Páll Magnússon ætlar að hætta á þingi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks mun ekki sækjast eftir því að vera áfram á þingi. Hann hafði áður boðað þátttöku í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en segir áhugann hafa dofnað – neistann kulnað.

Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Auglýsing

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi, sem fram fer í maímánuði. Hann hafði áður boðað að hann ætlaði að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæminu, en Páll var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.

Frá þessari nýju ákvörðun segir Páll á Facebook í dag. „Ég komst raunar að þessari niðurstöðu innra með mér strax um síðustu áramót en ákvað samt að leyfa þessum þremur mánuðum að líða áður en ég tæki endanlega ákvörðun; ef eitthvað það gerðist sem kynni að breyta þessari niðurstöðu. Það gerðist ekki,“ skrifar Páll.

Áhuginn dofnað og neistinn kulnað

Hann segir að ákvörðun sín sé ekki tekin „vegna neinna ytri aðstæðna í pólitíkinni“ heldur sé ákvörðunin persónuleg.

Auglýsing

„Oft þegar ég hef staðið frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum og áskorunum lýkur vangaveltunum bara með einni einfaldri spurningu: Langar mig nógu mikið til að gera þetta? Svarið að þessu sinni er nei. Ég stóð frammi fyrir nákvæmlega sömu spurningu fyrir tæpum 5 árum og þá var svarið já. En nú hefur áhuginn einfaldlega dofnað - neistinn kulnað,“ skrifar Páll.

Um það að hann hafi sagt fyrir einungis nokkrum vikum að hann ætlaði að gefa kost á sér áfram segir Páll: „Jú, það er einfalda reglan um að þangað til ný ákvörðun er tekin þá gildir sú gamla!“

Páll boðar að þetta sé persónulega niðurstaðan – „pólitíska kveðjubréfið“ komi svo innan tíðar.

Studdi ekki Sjálfstæðisflokkinn í Eyjum árið 2018

Páll rekur ættir sínar til Vestmannaeyja og átti þar öflugt bakland í prófkjörsbaráttu flokksins árið 2016, er hann velti Ragnheiði Elínu Árnadóttur úr oddvitasætinu í Suðurkjördæmi. Síðan tók Páll sæti á þingi 2016 og leiddi flokkinn aftur til kosninga í kjördæminu eftir að stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk haustið 2017.

Í Vestmannaeyjum, sem lengi hefur verið mikið vígi Sjálfstæðisflokks, kom fram klofningsframboðið Fyrir Heimaey í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2018. Íris Róbertsdóttir, nú bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, leiddi það framboð, sem hafði sigur í kosningunum og myndar nú bæjarstjórnarmeirihluta með Eyjalistanum – á meðan sjálfstæðismenn sitja í minnihluta.

„Það er engin laun­ung á því að við Sjálf­stæð­is­menn í Eyj­u­m erum mjög ósátt við fram­göngu Páls í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna,“ ­sagði Jarl Sig­ur­geirs­son, ­for­maður full­trúa­ráðs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Vest­manna­eyj­u­m við Fréttablaðið á sínum tíma.

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins sagði að Páll hefði ekki stutt við bakið á fram­boði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Eyj­um vegna vináttusambands síns við Írisi. Í ljósi þess hve mjótt var á mun­um hefði það skipt miklu máli þegar upp var stað­ið.

Einn viðmælandi blaðsins á þessum tíma sagði taldi einsýnt að Páll myndi aldrei aftur hafa sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sunnanlands.

Prófkjör flokksins í Suðurkjördæmi á að fara fram í lok maí. Guðrún Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Kjöríss og Vilhjálmur Árnason alþingismaður hafa gefið kost á sér í oddvitasætið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent