Samfylkingin ríði vart feitum hesti frá því að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk

Sigríður Á. Andersen er ekki viss um að Samfylkingin og aðrir flokkar græði á því að útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Að sama skapi eigi Sjálfstæðisflokkur ekki að hlaupa til og geðjast flokkunum sem eru lengra til vinstri.

Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fyrr­ver­andi ráð­herra, telur að flokkar sem lýsi því yfir fyrir kosn­ingar að þeir ætli sér ekki að vinna með ákveðnum flokkum þurfi að „eiga það við sig“. Það klagi ekki upp á Sjálf­stæð­is­flokk­inn, þrátt fyrir að flokkar á borð við Sam­fylk­ingu og Pírata hafi nú þegar boðað að ekki komi til greina að starfa með flokknum í rík­is­stjórn.

„Mér sýn­ist hún nú ekk­ert ríða mjög feitum hesti frá svona yfir­lýs­ing­um, almennt,“ sagði Sig­ríður um Sam­fylk­ing­una í sam­tali við Krist­ján Krist­jáns­son þátt­ar­stjórn­anda Sprengisands á Bylgj­unni í dag, þar sem farið var yfir stöðu stjórn­mála og Sjálf­stæð­is­flokks.

Sig­ríður sagði hið sama hefði átt við um Bjarta fram­tíð og Við­reisn eftir að flokk­arnir höfðu „hlaupið frá rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um“ árið 2017. „Þessum flokkum var bara refsað í kosn­ing­unum þar á eft­ir,“ sagði Sig­ríð­ur.

Sig­ríður sagði að sjálf­sögðu væru „þessir vinstri­flokk­ar“ að senda Sjálf­stæð­is­flokknum skila­boð. „Svar okkar við því er ekki að reyna að geðj­ast þessum flokkum og verða eins og þeir. Út á það ganga ekki stjórn­mál. [...] Við megum ekki missa sjónar á því út á hvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geng­ur,“ sagði Sig­ríð­ur.

Auglýsing

Í við­tal­inu á Sprengisandi ræddi Sig­ríður um stöð­una í Sjálf­stæð­is­flokknum og velti því upp hvort flokk­ur­inn væri kannski „allt of mikið að elta aðra flokka í stefnu­mál­um“ og þá á sama tíma væru meg­in­skila­boð flokks­ins – um að lág­marka rík­is­af­skipti og umsvif rík­is­ins – að þynn­ast út.

„Flokk­ur­inn þarf kannski að brýna sig aðeins í þessum skila­boðum sín­um,“ sagði Sig­ríð­ur.

Skildi lítið í Morg­un­blaðs­grein Frið­jóns

Til umræðu kom grein Frið­jóns R. Frið­jóns­sonar mið­stjórn­ar­manns í Sjálf­stæð­is­flokknum frá því fyrr í vetur þar sem hann sagði flokk­inn vera með ásýnd flokks kyrr­stöðu.

Sig­ríður sagð­ist lítið hafa skilið í grein Frið­jóns. Hann hefði aðal­lega talað um sjáv­ar­út­vegs­kerfið og í fáum greinum væru meiri breyt­ingar en akkúrat þar, auk þess sem þar færi mesta nýsköp­unin fram.

„Ég ætla ekki að svara fyrir þessa grein. Ég er ekki sam­mála því að flokk­ur­inn sé gam­al­dags flokkur og standi ekki fyrir breyt­ing­ar. Ég held kannski þvert á móti að menn hafi viljað breyta allt of miklu allt of hratt og þannig misst fók­us­inn á skila­boð­un­um, misst fók­us­inn á því sem skiptir máli, og það er að veita stjórn­mála­mönnum aðhald, ekki þó með því að færa völd frá stjórn­mála­mönnum inn í emb­ætt­is­manna­kerfið eins og hefur verið mjög mikið hérna og verið látið átölu­laust allt of mikið af öllu stjórn­mála­líf­inu. Þetta eru þau skila­boð og aðhald sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf að veita,“ ­sagði Sig­ríður Á. And­er­sen.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent