Pæling dagsins: Hvenær kemur röðin að leigjendum?

10191521713-a0fe08b602-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Leigj­end­ur, sem ekki fengu miða í stærsta rík­is­-happ­drætti Íslands­sög­unnar sem skulda­nið­ur­fell­ingar rík­is­stjórn­ar­innar vissu­lega voru, eru ekki í neinum sér­stökum mál­um. Leiga hefur hækkað ört að und­an­förnu, og við­búið að hún muni halda áfram að hækka. Nær ómögu­legt er fyrir fyrstu kaup­endur að kom­ast inn á mark­að­inn vegna ört hækk­andi hús­næð­is­verðs, þannig að stór hluti þjóð­ar­innar er dæmdur til að vera á leigu­mark­aði um ókomin ár, á mark­aði þar sem ófremd­ar­á­stand er við lýði. Fjöldi fólks býr í ósam­þykktu hús­næði með litlum sem engum eld­vörn­um, og ástandið er látið nær óátalið því ann­ars myndi hópur fólks enda á göt­unni sem yrði óþægi­legt fyrir stjórn­völd að kljást við. Þá neyð­ast margir til að þröngva sér inn á ætt­ingja, því launin eða bæt­urnar hrökkva ekki fyrir húsa­leigu og fram­færslu. Skulda­nið­ur­færsla stjórn­valda var keyrði í gegn á met­tíma, en enn líður og bíður eftir úrræðum fyrir leigj­end­ur. Hvenær ætla stjórn­völd að gefa stöðu leigj­enda gaum? Hvað á þetta ástand að fá að vara lengi?

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None