Pæling dagsins: Öll spjót standa á Sigríði Björk

sbg.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Tölvu­póstur sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, þáver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, þann 20. nóv­em­ber 2013 sem inni­hélt grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos, finnst hvorki hjá lög­reglu­stjóra­emb­ætt­inu á Suð­ur­nesjum né Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Kjarn­inn sagði frétt þessa efn­is, en Per­sónu­vernd álítur tölvu­póst­inn vera lyk­il­gagn í rann­sókn­inni á sam­skiptum Sig­ríðar Bjarkar og Gísla við upp­haf leka­máls­ins svo­kall­aða. Í kjöl­fari frétt­ar­innar sendi Sig­ríður Björk frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hún sagði að umræddur tölvu­póstur væri vistaður á póst­þjóni lög­regl­unn­ar, sem er áhuga­vert í ljósi þess að lög­reglan á Suð­ur­nesjum fann hann ekki. Þá hefur Sig­ríður Björk óskað eftir lengri frest til að afhenda Per­sónu­vernd umbeðin gögn í mál­inu, þar sem stofn­unin hefur sömu­leiðis farið fram á að hún skýri hvernig gagna­ör­yggi var tryggt þegar hún sendi Gísla Frey áður­nefnda grein­ar­gerð um Tony Omos. Frestur Gísla Freys til að afhenda umræddan tölvu­póst til Per­sónu­verndar rennur út í dag að óbreyttu.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None