Tekist á um sóttvarnahús

Fyrirtaka í málum þeirra sem kært hafa ákvörðun um að þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi verður á morgun. Allir kærendur eiga heimili hér á landi.

Fosshótel Reykjavík var leigt undir starfsemi sóttvarnahúss.
Fosshótel Reykjavík var leigt undir starfsemi sóttvarnahúss.
Auglýsing

Þinghald í málum er varða sóttvarnahús hefst á morgun en ekki í kvöld eins og útlit var fyrir. Þetta segir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður eins kæranda, í skriflegu svari við spurningum Kjarnans. Fyrr í dag var Ómar vongóður um að málin yrðu tekin fyrir í dag. Samkvæmt frétt RÚV hafa að minnsta kosti þrír einstaklingar kært ákvörðun stjórnvalda um skyldusóttkví í sót eftir komuna til landsins.

Fréttir dagsins voru á þá leið að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði boðað kröfugerð til Héraðsdóms vegna málsins. Í fréttum RÚV og Vísis staðfesti Lárentsínus Kristjánsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, að von væri á kröfugerð Þórólfs í kvöld. Í kvöldfréttatíma RÚV kom fram að sóttvarnalæknir muni skila kröfugerð ti Héraðsdóms í kvöld og má lesa úr því að kröfugerðin hafi ekki borist fyrir fréttir. Málin verða hins vegar tekin fyrir á morgun, líkt og áður segir og kærendur þurfa því enn að halda sig í sóttvarnahúsi.

Gæti reynst fordæmisgefandi

Í kvöldfréttatíma RÚV voru tveir lögmenn kærenda til viðtals, áðurnefndur Ómar annars vegar og Jón Magnússon hins vegar. Í máli þeirra kom fram að málin sem tekin verða fyrir á morgun geti haft fordæmisgildi fyrir aðra sem dvelja í sóttvarnahúsi. Þá kom einnig fram að allir kærendur eigi heimili hér á landi.

Auglýsing

Að mati Jóns er túlkun sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra á sóttvarnalögum sem samþykkt voru í febrúar ekki í takt við vilja Alþingis með lagasetningunni. Í sóttvarnalögum er kveðið á um að sóttvarnahús sé úrræði fyrir einstakling sem ekki á samastað á íslandi eða vill að öðrum ástæðum ekki einangra sig í húsi á eigin vegum. Jón segir að þetta ákvæði eitt og sér sýni að ákvörðun um að skylda umbjóðanda hans, sem á heimili á Íslandi, í sóttkví í sóttvarnahúsi standist ekki lög.

Ekki náðist í Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, við vinnslu fréttarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent