Páll Magnússon ætlar að hætta á þingi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokks mun ekki sækjast eftir því að vera áfram á þingi. Hann hafði áður boðað þátttöku í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en segir áhugann hafa dofnað – neistann kulnað.

Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Páll Magnússon ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Auglýsing

Páll Magn­ús­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks ætlar ekki að gefa kost á sér í próf­kjöri flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, sem fram fer í maí­mán­uði. Hann hafði áður boðað að hann ætl­aði að sækj­ast eftir fyrsta sæti á lista flokks­ins í kjör­dæm­inu, en Páll var odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu í síð­ustu kosn­ingum og er fyrsti þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is.

Frá þess­ari nýju ákvörðun segir Páll á Face­book í dag. „Ég komst raunar að þess­ari nið­ur­stöðu innra með mér strax um síð­ustu ára­mót en ákvað samt að leyfa þessum þremur mán­uðum að líða áður en ég tæki end­an­lega ákvörð­un; ef eitt­hvað það gerð­ist sem kynni að breyta þess­ari nið­ur­stöðu. Það gerð­ist ekki,“ ­skrifar Páll.

Áhug­inn dofnað og neist­inn kulnað

Hann segir að ákvörðun sín sé ekki tekin „vegna neinna ytri aðstæðna í póli­tík­inni“ heldur sé ákvörð­unin per­sónu­leg.

Auglýsing

„Oft þegar ég hef staðið frammi fyrir mik­il­vægum ákvörð­unum og áskor­unum lýkur vanga­velt­unum bara með einni ein­faldri spurn­ingu: Langar mig nógu mikið til að gera þetta? Svarið að þessu sinni er nei. Ég stóð frammi fyrir nákvæm­lega sömu spurn­ingu fyrir tæpum 5 árum og þá var svarið já. En nú hefur áhug­inn ein­fald­lega dofnað - neist­inn kuln­að,“ ­skrifar Pál­l.

Um það að hann hafi sagt fyrir ein­ungis nokkrum vikum að hann ætl­aði að gefa kost á sér áfram segir Páll: „Jú, það er ein­falda reglan um að þangað til ný ákvörðun er tekin þá gildir sú gamla!“

Páll boðar að þetta sé per­sónu­lega nið­ur­staðan – „póli­tíska kveðju­bréf­ið“ komi svo innan tíð­ar.

Studdi ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Eyjum árið 2018

Páll rekur ættir sínar til Vest­manna­eyja og átti þar öfl­ugt bak­land í próf­kjörs­bar­áttu flokks­ins árið 2016, er hann velti Ragn­heiði Elínu Árna­dóttur úr odd­vita­sæt­inu í Suð­ur­kjör­dæmi. Síðan tók Páll sæti á þingi 2016 og leiddi flokk­inn aftur til kosn­inga í kjör­dæm­inu eftir að stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sprakk haustið 2017.

Í Vest­manna­eyj­um, sem lengi hefur verið mikið vígi Sjálf­stæð­is­flokks, kom fram klofn­ings­fram­boðið Fyrir Heimaey í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2018. Íris Róberts­dótt­ir, nú bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, leiddi það fram­boð, sem hafði sigur í kosn­ing­unum og myndar nú bæj­ar­stjórn­ar­meiri­hluta með Eyja­list­anum – á meðan sjálf­stæð­is­menn sitja í minni­hluta.

„Það er engin laun­ung á því að við Sjálf­­stæð­is­­menn í Eyj­u­m erum mjög ósátt við fram­­göngu Páls í aðdrag­anda sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­anna,“ ­sagði Jarl Sig­­ur­­geir­s­­son, ­for­­maður full­­trú­a­ráðs Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Vest­­manna­eyj­u­m við Frétta­blaðið á sínum tíma.

Í umfjöllun Frétta­­blaðs­ins sagði að Páll hefði ekki stutt við bakið á fram­­boði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Eyj­um vegna vin­áttu­sam­bands síns við Írisi. Í ljósi þess hve mjótt var á mun­um hefði það skipt miklu máli þegar upp var stað­ið.

Einn við­mæl­andi blaðs­ins á þessum tíma sagði taldi ein­sýnt að Páll myndi aldrei aftur hafa sigur í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins sunn­an­lands.

Próf­kjör flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi á að fara fram í lok maí. Guð­rún Haf­steins­dóttir fram­kvæmda­stjóri Kjör­íss og Vil­hjálmur Árna­son alþing­is­maður hafa gefið kost á sér í odd­vita­sæt­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent