Samfylkingin ríði vart feitum hesti frá því að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk

Sigríður Á. Andersen er ekki viss um að Samfylkingin og aðrir flokkar græði á því að útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Að sama skapi eigi Sjálfstæðisflokkur ekki að hlaupa til og geðjast flokkunum sem eru lengra til vinstri.

Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi ráðherra, telur að flokkar sem lýsi því yfir fyrir kosningar að þeir ætli sér ekki að vinna með ákveðnum flokkum þurfi að „eiga það við sig“. Það klagi ekki upp á Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir að flokkar á borð við Samfylkingu og Pírata hafi nú þegar boðað að ekki komi til greina að starfa með flokknum í ríkisstjórn.

„Mér sýnist hún nú ekkert ríða mjög feitum hesti frá svona yfirlýsingum, almennt,“ sagði Sigríður um Samfylkinguna í samtali við Kristján Kristjánsson þáttarstjórnanda Sprengisands á Bylgjunni í dag, þar sem farið var yfir stöðu stjórnmála og Sjálfstæðisflokks.

Sigríður sagði hið sama hefði átt við um Bjarta framtíð og Viðreisn eftir að flokkarnir höfðu „hlaupið frá ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum“ árið 2017. „Þessum flokkum var bara refsað í kosningunum þar á eftir,“ sagði Sigríður.

Sigríður sagði að sjálfsögðu væru „þessir vinstriflokkar“ að senda Sjálfstæðisflokknum skilaboð. „Svar okkar við því er ekki að reyna að geðjast þessum flokkum og verða eins og þeir. Út á það ganga ekki stjórnmál. [...] Við megum ekki missa sjónar á því út á hvað Sjálfstæðisflokkurinn gengur,“ sagði Sigríður.

Auglýsing

Í viðtalinu á Sprengisandi ræddi Sigríður um stöðuna í Sjálfstæðisflokknum og velti því upp hvort flokkurinn væri kannski „allt of mikið að elta aðra flokka í stefnumálum“ og þá á sama tíma væru meginskilaboð flokksins – um að lágmarka ríkisafskipti og umsvif ríkisins – að þynnast út.

„Flokkurinn þarf kannski að brýna sig aðeins í þessum skilaboðum sínum,“ sagði Sigríður.

Skildi lítið í Morgunblaðsgrein Friðjóns

Til umræðu kom grein Friðjóns R. Friðjónssonar miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum frá því fyrr í vetur þar sem hann sagði flokkinn vera með ásýnd flokks kyrrstöðu.

Sigríður sagðist lítið hafa skilið í grein Friðjóns. Hann hefði aðallega talað um sjávarútvegskerfið og í fáum greinum væru meiri breytingar en akkúrat þar, auk þess sem þar færi mesta nýsköpunin fram.

„Ég ætla ekki að svara fyrir þessa grein. Ég er ekki sammála því að flokkurinn sé gamaldags flokkur og standi ekki fyrir breytingar. Ég held kannski þvert á móti að menn hafi viljað breyta allt of miklu allt of hratt og þannig misst fókusinn á skilaboðunum, misst fókusinn á því sem skiptir máli, og það er að veita stjórnmálamönnum aðhald, ekki þó með því að færa völd frá stjórnmálamönnum inn í embættismannakerfið eins og hefur verið mjög mikið hérna og verið látið átölulaust allt of mikið af öllu stjórnmálalífinu. Þetta eru þau skilaboð og aðhald sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að veita,“ sagði Sigríður Á. Andersen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent