að hún muni halda áfram að hækka. Nær ómögu­legt er fyrir fyrstu kaup­endur að kom­ast inn á mark­að­inn vegna ört hækk­andi hús­næð­is­verðs, þannig að stór hluti þjóð­ar­innar er dæmdur til að vera á leigu­mark­aði um ókomin ár, á mark­aði þar sem ófremd­ar­á­stand er við lýði. Fjöldi fólks býr í ósam­þykktu hús­næði með litlum sem engum eld­vörn­um, og ástandið er látið nær óátalið því ann­ars myndi hópur fólks enda á göt­unni sem yrði óþægi­legt fyrir stjórn­völd að kljást við. Þá neyð­ast margir til að þröngva sér inn á ætt­ingja, því launin eða bæt­urnar hrökkva ekki fyrir húsa­leigu og fram­færslu. Skulda­nið­ur­færsla stjórn­valda var keyrði í gegn á met­tíma, en enn líður og bíður eftir úrræðum fyrir leigj­end­ur. Hvenær ætla stjórn­völd að gefa stöðu leigj­enda gaum? Hvað á þetta ástand að fá að vara lengi?

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None