Pæling dagsins: Spennandi að sjá hvað gerist næst í losun hafta

10016383354_79a4c3bbdb_z.jpg
Auglýsing

Fyrsta skrefið í átt til losunar á fjármagnshöftum hefur verið stigið, þótt ekki hafi það verið mjög stórt. Skrefið sem var stigið í gær snýr að aflandskrónueignum, en þær eru nú virði tæplega 15 prósenta af vergri landsframleiðslu. Eins og seðlabankastjóri sagði í gær er þetta undirbúnings- eða öryggisskref áður en gengið verður lengra í losun fjármagnshafta.

Nú verður spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu. Aðgerðin virðist miða að því að stilla erlendum eigum aflandskróna upp við vegg og þvinga þá í stöðu þar sem stjórnvöld geta aflétt spennunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á þessum nótum í viðtali við Rúv í gær, þegar hann sagði að það væri „ekkert tekið af neinum en þrengdir mjög fjárfestingarkostirnir,“ sem standa aflandskrónueigendum til boða. Hann sagði líka að gengið væri út frá því að klára þessi mál á fyrri hluta ársins. Þá er spurningin: ef erlendir krónueigendur eiga að komast út, á hvaða gengi munu viðskiptin fara fram? Miðað við síðasta útboð Seðlabankans má reikna með að það verði um 195 til 200 krónur fyrir hverja evru. Már Guðmundsson vildi engu svara um þetta þegar Kjarninn spurði hann í gær.

Bjarni sagði einnig þegar hann var spurður í viðtalinu á Rúv að þetta væru fyrstu skrefin í því að afnema gjaldeyrishöftin. Seðlabankinn talar þó aldrei um afnám hafta, heldur losun, enda ólíklegt að höftin séu á leið burt á næstunni, þótt vonandi fari þau að minnka.

Auglýsing

Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None