Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“

„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“

Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Auglýsing

Á sama tíma og neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfum í heim­inum hefur fjölgað um 90 á tveimur ára­tugum snýst umræðan í Reykja­vík um hvort sér­stakar akreinar fyrir almenn­ings­vagna á hjólum eigi að liggja hægra megin á göt­unni eða vera fyrir miðju, „hvort flott­ari strætó­stöðvar kosti of mik­ið, hvort vagn­arnir trufli aðra umferð og hvort rekst­ur­inn verði okkur ofviða. Allt lög­mætar spurn­ing­ar, en auð­séð er að í alþjóð­legu sam­hengi er Borg­ar­línu­hug­myndin kurt­eis og hóf­stillt. En hvað með neð­an­jarð­ar­lest­ir?“

Pawel Bar­toszek, vara­borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, veltir þessu fyrir sér í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag. Til­efnið er dvöl hans í borg­inni Brescia á Norð­ur­-Ítalíu í sum­ar. Í borg­inni búa um 200 þús­und manns og þar er að finna nýjasta neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfi Evr­ópu, tekið í notkun árið 2013.

„Borgin er þannig svipuð að íbúa­tölu og flat­ar­máli og höf­uð­borg­ar­svæðið og þótt þétt­býlið í kring sé vit­an­lega eitt­hvað stærra þá er Brescia samt mun nær því að vera eins og Reykja­vík heldur en að vera ein­hver London eða Par­ís,“ skrifar Pawel. Þar sé að finna fjórtán kíló­metra langa neð­an­jarð­ar­lest­ar­línu með 17 stöðv­um.

Auglýsing

„Auð­vitað yrðu sjálf­virkar neð­an­jarð­ar­lestir frá­bærar í landi grænnar orku, dýrs vinnu­afls og mis­jafnrar veðr­átt­u,“ heldur hann áfram. Fólk gæti komið sér á næstu stöð og ferð­ast í hlýju og þæg­indum alla leið til vinnu eða skóla án þess á hafa áhyggjur af því að illa búnir smá­bílar tefji ferða­lagið í fyrsta snjó. „Ef ein­hver hefði verið nægi­lega hug­aður (eða sturl­að­ur) til að byggja neð­an­jarð­ar­lestir í Reykja­vík þá myndi fólk nota þær, vilja búa nálægt þeim, krefj­ast þess að þær gengju allan sól­ar­hring­inn og allar kosn­inga­bar­áttur snú­ast um hver myndi lofa því að lestin kæmi í sem flest hverfi sem fyrst.“

Neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfið í Brescia kost­aði á sínum tíma um 900 millj­ónir evra, sem er um 130 millj­arðar króna. Það er svipuð upp­hæð og lögð er í sam­göngusátt­mál­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, bendir Pawel á. „Sam­göngusátt­mál­inn er bæði grænn og grár. Um helm­ingur fjár­muna hans fer í Borg­ar­línu en hinn helm­ingur í akvegi. Það er ákveðið jafn­vægi og auð­vitað skref í rétta átt. En við þurfum að halda áfram og við höfum varla val um annað en að verða enn grænni í fram­tíð­inn­i.“

Á atvinnu­svæði höf­uð­borg­ar­inn­ar, suð­vest­ur­horn­inu, búa nú þegar um 300 þús­und manns. Þeim á bara eftir að fjölga. „Eigum við að leysa sam­göngur þessa svæðis ein­ungis með tví­breiðum vegum þar sem bannað er að hjóla og nið­ur­greiddum stræt­is­vögnum milli bens­ín­stöðva bæj­ar­fé­lag­anna á tveggja tíma fresti? Þurfum við ekki að hugsa þetta aðeins metn­að­ar­fyllra?“

Róm­an­tík eða praktík?

Á fyrstu tveimur ára­tugum ald­ar­innar hefur neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerfum í heim­inum fjölgað um 90 og eru orðin um 200 tals­ins. „Þannig að þrátt fyrir það sem sumir halda eru lestir ekki ein­hver úrelt tækni sem allar borgir eru að hverfa frá,“ skrifar Pawel. „Af og til hafa mögu­leikar á lestum á Íslandi verið rýndir af mis­miklum þunga og svarið hefur hingað til verið að lestir borgi sig ekki. En eftir því sem tækni fleygir fram og íbúum fjölgar kann að koma að því að svarið breyt­ist.“ Kannski sé draum­ur­inn um lest að ein­hverju leyti byggður á róm­an­tík „en þegar maður lendir í Kefla­vík, labbar fram hjá bíla­leigu­röð­inni, keyrir út af risa­bíla­stæði og brunar heim á bens­ín­bíl á tví­breiðum vegi, sam­ferða nán­ast öllum í sömu vél þá er eitt­hvað sem hvíslar að manni: „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“.“

Lest til Kefla­víkur

Land­vernd hefur einnig nýverið bent á að vegna mik­illar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við ferðir fólks til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli ætti „al­var­lega“ að taka lest­ar­sam­göngur á þess­ari leið til skoð­un­ar. „Al­var­lega ætti að skoða að koma á raf­magns­lest frá Reykja­vík til Kefla­víkur sem myndi draga úr umferð einka­bíla og flug­rúta með til­heyr­andi beinni losun en einnig tölu­vert minna sliti á vegum sem einnig er upp­spretta los­unar og svifryks,“ sagði í umsögn sam­tak­anna um drög að stefnu og aðgerð­ar­á­ætlun um orku­skipti í flugi. Land­vernd bendir á að í þeim löndum sem við berum okkur saman við sé lögð áhersla á góðar almenn­ings­sam­göngur til og frá flug­völl­um. „Hér á landi virð­ist meiri áhersla vera lögð á að gæta hags­muna einka­fyr­ir­tækja með hagn­að­ar­sjón­ar­mið að leið­ar­ljósi. Að mati Land­verndar ætti að skoða þennan þátt los­unar tengdu flugi mun bet­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent